Morgunblaðið - 21.12.2021, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
30 ÁRA Eva María ólst upp í Graf-
arvogi en býr í Hafnarfirði. Hún er
viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís-
lands og er meðeigandi og fram-
kvæmdastjóri Dýralækna-
miðstöðvarinnar í Grafarholti. Þau
voru að gefa út app fyrir gæludýra-
eigendur sem heitir Dr. Dýri. „Þetta
er rafræn heilsufarsbók. Svo er ég líka
með hlaðvarp sem heitir Dýravarpið.
Áhugamálin eru auðvitað dýr, að
ferðast, viðskipti, fjölskyldan og að
hitta vini.“
FJÖLSKYLDA Almar Gauti Ingvason, f. 1992, BA í tómstunda- og félags-
málafræði og MA í verkefnastjórnun í viðskiptafræði frá HÍ, vinnur sem ráð-
gjafi á geðdeild Landspítalans. Dóttir þeirra er Indíana Lea, f. 2021. For-
eldrar Evu Maríu eru Elfa Shciöth Elfarsdóttir, f. 1958, húsmóðir, og Jóhann
Þorsteinsson, f. 1963, bifvélavirki og meðeigandi að Kistufelli. Þau eru búsett
í Mosfellsbæ.
Eva María Schiöth Jóhannsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Einhverjar breytingar eru yfirvof-
andi og margt sem kallar á athygli þína
þessa dagana. Reyndu að láta þetta ekki
slá þig út af laginu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt auðvelt með að vera heillandi
og samvinnufús í dag. Leyfðu öðrum sem
vilja að taka þátt í velgengni þinni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fleygðu frá þér öllum neikvæð-
um hugsunum þess efnis að þú ráðir ekki
við þau verkefni sem þér eru falin. Búðu
þig undir að sjá heiminn í nýju ljósi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú verður ekki lengur undan því
vikist að ganga frá þeim leiðindamálum
sem þú hefur hummað fram af þér. Af
hverju að bíða fram í næstu viku?
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ástin blómstrar um þessar mundir.
Nýleg samskipti vekja forvitni þína og þú
spáir í hvað muni gerast næst.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Gættu þess að gera ekki meiri kröf-
ur til annarra en sjálfs þín. Ekki taka neitt
sem fram fer persónulega.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur allt þitt á hreinu og veist al-
veg hvert þú stefnir í lífinu. Ekki hafa allir
sömu skoðanir og viðhorf til lífsins og þú.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það getur tekið á að þurfa
stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum.
Notaðu innsæið til þess að ákveða hvort
þú eigir að láta eitthvað verða að veruleika
eða ekki.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu þér ekki mislíka þótt ein-
hverjir hörfi undan þegar þú sækir fast að
þeim. Mundu að sjaldan veldur einn þá
tveir deila svo réttu fram höndina.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ekki eru allir á eitt sáttir um að
gera breytingar núna. Farðu að eigin
smekk og hugsaðu ekki um hvað öðrum
finnst.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Fylgdu málum þínum eftir af
djörfung og dug. Minnkaðu skuldir, endur-
greiddu lán, skilaðu því sem þú hefur feng-
ið að láni og kannaðu hverjir skulda þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt það sé ágætt að hafa nóg að
gera verður þú að varast að taka að þér of
mörg verkefni í einu. Slepptu öllum áhyggj-
um því þú ert maður til þess að ráða fram
úr málum.
bókum, reyndum hljómplötuútgáfu,
gáfum út glæpasagnaröð eftir Sjö-
wall og Wahlöö, sem sumum í stjórn-
inni þótti fyrir neðan virðingu for-
lagsins, o.s.frv. Við efndum líka til
samkeppni um skáldsagnahandrit og
reyndum að lokka til okkar höfunda.
Í fyllingu tímans varð MM stærsta
forlag landsins, en þá var ég horfinn
af vettvangi. Ég var orðinn fjöl-
skyldufaðir, búinn að eignast yndis-
lega dóttur, og þremur árum seinna
eignuðumst við yndislegan dreng,
ann, en 1976 tók hann við starfi sem
útgáfustjóri Bókmenntafélagsins
Máls og menningar, og ári síðar varð
hann jafnframt ritstjóri Tímarits
Máls og menningar.
„Þetta var mér alveg ný reynsla.
Forlagið var mjög illa statt, og við
Þröstur Ólafsson neyttum allra ráða
til að renna nýjum stoðum undir
reksturinn. Við efldum útgáfu
barnabóka, fengum m.a. einkarétt á
þýðingum verka Astrid Lindgren,
hösluðum okkur völl í kennslu-
Þ
orleifur Hauksson fædd-
ist 21. desember 1941 í
Reykjavík. „Ég er fædd-
ur og uppalinn í litlu
bárujárnshúsi, Urðar-
túni við Laugarásveg. Ljósmóðir var
Rakel Pétursdóttir mágkona pabba,
kona Jóns Þorleifssonar listmálara.
