Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
B
jört, söguhetja nýjustu
bókar Auðar Jónsdóttur,
Allir fuglar fljúga í ljósið,
hefur ákveðið að lifa lífinu
án tilfinninga. Hún ráfar um borgina
þvera og endilanga og skráir niður
athuganir sínar um fólkið sem verð-
ur á vegi hennar. Það gerir hún al-
gerlega án þess að leggja eigið mat á
það sem hún sér, því það að túlka
það sem hún sér opnar fyrir tilfinn-
ingarnar.
Dag einn fær hún bréf sem verður
til þess að ýmsar minningar sem hún
hefur lokað á fara að láta á sér kræla
á ný. Ýmislegt fleira gerist á fáum
dögum sem gerir
það að verkum að
hún þarf að tak-
ast á við fortíðina,
fortíð sem reynist
vera full af of-
beldi og skömm.
Hún rifjar upp
erfiða æsku,
áhrifamikinn vin-
skap þeirra Veru
og eitruð sam-
bönd við tvo afar ólíka menn sem
eiga það þó sameiginlegt að vera
brotnir hvor á sinn hátt. Verkið lýsir
miklu ofbeldi, bæði líkamlegu og
andlegu, en einnig mikilli ást.
Björt leigir herbergi á sambýli
þar sem safnast hafa saman ýmsir
einstæðingar og fólk sem hefur ekki
tök á að búa við betri aðstæður.
Björt speglar sig á vissan hátt í
Söndru Mjöll, ungri stúlku sem þar
býr, stúlku sem langar að verða
áhrifavaldur en kann fátt annað en
að hugga alla aðra en sjálfa sig. Sú
persóna er að mestu mjög vel
heppnuð en talsmáti hennar er held-
ur ýktur og þar með ótrúverðugur.
Þarna býr líka fuglafræðingurinn
Gestur. Það hefði mátt draga upp
skýrari mynd af hans hlutverki og
það sama má segja um Högna, mann
sem dúkkar upp í upphafi verksins
og undir lok þess. Aðrar sögu-
persónur dregur höfundurinn lista-
vel fram, þær eru breyskar hver á
sinn hátt og hafa hver sinn djöful að
draga.
Auður sýnir með þessu verki hvað
hún er hörkugóður penni. Ljóðrænn
textinn flæðir lipurlega. Flæðið er
þó stundum órökrétt en það fer
sögumanninum, Björt, og hugar-
ástandi hennar vel.
Allir fuglar fljúga í ljósið er vel
uppbyggt verk þrátt fyrir að það sé
nokkuð ruglingslegt á köflum þar
sem mikið er flakkað í tíma. Auði
tekst vel að byggja upp þá spennu
sem þarf til þess að halda lesand-
anum við efnið. Bókin fer frekar
hægt af stað og það er lengi vel ekki
ljóst hvert hún stefnir. Þegar les-
andinn kynnist Björt er erfitt að átta
sig á því af hverju hún hugsar eins
og hún hugsar og lifir því lífi sem
hún lifir. En Auði tekst að vekja með
lesandanum nægilega mikla forvitni
um hvað kom fyrir Björt, kemur fyr-
ir vísbendingum með hæfilegu milli-
bili og rígheldur þannig í lesandann.
Ég vona að það séu ekki margir
lesendur sem geti að fullu samsamað
sig Björt og aðstæðum hennar en
allir ættu þó að geta séð sig í henni
að einhverju leyti. Öll höfum við til-
finningar og öll höfum við upplifað
að þrá ekkert heitar en að flýja þær
um stund.
Með textanum nær Auður undir
húðina á manni, kemur sér þar fyrir
og vekur ónot. Það gerir þetta að
erfiðri lesningu en upplifunin er líka
falleg og lærdómsrík.
Allir fuglar fljúga í ljósið er verk
sem ég held að margir muni verða
dolfallnir yfir. Það er átakanlegt og
virkilega áhrifamikið og skilur les-
andann eftir með ótal hugsanir um
persónur bókarinnar og um eigið
(tilfinninga)líf.
Morgunblaðið/Arnþór
Auður Verkið er „átakanlegt og virkilega áhrifamikið og skilur lesandann
eftir með ótal hugsanir um persónur bókarinnar“, segir gagnrýnandinn.
Átakanlegt og áhrifamikið
Skáldsaga
Allir fuglar fljúga í ljósið bbbbm
Eftir Auði Jónsdóttur.
Bjartur, 2021. Innbundin, 359 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
AF VEIÐISKRIFUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Margir njóta þess að skrifa hugleið-
ingar um sín áhugamál, eins og
veiðiskap, og skrif sumra um slíka
ástríðu rata á bækur. Sjaldnast
verða þetta tímalausar bókmenntir –
ef litið er til skrifa íslenskra höfunda
um stangveiði þá eru þó mikilvægar
undantekningar á því, eins og bækur
Björns J. Blöndals og Stefáns Jóns-
sonar – en þegar vel tekst til þá rata
skrifin þó til sinna.
Íslenskir útgefendur gæta þess að
setja á markað ár hvert einhverjar
bækur fyrir veðimenn að lesa og ein
sem nú kemur út er Dagbók urriða.
