Morgunblaðið - 21.12.2021, Page 31
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
Þegar ég var loksins búinn að
taka myndbandadómgæsluna
(VAR) í enska fótboltanum í sátt
(eða kannski öllu frekar farinn að
sætta mig við hana sem orðinn
hlut) þá er eins og hún sé aftur
komin á byrjunarreitinn.
Eftir alls konar vandræði síð-
asta vetur virtust enskir dóm-
arar og VAR-dómarar vera búnir
að ná ágætis tökum á verkefninu
og finna réttu línuna.
En nú er eins og þeir séu gjör-
samlega búnir að týna henni aft-
ur.
Alls konar atvik í leikjunum á
Englandi að undanförnu hafa
verið í meira lagi vafasöm. Sér-
staklega ákvarðanir sem hafa
verið teknar eftir að atvik hafa
verið skoðuð ítarlega.
Ólögleg mörk hafa fengið að
standa. Tilhæfulausar víta-
spyrnur verið dæmdar. Öðrum
hefur verið sleppt. Glórulaus
brot hafa ekki endað með rauðu
spjaldi, jafnvel ekki gulu.
Það er eins og nýtt afbrigði af
kórónuveirunni hafi stökkbreyst
í röðum VAR-dómaranna og
„blörrað“ skjáina hjá þeim.
Stundum líta dómararnir á
vellinum út eins og kjánar eftir
ákvarðanirnar sem teknar eru í
„reykfylltum bakherbergjum“
Stockley Park í London þar sem
VAR er til húsa.
Nýjasta fyrirbærið er „nýtt
augnablik“ sem virðist meina
dómurum að taka réttar ákvarð-
anir í sumum tilvikum.
Og svo er það þetta með
blessaða aðstoðardómarana
sem einu sinni hétu línuverðir.
Nú mega þeir ekki lyfta flagginu
á augljósustu rangstöður. Það á
eftir að valda stórslysi einhvern
góðan veðurdag. Eða vondan.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
England
B-deild:
Fulham – Sheffield United ...................... 0:1
Staða efstu liða:
Fulham 23 13 6 4 51:19 45
Bournemouth 23 12 7 4 37:20 43
Blackburn 23 12 6 5 41:27 42
WBA 23 11 8 4 30:17 41
QPR 21 10 5 6 33:27 35
Stoke City 22 10 5 7 26:21 35
Nottingham F. 23 9 7 7 32:25 34
Coventry 22 9 7 6 29:26 34
Middlesbrough 23 9 6 8 25:23 33
Huddersfield 23 9 6 8 28:27 33
Sheffield Utd 22 9 5 8 29:28 32
Millwall 22 7 9 6 24:24 30
Spánn
Levante – Valencia................................... 3:4
Staða efstu liða:
Real Madrid 18 13 4 1 39:15 43
Sevilla 17 11 4 2 28:12 37
Real Betis 18 10 3 5 32:21 33
Rayo Vallecano 18 9 3 6 26:18 30
Atlético Madrid 17 8 5 4 28:20 29
Real Sociedad 18 8 5 5 20:20 29
Valencia 18 7 7 4 30:26 28
Barcelona 17 7 6 4 28:21 27
Athletic Bilbao 18 5 9 4 16:14 24
Espanyol 18 6 5 7 20:21 23
Villarreal 17 5 7 5 21:18 22
Osasuna 18 5 7 6 17:22 22
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Helmond Sport ................... 1:1
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik-
inn fyrir Jong Ajax.
>;(//24)3;(
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Flúðir: Hrunamenn – Haukar............. 19.15
Í KVÖLD!
liðinu, bæði í sókn og vörn. Við höf-
um fengið inn nýja leikmenn sem
hafa spilað meira í vörn en undan-
farin ár. Þeir leikmenn sem hafa
komið inn hafa staðið sig frábærlega
og leyst sín hlutverk mjög vel.
