Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Það eru engin tímamörk á
skiptimiðunum frá okkur
Hafðu það huggulegt
heima um jólin
Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
28. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.97
Sterlingspund 174.53
Kanadadalur 101.31
Dönsk króna 19.768
Norsk króna 14.683
Sænsk króna 14.267
Svissn. franki 141.17
Japanskt jen 1.1361
SDR 181.83
Evra 147.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.1243
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Thelma Björk Wilson, framkvæmda-
stjóri þjónustu- og notendaupplifun-
ar hjá Heimkaup, segir fyrirtækið
hafa brugðist við aukinni eftirspurn
með því að fjölga starfsfólki.
„Við merkjum aukna eftirspurn,
sérstaklega miðað við þennan árs-
tíma í fyrra. Tíminn milli jóla og ný-
árs hefur verið svolítið rólegur en
ekki núna. Nú er mikið að gera og
ekki aðeins hjá okkur heldur í heim-
sendingu yfirhöfuð. Við höfum heyrt
að það sé einnig mikið að gera hjá
öðrum matvöruverslunum sem bjóða
heimsendingu. Það er ljóst að margir
þurfa heimsendingu. Bæði þeir sem
eru í sóttkví og einangrun og svo þeir
sem eru hræddir við að smitast í
búðinni,“ segir Thelma og vísar til
kórónuveirufaraldursins.
Thelma segir netverslunina hjá
Heimkaup í nóvember sl. hafa verið
meiri, ef eitthvað er, en í nóvember í
fyrra, þrátt fyrir að verslun hafi þá
að hluta færst til útlanda með tíðari
ferðalögum en haustið 2020. En
miklar annir eru í netsölu á Íslandi í
nóvember. Þá ekki síst á degi ein-
hleypra, svörtum föstudegi og staf-
rænum mánudegi.
Krafa um skjóta þjónustu
Spurð um strauma í netsölunni
bendir Thelma á vaxandi kröfu um
að fá vöruna afhenta strax. Við því
hafi Heimkaup brugðist með því að
auka afkastagetuna.
„Við erum enn að ráða starfsfólk
út af vaxandi eftirspurn. Það er til
dæmis mikil aukning í matvörunni
og kemur þar bæði til aukin eftir-
spurn um jólin og að margir eru nú
lokaðir inni [út af faraldrinum]. Sala
á matvörum jókst mikið í faraldrin-
um og komu þá inn margir nýir við-
skiptavinir sem hafa haldið áfram
viðskiptum við okkur. Við leggjum
mikið upp úr því að halda í okkar við-
skiptavini og að sinna þeim vel,“
segir Thelma og upplýsir aðspurð að
mánudagar og föstudagar séu
annasamastir í matvörunni.
Vegna aukinnar sölu hafi Heim-
kaup fjölgað bílstjórum sem séu nú
hátt í 60 en alls starfi nú um hundrað
manns hjá fyrirtækinu við útkeyrslu,
við að tína til vörur og við vörumót-
töku í vöruhúsinu við Smáratorg.
Stöðugt að bæta þjónustuna
„Við erum í raun að besta þetta
vöruhús á hverjum degi – gera það
skilvirkara og auka afkastagetuna.
Við tínum nú til vörurnar á fleiri
stöðum en áður; skiptum vöruhúsinu
í hólf og tínum til vörurnar í þeim,“
segir Thelma en aðferðafræðin er
þekkt erlendis (e. zone picking).
„Við geymum sendingarnar í til-
teknum hillum, þar með talið kæli-
hillum, og áður en sendingin fer út
fer bílstjórinn lokahring og tekur
saman pantanir á viðeigandi hita-
stigi. Nú er opið lengur en við lent-
um í því í haust að of mikil eftirspurn
hafði áhrif á þjónustuna okkar. Við
réðumst í miklar breytingar á vöru-
húsinu og jukum afkastagetuna með
því að hagræða í ferlum.“
Talsverð aukning í veltu
Thelma upplýsir svo að útlit sé
fyrir metveltu í ár en þær tölur séu
trúnaðarmál að sinni. „Við getum
ekki gefið upp tölur en þetta er tals-
verð aukning,“ segir Thelma.