Þetta var erfið fæðing, naflastrengur
tvívafinn um hálsinn á drengnum, en
allt fór vel. Þess má geta að lækn-
irinn á staðnum var Úlfar Þórðarson
augnlæknir, og kannski á ég honum
að þakka að ég les enn þá gleraugna-
laust! Á þessum tíma voru aðeins ör-
fá hús í Laugarásnum og öll hétu
einhverjum nöfnum. Umhverfið var
ævintýraland fyrir krakka, lyng-
gróður og álfaborgir í holtinu fyrir
ofan veginn, og í Laugardalnum var
enn stundaður búskapur, hestar, kýr
og hænsni.“
Þorleifur gekk í Laugarnes- og
Langholtsskóla og síðan í unglinga-
deild Laugarnesskóla, tók landspróf
frá Gagnfræðaskólanum í Vonar-
stræti, og síðan lá leiðin í MR, en
þaðan útskrifaðist hann 1961. Eftir
tveggja ára hlé hóf hann nám í ís-
lenskum fræðum við Háskólann.
„Á sumrin vann ég ýmis störf til
að framfleyta mér, þetta var löngu
áður en Lánasjóðurinn var stofn-
aður. Tvö sumur í brúarvinnu úti á
landi, eitt sumar á Hveravöllum og
eitt sumar var ég svo lánsamur að
komast á síld á Gullborginni hjá
Binna í Gröf fyrir tilverknað míns
góða frænda Jóns Hjaltasonar. Ég
kenndi líka forfallakennslu, meðal
annars framsögn í SÁL-leiklistar-
skólanum. Frá 1965 var ég með námi
styrkþegi á Handritastofnun Ís-
lands, síðar Stofnun Árna Magnús-
sonar. Þar fékkst ég við fræðilega
útgáfu af Árna sögu biskups, sem
var jafnframt verkefni mitt til loka-
prófs. Það var flókið og tímafrekt,
svo til allir félagarnir útskrifuðust á
undan mér. En stofnunin var ein-
stakur vinnustaður á þessum tíma og
ég lærði heil ósköp.“
Þorleifur lauk cand. mag.-prófi í
íslenskum bókmenntum og málfræði
og latínu 1971. Eftir stutt framhalds-
nám í Oxford var hann settur lektor í
íslenskum bókmenntum við Háskól-
sem reyndist vera þroskaheftur,
með Downs-heilkenni. Það varð í
raun mikil hamingja, en umönnun
hans og lífróður í jólabókaflóði fór
ekki vel saman, svo ég leitaði á önnur
mið.“
Fjölskyldan fluttist til Svíþjóðar
1983 þar sem Þorleifur varð íslensk-
ur lektor við Uppsalaháskóla. Heim
kominn var hann ráðinn af sjóði Þór-
bergs og Margrétar til að skrifa ís-
lenska stílfræði, og eftir að henni
lauk hefur hann verið sjálfstætt
starfandi fræðimaður. Hann gerðist
félagi í ReykjavíkurAkademíunni
1999.
„ReykjavíkurAkademían er ein-
stakt samfélag ólíkra fræðimanna í
hug- og félagsvísindum. Ég hef feng-
ist við ýmis verkefni þar innan
veggja. Frá 2003 hef ég unnið við út-
gáfur fornsagna á vegum Hins ís-
lenska fornritafélags, og við þær
vinn ég enn. Helstu áhugamál mín
þess utan eru bóklestur, tónlist, bæði
klassík og djass, og ferðalög innan
lands. Ég nýt þess að syngja í kór,
Söngfjelaginu undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar, reyni að stunda
jóga reglulega en er ekki í annarri
líkamsrækt, að öðru leyti en því að
ég á ekki bíl og fer allra minna ferða
um bæinn á fótstignu reiðhjóli.“
Meðal helstu ritverka Þorleifs eru
útgáfa Árna sögu biskups í ritröð
Stofnunar Árna Magnússonar
(1972), Íslensk stílfræði, ásamt Þóri
Óskarssyni (1994), Sagnalist, Íslensk
stílfræði II (2003), Úr þagnarhyl,
ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur
(2011); eftirtaldar útgáfur í rit-
röðinni Íslenzk fornrit: Sverris saga
(2006), Hákonar saga og Böglunga
saga, ásamt Sverri Jakobssyni og
Tor Ulset (2013) og Jómsvíkinga
saga, ásamt Marteini Helga Sigurðs-
syni (2018). Helstu þýðingar eru
Bróðir minn Ljónshjarta (1976) og
Ronja ræningjadóttir (1981) eftir
Astrid Lidgren, Downs-heilkenni
eftir Göran Annerén o.fl. (2000) og
Framfaragoðsögnin eftir Carl Otto
von Wright (2003).
Þorleifur hefur setið í stjórnum
Foreldra- og styrktarfélags Tón-
stofu Valgerðar, Íslandsdeildar
Amnesty International og Félags
Þorleifur Hauksson, íslensku- og bókmenntafræðingur – 80 ára
Jólin 1986 Þorleifur með börnum sínum og móður, frá vinstri: Þórunn og
Ari, Þorleifur með Álfdísi í fanginu og Ásthildur með Kára.
Fer allra sinna ferða á reiðhjóli
Með fv. nemanda Þorleifur ásamt John Swedenmark þýðanda.
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður Indíana Lea
Almarsdóttir fæddist 21.
ágúst 2021 kl. 12.07 á Land-
spítalanum Hún vó 3.545 g
og var 50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Eva María
Schiöth Jóhannsdóttir og
Almar Gauti Ingvason.
Nýr borgari
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Kaffe Curve
Kjóll
12.990 kr
Kósý
peysukjóll
9.990 kr
Zizzi
Gallabuxur
9.990 kr
Fr
Pant
veg
ey
.
.