Mér finnst liðið ekki veikara þótt
það hafi vissulega breyst og styrk-
leikarnir eru kannski ekki alveg þeir
sömu. Við enduðum í öðru sæti í
fyrra og mér finnst við í raun vera á
svipuðum stað núna og við vorum á í
fyrra á þessum tímapunkti.“
Stutt á milli efstu liða
Úrvalsdeildin hefur sjaldan verið
jafnari en í ár en aðeins munar fimm
stigum á liðinu í efsta sætinu og lið-
inu í sjötta sætinu.
„Það hefur oft verið talað um það
fyrir tímabil að öll lið geti unnið
hvert annað og það séu sex til sjö lið
sem geta barist í og við toppinn.
Maður hefur ekki alltaf verið sam-
mála því en staðan í dag er einfald-
lega sú að þetta er raunin. Stjarnan
og Selfoss hafa komið mjög sterk
inn, Valur og Haukar eru auðvitað
þekktar stærðir, og svo er ÍBV líka
með hörkulið.
Afturelding er líka með mjög góð-
an og sterkan hóp og það er því ekk-
ert skrítið að það sé stutt á milli
þessara efstu liða. Við sem dæmi
höfum ekki tapað leik núna síðan í
október en samt erum við með jafn
mörg stig og Haukar, og Valur á leik
til góða á okkur Hafnarfjarðarliðin.
Við megum því ekki slaka neitt á og
það er mikilvægt að setja saman
gott plan fyrir hvern einasta leik.“
Lítið hefur verið um áhorfendur á
leikjum undanfarnar vikur vegna
kórónuveirufaraldursins og tak-
markana tengdra honum.
„Fyrsti leikurinn okkar eftir und-
irbúningstímabilið var bikarleikur á
móti Haukum og það var fullt af
áhorfendum á þeim leik og frábær
stemning í húsinu. Þá fékk maður
aftur þessa tilfinningu að það væri
geggjað að vera kominn aftur með
áhorfendur í húsin og að yfirstand-
andi tímabil yrði mjög skemmtilegt.
Það var líka frábært að komast
aftur á parketið eftir að hlé var gert
á keppni síðasta vor vegna kórónu-
veirufaraldursins en maður nýtur
þess samt alltaf meira að spila með
áhorfendur í húsinu. Maður hefur
því alveg fundið fyrir því að stemn-
ingin er langt frá því að vera sú
sama þegar það eru engir áhorf-
endur á svæðinu en menn þurfa þá
að leita inn á við og reyna að finna
stemninguna þar.“
Skemmtileg úrvalsdeild
Mikið hefur verið rætt og ritað um
mögulegar breytingar á keppnisfyr-
irkomulagi í úrvalsdeild karla und-
anfarið og þá helst hvort fjölga eða
fækka eigi liðum, sem eru tólf í dag.
„Ég hef spilað í átta liða deild, tíu
liða deild og svo tólf liða deild und-
anfarinn áratug. Af minni reynslu
finnst mér töluvert meiri breidd í
tólf liða deild og það eru fleiri góð
lið núna en til dæmis þegar það
voru bara átta lið. Ég þekki ekki
nákvæmlega styrkleika 1. deild-
arinnar en þegar það voru átta lið í
deildinni þá voru líka lið sem komu
upp og lentu í því að vinna varla
leik og áttu í miklum erfiðleikum.
Þessi lið sem hafa verið í áttunda,
níunda og tíunda sætinu í ár gefa
öll toppliðunum hörkuleiki í hverri
einustu umferð.
KA, Fram, Selfoss, Afturelding
og Grótta hafa verið á þessu róli og
öll þessi lið hafa unnið öfluga sigra
gegn liðum fyrir ofan sig á leiktíð-
inni. Það er enginn leikur léttur
nema kannski á móti neðstu lið-
unum, þegar þau hafa hitt á slæm-
an dag, en þegar þau eru á sínum
degi þá eru þetta allt hörkuleikir
þar sem þarf að hafa virkilega fyrir
hlutunum. Mér finnst tólf liða deild
henta mjög vel því deildin hefur
einfaldlega verið mjög skemmtileg
undanfarin ár.“
Tíu ára bið í Kaplakrika
FH varð síðast Íslandsmeistari
2011 og því biðin orðin heldur löng
eftir Íslandsbikarnum í Kaplakrika
en félagið hefur sextán sinnum
staðið uppi sem Íslandsmeistari.
