Morgunblaðið - 21.12.2021, Page 36
Efni í þætti kvöldsins:
Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækningadeildar
Landspítala mun að þessu sinni ræða um vanda
bráðamóttöku spítalans þegar kemur að hópi
aldraða og bendir á leiðir eins og „heimasjúkrahús“
sem hægt væri að taka upp m.a. til að létta því álagi
sem þessi mikilvæga deild spítalans þarf að sinna alla
daga ársins.
Drífa Baldursdóttir er verkefnisstjóri hjá Samfélags-
húsinu við Vitatorg. Þar er boðið upp á fjölbreytta
dagskrá og þjónustu sem opin er öllum eldri borg-
urum sem þangað óska að koma.
Bryndís Brynjólfsdóttir og Örn Grétarsson eru
rótgrónir Selfyssingar sem segja frá jólahaldi á
Selfossi á árum áður fram á þennan dag þegar fyrsti
áfangi að nýjum miðbæ hefur verið tekinn í notkun og
sumir velja að kalla „Jólabæinn“.
Sr. Pálmi Matthíasson lauk prestþjónustu fyrr á
þessu ári eftir 44 ár í starfi. Pálmi rekur hluta af lífs-
hlaupi sínu á skemmtilegan hátt og minnir áhorf-
endur Hringbrautar á nokkur mikilvæg atriði sem gott
er að hafa í huga nú þegar jólahátíðin nálgast.
Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson
Lífið er lag
kl. 21.30 á Hringbraut í kvöld
Fylgstu með!
Í kvöld
á Hringbraut
Sr. Pálmi Matthíasson
Drífa Baldursdóttir
„Hjáform“ er heiti sýningar sem myndlistarmaðurinn
Sigurður Árni Sigurðsson opnar á Gallerí Skilti í Duggu-
vogi 43 í dag, þriðjudag, kl. 17 til 19. Hann sýnir þar
upplýst verk úr plexígleri og má segja að Sigurður Árni
„pakki skiltinu inn í gataðan plexíglerhjúp sem varpar
lituðum skugga á skiltið“.
Að venju er opnun þessarar vetrarsýningar óvenju-
legs sýningarstaðarins á vetrarsólstöðum, stysta degi
ársins, 21. desember, og stendur sýningin yfir fram að
sumarsólstöðum í júní. Stöðug lýsing er á verkinu en
dagsbirta og árstíðamunur breyta ásýnd þess.
Sigurður Árni sýnir „Hjáform“ á
Gallerí Skilti á vetrarsólstöðum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mörg lög eftir Vestmannaeyinginn
Oddgeir Kristjánsson, sem lést 1966,
eru eftirminnileg og þau eru mikið
spiluð og sungin. Að öðru leyti hefur
hann lítið verið í sviðsljósinu þar til
nú að Kristín Ástgeirsdóttir varpar
ljósi á líf hans og nánasta umhverfi í
bókinni Þeir hreinu tónar, sem Sögur
útgáfa gefur út.
Kristín segir að lengi hafi staðið til
að skrifa ævisögu Oddgeirs og hún
hafi slegið til þegar ættingjar hans
hafi beðið sig um að taka verkið að
sér enda þekki hún vel sögu hans og
nánasta umhverfis. „Hann var besti
vinur pabba míns og ég þekkti hann
frá blautu barnsbeini. Hann kenndi
mér tónlist og ég var í kór og lúðra-
sveitum hjá honum.“
Þrátt fyrir góðan grunn segist
Kristín hafa leitað víða fanga og
heimildasöfnunin hafi tekið sinn tíma.