Höfundurinn, Ólafur Tómas Guð-
bjartsson, hefur
vakið athygli á
undanförnum
misserum fyrir
allvinsæla sam-
nefnda sjónvarps-
þætti þar sem
hann mætir
áhorfendum glað-
beittur á skján-
um, veiðir, spjall-
ar og miðlar alls
kyns fróðleik um áhugamál sitt, sil-
ungsveiðar. Í flestum íslenskum
veiðibókum undangenginna áratuga
hefur áherslan gjarnan verið á lax-
inn og það er áhugavert að sjá hér
áherslu á silungsveiðar.
Og víst veitir Ólafur Tómas nota-
lega fylgd um ólík veiðisvæði. Hann
er sjaldnast dómharður um menn
eða málefni en sannkallaður ástríðu-
veiðimaður sem segist hafa veiðina í
blóðinu enda hafi forfeður hans allir
verið veiðimenn. Dagbók urriða er
að uppbyggingu hefðbundin þroska-
saga veiðimanns, og höfundurinn
segir okkur alls kyns sögur af ævin-
týrum sínum á þeim vettvangi, í
fjörum, straum- og stöðuvötnum. Í
inngangi segist hann „elska að segja
sögur og skapa eitthvað fallegt“ og
vilji jafnframt fræða, „leggja mikið
upp úr sagnfræði, kennslu, líffræði
og öðru sem ég hef áhuga á og er
veiðibók eins og þessi tilvalinn vett-
vangur fyrir slíkt“.
Þetta er afslöppuð og kumpánleg
fyrstu persónu frásögn þar sem
Ólafur rifjar upp, segir frá og bendir
á hitt og þetta og allt mögulegt. Og
gerir það oft vel og ástríðan sem
felst í frásögninni er falleg. Á móti
kemur að hversdagslegt talmálið,
þar sem samtímamenn eru til að
mynda ekki nefndir fullum nöfnum,
er mögulega einnota – það hefði
mátt leggja meiri rækt við fagur-
fræði textans og reyna að færa hann
í tímalausari búning.
Bókinni er skipt upp í rúmlega
tuttugu stutta kafla sem eru ríku-
lega myndskreyttir. Eins og eðlilegt
má kalla, þar sem þetta er þroska-
og reynslusaga, þá er mikið af
myndum af höfundi, ættingjum hans
og veiðifélögum og þær eru
skemmtilega felldar inn í textann.
En myndatexta vantar við þær sum-
ar, og stundum þær stærstu og er
það bagalegt. Texta þarf að setja við
allar slíkar myndir og gæta að upp-
lýsingagildi þeirra. Þá er textinn
undir opnu með 11 mikilvægum sil-
ungaflugum svo lítill að þessi mið-
aldra lesandi sótti stækkunargler …
Fyrirtaks fararstjóri
Skipta má frásögn bókarinnar í
tvennt. Í fyrri hlutanum er æskan á
Blönduósi með ótal uppgötvunum
hins ástríðufulla veiðimanns en í
seinni hlutanum miðlar reynslubolt-
inn sögum, ábendingum og alls kyns
ráðum. Og lykilatriði í skrifunum er
falleg einlægni sögumanns um allt
mögulegt sem viðkemur veiðum.
Hann hefur sterkar skoðanir á sil-
ungnum og afkomu hans en því kem-
ur á óvart hvað afstaðan er óljós til
laxins og þess vanda sem steðjar að
honum.
Sem dæmi um kafla bókarinnar
þá fjallar einn um fiska og myrkur,
aðrir um áhugaverðar veiðar í
óbyggðum og einn um hvað mik-
ilvægt sé að læra af mistökum. Einn
besti kaflinn fjallar um þann furðu-
sið sumra að drekka áfengi við veið-
ar en mikið er ég sammála Ólafi þeg-
ar hann skrifar: „… fyrir mér er
fluguveiði sport þar sem nauðsyn-
legt er að hafa öll skynfæri sem
skörpust […] að drekka áfengi þeg-
ar veitt er er að mínu mati hálfgerð
synd.“ Og: „Ef þú elskar að veiða, af
hverju viltu þá verða verri í því sem
þú elskar að gera?“ (210)
Í óvæntasta kaflanum greinir
Ólafur frá því að hann hafi fyrir
nokkrum árum ráðið sig sem verka-
mann við laxeldi á Vestfjörðum og
lýsingar hans á níðingsskapnum sem
þar hefur tíðkast gagnvart íslenskri
náttúru eru viðurstyggilegar – en
koma því miður ekki á óvart. „…
þarna var ég staddur í boði Norð-
manna að þiggja laun fyrir að rústa
firðinum […] Ég er nokkuð viss um
að forfeður mínir hefðu hrækt í átt-
ina að mér fyrir föðurlandssvik,“
skrifar Ólafur og um norskan yfir-
mann eldisins segir hann: „Ég fann
það á honum að hann leit á fjörðinn
eins og hvern annan ruslahaug.“
(181)
En þar fyrir utan er Ólafur Tómas
í dagbók sinni fyrirtaks fararstjóri
um heillandi og fjölbreytilegar veiði-
lendur urriða og bleikju hér á landi.
Bleikju sleppt Mynd sem er birt með lokakafla bókarinnar, um haustkvíða
veiðimannsins sem þolir ekki að veiðitímabili eins árs til sé að ljúka.
Kraumandi
veiðigleðin
- Alls kyns ævintýri í Dagbók urriða
Þokuveiði Höfundur í göngu á fjöll-
um með fallegar bleikjur.
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S