„Ef við höldum áfram að spila
eins og við höfum gert undanfarna
tvo mánuði getum við farið alla leið.
Til þess þurfum við að halda áfram
að vinna í sóknar- og varnarleik og
leikmennirnir verða að halda áfram
að bæta sig jafnt og þétt. Fyrir mér
eru sex til sjö lið í deildinni sem
geta orðið Íslandsmeistarar í vor,
miðað við það hvernig hlutirnir
hafa þróast. Það er alltaf pressa að
spila fyrir FH og það breytist ekk-
ert.
Krafan er að vera í efri hlutanum
og berjast um alla bikara. Það er
mikið hungur í félaginu að vinna
titla og það eru vissulega tíu ár síð-
an félagið varð síðast Íslandsmeist-
ari þannig að það fer að verða kom-
inn tími á meistarabikar í Kapla-
krika. Við munum að sjálfsögðu
gera allt sem í okkar valdi stendur
til þess að gera atlögu að titilinum í
vor,“ sagði Ásbjörn við Morgun-
blaðið.
Sjö lið sem geta orðið
Íslandsmeistarar í vor
- Ásbjörn Friðriksson telur að FH-ingar hafi burði til að vinna meistaratitilinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lykilmaður Ásbjörn Friðriksson er næstbesti leikmaður deildarinnar í vet-
ur samkvæmt einkunnagjöf HBstatz sem má sjá neðst á síðunni.
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FH hefur alla burði til þess að verða
Íslandsmeistari karla í handknatt-
leik næsta vor að mati Ásbjarnar
Friðrikssonar, spilandi aðstoðar-
þjálfara liðsins. FH-ingar eru í efsta
sæti úrvalsdeildarinnar með 20 stig,
líkt og Haukar. Deildin er nú komin í
jólafrí en keppni hefst á nýjan leik í
lok janúar á næsta ári.
„Ég myndi ekki segja að gengið í
ár hefði komið okkur á óvart,“ sagði
Ásbjörn í samtali við Morgunblaðið.
„Okkur var spáð rétt fyrir aftan
toppliðin og við teljum okkur vera
með lið sem getur unnið öll lið í
deildinni á góðum degi. Ef það á að
takast þarf hins vegar margt að
ganga upp og þá er mikilvægt að
setja saman ákveðna sigurhrinu líkt
og okkur hefur tekist í undanförnum
leikjum. Við töpuðum tvisvar í fyrstu
þremur umferðunum, gegn ÍBV og
Selfossi, og þar gerðum við einfald-
lega ekki nóg til þess að vinna leikina
þótt við höfum spilað ágætlega. Við
höfum æft mjög vel í vetur og tekist
að þétta raðirnar varnarlega. Þá er
leikur okkar heilt yfir orðinn mun
betri. Við höfum líka sloppið vel við
meiðsli og náð að halda okkur heil-
um, sem skiptir líka miklu máli þeg-
ar kemur að því að finna taktinn og
halda dampi,“ sagði Ásbjörn.
Tíu leikir án taps
FH hefur verið á miklu skriði en
liðið hefur leikið tíu leiki án taps og
unnið átta þeirra.