Heimkaup hafi fundið fyrir vöru-
skorti vegna óbeinna áhrifa farald-
ursins og það meðal annars birst í
því að erfiðara var að fá sjónvörp og
aðrar vörur til Íslands.
En faraldurinn setti strik í að-
fangakeðjur víða um heim.
Metsala á netinu hjá Heimkaup
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnandi Telma Björk Wilson er framkvæmdastjóri hjá Heimkaup. Hún segir góða stígandi í sölunni.
- Netverslunin nú með um hundrað starfsmenn - Verið er að ráða fleira starfsfólk þessa dagana
- Vöruhúsið var endurskipulagt í haust en eftirspurnin var þá umfram afkastagetuna - Metvelta í ár
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmda-
stjóri Krónunnar, segir fyrirtækið hafa
sett met í netsölu um jólin í gegnum
snjallverslun Krónunnar.
„Það var holskefla sem reið yfir en
það átti líklega enginn von á að þetta
ástand myndi skapast svona skjótt í
samfélaginu og margir nýta sér þá
heimsendingarþjónustuna eða sækja
pöntun í verslun. Þetta hafa verið
stærstu dagar okkar frá upphafi
Krónunnar,“ segir Ásta Sigríður um jólasöluna. Hún
segir aðspurð að netsala á matvöru sé komin til að
vera. „Veiran hefur breytt kauphegðun og þjónustuþörf
viðskiptavina. Verðsamanburður er sömuleiðis auðveld-
ari með netverslun og eykur enn á samkeppnina. Sam-
spil tækni og þjónustu er það sem mun skipta sköpum
til að skara fram úr á þessum markaði. Snjallverslun
Krónunnar er í appi [smáforriti] sem stendur en við er-
um að fara með hana á vefinn í byrjun árs og munum
þá auka enn við þjónustu í heimsendingum,“ segir
Ásta Sigríður. Mestur þungi sé í netversluninni hjá
Krónunni fyrri hluta vikunnar, öfugt við söluna í Krónu-
búðunum sjálfum.
Þá bendir hún á að samkvæmt nýrri skýrslu ráð-
gjafarfyrirtækisins McKinsey hafi netverslun með mat-
vöru aukist mest í faraldrinum, í samanburði við aðra
netsölu, og hafi tvöfaldast í Evrópu.
Sölumet hjá Krónunni um jólin
NETVERSLUN MEÐ MAT Í EVRÓPU HEFUR TVÖFALDAST Í ÁR
Ásta Sigríður
Fjeldsted
Gengi hlutabréfa Icelandair stendur
nú í 1,75 kr. á hlut en var 1,69 kr.
daginn áður en Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin gaf nýju afbrigði kórónu-
veirunnar heitið Ómíkron þann 26.
nóvember síðastliðinn. Á þeim tíma
greip mikill ótti um sig víða um heim
vegna afbrigðisins og sagði í fyrstu
frétt Morgunblaðsins sem um það
fjallaði og birtist að morgni 27. nóv-
ember að heilbrigðisyfirvöld um all-
an heim væru uggandi yfir stökk-
breytingu veirunnar. „Er talið að
þetta geti verið skæðasta afbrigði
veirunnar fram að þessu og að það
geti fundið sér leið framhjá áður
áunnu ónæmi við veirunni.“ Ljóst er
að veiran og fréttir af henni hafa
valdið miklum búsifjum hjá flug-
félögum víða um heim og hafa félög á
borð við Lufthansa og Ryanair fellt
niður tugi þúsunda flugferða á næstu
vikum og mánuðum af völdum þess.
Þrátt fyrir þetta virðist gengi ís-
lensku flugfélaganna hafa orðið fyrir
óverulegum áhrifum af völdum nýja
afbrigðisins. Þótt gengi bréfa Ice-
landair hafi hækkað frá því að Ómík-
ron tók að hrella landsbyggðina hef-
ur gengi Play lækkað lítillega.
Stendur nú í 23 en var í 24,9 daginn
áður en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
kom nafni á afbrigðið. Nemur lækk-
unin því 7,6%. Gengi bréfanna er þó
enn hærra en það var í lok október
síðastliðins. ses@mbl.is
Ekki haft áhrif á
gengi flugfélaganna
- Gengi Icelandair hærra en í lok nóv.
Morgunblaðið/Unnur Karen