Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
SPORTÍS
DÚNALOGN
SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
Mevlut Cavusoglu, utanríkis-
ráðherra Tyrklands, hvatti í gær
Rússa til þess að láta af „einhliða“
kröfum sínum gagnvart Atlantshafs-
bandalaginu í Úkraínudeilunni og
leita uppbyggilegri leiða til lausna á
henni.
Hvatti Cavusoglu bæði banda-
lagsríkin og Rússa til þess að ræða
málin á sérstökum fundi í NATO-
Rússlandsráðinu hinn 12. janúar
næstkomandi, en Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri bandalagsins,
lagði þann fund til í fyrradag. Rúss-
ar hafa ekki svarað hvort þeir muni
þekkjast boð Stoltenbergs.
Rússar hafa meðal annars krafist
bindandi loforða frá Atlantshafs-
bandalaginu um að það dragi her-
sveitir sínar frá þeim ríkjum sem
ekki voru aðilar að bandalaginu árið
1997, auk þess sem þeir vilja að
Úkraínu verði meinuð aðild að
bandalaginu um aldur og ævi.
Cavusoglu sagði að til þess að
hægt væri að ganga að slíkum kröf-
um yrðu þær að vera ásættanlegar
fyrir báða aðila. „En kannski vill
NATO svipaðar tryggingar frá
Rússum. Þetta er ekki einhliða
vandamál,“ sagði Cavusoglu í gær.
Sagði hann jafnframt að báðir að-
ilar yrðu að leggja fram tillögur sem
hægt yrði að ganga að. „Ef Rússland
er með einhverjar sérstakar vænt-
ingar eða álitamál gagnvart Tyrk-
landi sem geti dregið úr spennunni á
milli Rússa og bandalagsins, munu
Tyrkir meta það með jákvæðum
augum, því markmið okkar er
skýrt,“ sagði Cavusoglu. „Allir
myndu finna fyrir því, Guð forði því,
ef stríð brýst út í heimshlutanum.“
AFP
Spenna Þessir varaliðsmenn í
Úkraínuher æfðu sig á jóladag.
Rússar láti af
„einhliða“ kröfum
- Tyrkir styðja viðræður við Rússa
Andrzej Duda,
forseti Póllands,
ákvað í gær að
beita neitunar-
valdi sínu á um-
deild lög um fjöl-
miðla, sem
takmörkuðu rétt-
indi fyrirtækja
utan EES til þess
að eiga hlut í
þeim.
Sagði Duda að hann vildi senda
frumvarpið aftur til þingsins til
endurskoðunar, en bæði Evrópu-
sambandið og Bandaríkin höfðu
gagnrýnt efni þess. Þá sögðu
stjórnarandstæðingar að lögunum
væri ætlað að þagga niður í frétta-
stöðinni TVN24, sem er í eigu
bandarískra aðila.
Stjórnvöld sögðu hins vegar að
lögunum væri ætlað að verja pólska
fjölmiðla gegn ríkjum sem mögu-
lega væru fjandsamleg, á borð við
Rússland. Duda sagði að hann væri
samþykkur því markmiði að verja
fjölmiðlana, en að ekki væri hægt
að láta lögin gilda um þau við-
skiptatengsl og fjárfestingasamn-
inga sem þegar væru í gildi.
PÓLLAND
Beitti neitunarvaldi á
fjölmiðlafrumvarpið
Andrzej
Duda
Mohamed Huss-
ein Roble, for-
sætisráðherra
Sómalíu, sakaði í
gær forseta
landsins, Moha-
med Abdulahi
Mohamed, um að
hafa reynt að
ræna völdum í
landinu eftir að
forsetinn, sem
jafnan er kallaður Farmajo, reyndi
að reka Roble úr embætti vegna
meintrar spillingar.
Mikil óvissa ríkir nú í Sómalíu,
þar sem Roble krafðist þess að her
landsins fylgdi skipunum sínum
frekar en Farmajos. Lýsti Banda-
ríkjastjórn yfir þungum áhyggjum
sínum af ástandinu og hvatti allar
fylkingar til að forðast ögranir.