„Þegar vel gengur er alltaf mikið
sjálfstraust í liðinu. Það er mikið
traust á milli manna sem fylgir góðu
gengi. Við höfum samt líka átt erfiða
leiki inn á milli eins og á móti Val þar
sem við vorum kannski heppnir að
ná í stig undir lokin. Það var eins á
móti Selfossi þar sem þeir voru frá-
bærir en okkur tókst að kreista fram
jafntefli. Það er mjög stutt á milli í
þessu en það er klárlega mjög já-
kvætt að liðið skuli ná að kreista út
stig úr þessum erfiðu og jöfnu leikj-
um, sem sýnir viljann í liðinu. Það er
klárlega eitthvað sem við þurfum að
halda áfram að vinna með.“
FH missti öfluga leikmenn fyrir
yfirstandandi tímabil en þar ber
hæst þá Einar Rafn Eiðsson og Arn-
ar Frey Ársælsson sem gengu til liðs
við KA á Akureyri.
„Dýnamíkin hefur aðeins breyst í
Markahæstir
Vilhelm Poulsen, Fram 94
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA 89
Ásbjörn Friðriksson, FH 89
Guðmundur Bragi Ástþórsson,
Aftureldingu 77
Leó Snær Pétursson, Stjörnunni 75
Árni Bragi Eyjólfsson,Aftureldingu 73
Rúnar Kárason, ÍBV 68
Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni 67
Einar Rafn Eiðsson, KA 66
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu 62
Björgvin Þór Hólmgeirsson,
Stjörnunni 60
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi 59
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 59
Einar Sverrisson, Selfossi 58
Egill Magnússon, FH 58
Flest mörk að meðaltali í leik
Vilhelm Poulsen, Fram 7,8
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA 7,4
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK 7,1
Ásbjörn Friðriksson, FH 6,8
Björgvin Þór Hólmgeirsson,
Stjörnunni
6,0
Flestar stoðsendingar
Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 64
Einar Rafn Eiðsson, KA 60
Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni 59
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu 57
Rúnar Kárason, ÍBV 54
Dagur Arnarsson, ÍBV 49
Gunnar Steinn Jónsson, Stjörnunni 49
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 46
Guðmundur Bragi Ástþórsson,
Aftureldingu 43
Egill Magnússon, FH 43
Breki Dagsson, Fram 41
Patrekur Stefánsson, KA 39
Jóhann Reynir Gunnlaugsson,
Víkingi 38
Vilhelm Poulsen, Fram 37
Hjörtur Ingi Halldórsson, HK 36
Flest varin skot
Phil Döhler, FH 162
Björgvin Páll Gústavsson, Val 154
Jovan Kukobat, Víkingi 149
Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu 142
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum 130
Vilius Rasimas, Selfossi 121
Nicholas Satchwell, KA 116
Sigurjón Guðmundsson, HK 110
Andri S. Scheving, Aftureldingu 105
Björn Viðar Björnsson, ÍBV 86
Besta hlutfallsmarkvarsla
Phil Döhler, FH 38,5%
Björgvin Páll Gústavsson, Val 37,7%
Lárus Helgi Ólafsson, Fram 35,1%
Magnús Gunnar Erlendsson, Fram 35,1%
Brynjar Darri Baldursson,
Stjörnunni 34,2%
Vilius Rasimas, Selfossi 34,0%
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum 33,9%
Sölvi Ólafsson, Selfossi 33,9%
Flest varin vítaköst
Björgvin Páll Gústavsson, Val 8
Jovan Kukobat, Víkingi 8
Vilius Rasimas, Selfossi 7
Bestu leikmenn samkvæmt
einkunnagjöf HBstatz
Einar Rafn Eiðsson, KA 8,03
Ásbjörn Friðriksson, FH 7,88
Rúnar Kárason, ÍBV 7,87
Vilhelm Poulsen, Fram 7,83
Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni 7,83
Phil Döhler, FH 7,67
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu 7,65
Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 7,62
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA 7,55
Guðmundur Bragi Ástþórsson,
Aftureldingu 7,53
Björgvin Páll Gústavsson, Val 7,40
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 7,38
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK 7,27
Breki Dagsson, Fram 7,26
Björgvin Þór Hólmgeirsson,
Stjörnunni 7,19
Dagur Arnarsson, ÍBV 7,19
Tölfræðin í Olísdeild karla 2021-22