„Hann tjáði sig ekki mikið í orðum á
prenti en tónlistin var hans tjáningar-
form,“ útskýrir hún. Oddgeir hafi
verið mjög virkur maður og meðal
annars látið að sér kveða í tónlist,
kennslu og stjórnmálum. „Hann var
á kafi í pólitík, var sósíalisti eða
kommi, eins og það hét á þeim tíma,
var varamaður í bæjarstjórn og sat
hvorki meira né minna en 26 fundi í
bæjarstjórn á kjörtímabilinu 1946 til
1950.“
Vinirnir Árni Guðmundsson, kall-
aður Árni úr Eyjum, Ástgeir Krist-
mann Ólafsson eða Ási í Bæ, faðir
Kristínar, og Oddgeir voru samstiga
en Árni og Ási voru helstu
textahöfundar Oddgeirs.
„Partur af hugsjón þessara
manna var að leggja alþýð-
unni lið í gegnum tónlist og
menningu,“ segir Kristín.
Oddgeir hafi valið að búa í
Vestmannaeyjum alla tíð
og textar við lög hans
tengist þeim og Þjóðhátíð-
inni mjög mikið.
Menntun mikilvæg
Í bókinni er gerð grein
fyrir lífinu í Eyjum á ævi-
skeiði Oddgeirs, fjallað
um fjölskyldu hans,
uppvaxtarár, nám,
fyrrnefnda textahöf-
unda, stjórnmál, lúðra-
sveitina og kennsluna.
Kristín vekur athygli á
að lítið hafi verið skrif-
að um Árna úr Eyjum
og hér sé aðeins bætt
úr því. „Endurreisn
Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja og starfið
við hana frá 1939 til
dauðadags var mjög
mikilvægur kafli í lífi Oddgeirs.“
Ferðalög hafi verið hugsuð til að efla
félagsskapinn og meðal annars hafi
verið farið til Tékkóslóvakíu 1959.
„Pabbi hafði áður farið til Finnlands
en annars voru ferðalög til útlanda og
hvað þá austur fyrir járntjald nánast
óþekkt á þessum tíma enda mikið mál
að afla sér gjaldeyris og þar fram eft-
ir götunum.“
Nafn bókarinnar vísar til þess
hvaða mann Oddgeir hafði að geyma
og fyrirsagnar á minningargrein Ása
úr Bæ um hann. „Oddgeir var mjög
dagfarsprúður maður, afskaplega
hreinskiptinn og heiðarlegur í öllum
samskiptum. Hann hafði ákveðnar
skoðanir, gat rokið upp, en það rauk
fljótt úr honum. Hann var frekar
feiminn maður og vildi helst ekki
bera tilfinningar sínar á torg, eins og
hann skrifaði vini sínum eftir andlát
Árna úr Eyjum, en það gerði hann í
tónlistinni. “
Kristín segir að kennslan hafi skipt
Oddgeir miklu máli. Hann hafi ýtt
undir frekara nám nemenda og sam-
glaðst þeim sem hafi staðið sig vel.
„Hann dreymdi um að mennta sig en
átti þess ekki kost, systkinin mörg og
foreldrarnir fátækir.“
Ljósmynd/Kjartan Guðmundsson/Ljósmyndasafn Vestmannaeyja
Skemmtun í Akóges Aftari röð frá vinstri: Hafsteinn Snorrason, Kjartan
Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson og Hjálmar Eiríksson. Fremri röð frá vinstri:
Oddgeir Kristjánsson og Ástgeir Ólafsson eða Ási í Bæ.
Tónlistin var helsta
tjáningarformið
- Kristín sendir frá sér bók um Oddgeir Kristjánsson
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Höfundur Kristín Ástgeirsdóttir
þekkir vel sögu Oddgeirs.
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Það hefur oft verið talað um það fyrir tímabil að öll lið
geti unnið hvert annað og það séu sex til sjö lið sem geta
barist í og við toppinn. Maður hefur ekki alltaf verið sam-
mála því en staðan í dag er einfaldlega sú að þetta er
raunin,“ segir Ásbjörn Friðriksson, einn besti leikmaður
úrvalsdeildar karla í handbolta og aðstoðarþjálfari FH,
um jafnræðið á Íslandsmótinu í vetur. »31
Barátta sex til sjö liða um titilinn
ÍÞRÓTTIR MENNING