SÓMALÍA
Sakar forsetann um
valdaránstilraun
Mohamed Hussein
Roble
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nokkur ringulreið ríkti á flugvöllum
víða um heim í gær, þar sem hætta
þurfti við um rúmlega 2.500 flug-
ferðir vegna heimsfaraldursins til
viðbótar við þær rúmlega 8.000 flug-
ferðir sem frestuðust yfir alla jóla-
helgina. Var þegar í gær búið að
fresta um 800 flugferðum sem áttu
að vera í dag.
Jólin eru jafnan einn helsti ferða-
tími ársins, en skortur á starfsfólki
neyddi mörg flugfélög til þess að
seinka eða fresta áætlunarferðum
sínum, þar sem ekki var hægt að
manna áhafnir vélanna. Þá var einn-
ig nokkuð um að starfsfólk flugvalla
væri í einangrun eða sóttkví vegna
fjölda smita.
Tilfellum hefur fjölgað gríðarlega
hratt að undanförnu vegna Ómík-
ron-afbrigðisins. Þannig tilkynntu
stjórnvöld í Danmörku og í Frakk-
landi um metfjölda tilfella í gær, og
ræddi Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti við embættismenn sína í
gær um hertar aðgerðir til að
stemma stigu við frekari smitum.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, gaf hins vegar út í gær að
ekki yrði hert á aðgerðum í Eng-
landi fyrir áramótin, og verða því
engar samkomutakmarkanir í gildi
þar á gamlárskvöld, þrátt fyrir að
metfjöldi smita hafi greinst þar á
jóladag. Ekki var þó víst hvort efnt
yrði til hertari aðgerða eftir áramót-
in, en kalla þarf þing saman til þess.
Engin ástæða til ofsahræðslu
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði
í gær að Bandaríkin væru vel í stakk
búin til að takast á við nýjustu bylgj-
una af kórónuveirunni, en hann var-
aði við því að sum sjúkrahús gætu
yfirfyllst af sjúklingum vegna þess
mikla fjölda sem nú er að smitast af
veirunni. Sagði Biden að ástæða
væri til að hafa áhyggjur af Ómík-
ron-afbrigðinu, en engin ástæða til
að fyllast ofsahræðslu vegna þess.
Delaware, Havaí, Massachusetts,
New Jersey og New York-ríki hafa
öll tilkynnt metfjölda nýrra tilfella
undanfarna sjö daga. Ætlar Banda-
ríkjastjórn að bæta aðgengi fólks að
skimun á næstu vikum vegna þessa.
Yfirvöld í Flórída-ríki tilkynntu
jafnframt í gær að þau væru að
fylgjast vel með ferðum tveggja
skemmtiferðaskipa í landhelgi sinni,
þar sem fjöldi smita hefur komið
upp um borð. Var skipunum vísað
frá áfangastöðum sínum í Karíba-
hafi, og var beðið næstu skrefa í
gær.
Ringulreið á flugvöllum
- Hætta þurfti við um 2.500 flugferðir í gær - Metfjöldi tilfella í Danmörku og í
Frakklandi - Biden segir enga ástæðu til að sýna ofsahræðslu vegna Ómíkron
AFP
Jólaös Langar biðraðir einkenndu
flugvelli um helgina vegna Covid.
Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu því
yfir í gær að þjóðarsorg myndi
ríkja í landinu í heila viku vegna
andláts erkibiskupsins Desmonds
Tutu, sem var einn af helstu bar-
áttumönnum gegn aðskilnaðar-
stefnunni á sínum tíma.
Tutu lést annan í jólum, en hann
var níræður að aldri. Cyril Rama-
phosa, forseti Suður-Afríku, heim-
sótti fjölskyldu hans í gær og sagði
að Tutu hefði verið hugrakkur og
hreinskilinn og að Suður-Afríku-
menn hefðu elskað hann, þar sem
hann gaf þeim sem ekki gátu talað
rödd.
Útför Tutu mun fara fram á ný-
ársdag, en þangað til verður hans
minnst með ýmsum hætti. Yfirvöld í
Höfðaborg ákváðu til dæmis að lýsa
upp Borð-fjallið, eitt helsta kenni-
leiti borgarinnar, með fjólubláum
blæ, en fjólublár var einkennislitur
erkibiskupsins.
Vika sorgar
hafin í Suð-
ur-Afríku
AFP