Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 40 ÁRA Eva María er fædd og uppalin í Árbænum og býr þar. Hún er með BS- gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og er framleiðslustjóri hjá fjölskyldufyrirtækinu Eimverki sem framleiðir viskí, gin og brennivín. „Að vera framleiðslustjóri þýðir að maður gerir það sem þarf að gera þann daginn hvort sem það er að þrífa, eima eða fara til útlanda á sýningar,“ segir Eva María. Hún er starfandi skáti og formaður Samtaka íslenskra eimingarhúsa. Áhugamálin eru útivist og að fara í úti- legur. „Það var samt mjög takmarkað sem ég fór í sumar vegna anna í vinnunni. Það var eiginlega ekkert sumarfrí. Aðallega fór ég austur á jörðina sem eigum, Bjálmholt í Holtum, þar sem við framleiðum allt byggið.“ FJÖLSKYLDA Börn Evu Maríu eru Þorleifur Barri, f. 2006, Svava Dröfn, f. 2007, og Steinunn Þöll, f. 2011. Foreldrar Evu Maríu eru Sigríður Jóns- dóttir, f. 1956, aðstoðarleikskólastjóri í Vinagerði, og Sigurbjörn Guðmunds- son, f. 1955, eimari og kornbóndi. Eva María Sigurbjörnsdóttir Ó lafur Hergill Oddsson fæddist 28. desember 1946 á Reykjalundi í Mosfellssveit, fjórði í röð sex systkina. Hann er fyrsta barnið sem fæddist á Reykjalundi og einnig fyrsta ljósu- barn Valgerðar ljósmóður. Ólafur gekk í Brúarlandsskóla og var meðal annars nemandi Klöru Klængsdóttur, þess nafntogaða kennara. „Æskan leið við mikið frjálsræði í faðmi sveitarinnar, þar sem íbúum fjölgaði jafnt og þétt, aðal- lega á Reykjalundi, mest við Vinnu- heimili SÍBS og dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur. Stórir systkinahópar léku sér saman og sló stundum í brýnu milli annars vegar Reykja- lundarkrakkanna og Álafosskrakk- anna. Athafnasvæðið var víðfeðmt og nægt hugmyndaflug, hvort sem stol- ist var á hestbak eða hjólað í leyfis- leysi til Reykjavíkur.“ Á sumrin var Ólafur í sveit bæði á Völlum á Kjal- arnesi og á Fjalli á Skeiðum. Að loknu barnaprófi lá leiðin norð- ur í Menntaskólann á Akureyri í landspróf. Þar lauk Ólafur stúdents- prófi árið 1965. Hann fór eitt ár sem skiptinemi á vegum AFS til Detroit í Michigan, en hóf nám í læknadeild HÍ árið 1965. Síðar á námsárunum vann Ólafur við Hitaveitu Reykjavíkur og í Síldarverksmiðju ríkisins á Vopna- firði. Embættisprófi í læknisfræði lauk Ólafur árið 1972. Síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem kandídatsárið var tekið. Ólafur hefur búið með fjöl- skyldu sinni síðan þá á Akureyri, ef undan eru skilin námsár í Svíþjóð, Kanada og Noregi. Samtals gaf sér- námið gráður í heimilis- og embættis- lækningum ásamt geðlækningum. Lengst af var Ólafur heimilis- læknir á Akureyri og héraðslæknir Norðurlands eystra. Síðustu árin var hann geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ólafur hefur skrifað marg- ar greinar í blöð og tímarit. Hann kenndi einnig hjúkrunarnemum við Háskólann á Akureyri fyrsta ára- tuginn sem skólinn starfaði. Ólafur hefur sinnt ótal mörgum hugðarefnum og áhugamálum. Mikl- um tíma varði hann við byggingu laxastiga og ræktun Selár og Langár með fjölskyldu sinni ásamt veiðum og útivist í Vopnafirði, Borgarfirði og síðar Þistilfirði. Einnig fór hann oft suður með sjó með fjölskyldunni. „Eftirminnilegar eru ferðir til að rækta kartöflur í heitum sandinum og heimsóknir til Ketils frænda í Höfnunum.“ Ólafur söng í Stúdenta- kórnum og greip sjálfur í gítar og söng áður fyrr. „Ekki þótti mér síður gaman að taka lagið heima í stofu með barnabörnunum.“ Ólafur Hergill Oddsson læknir – 75 ára Afinn Ólafur að syngja og spila með barnabörnunum á Háafelli í Dölum. Sá fyrsti sem fæðist á Reykjalundi Hjónin Ólafur viðrar frúna í garðinum í Oddeyrargötunni þar sem þau bjuggu í rúm fjörutíu ár, oft við mikið fannfergi. Héraðslæknirinn Ólafur. Við Hækk um í gleð inni Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Samtal við ættingja, nágranna eða fjölskyldu hefur jákvæð áhrif á þig. Kannski bankar ástin upp á á nýja árinu. Vertu viðbúin/n. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er óþarfi að taka allt persónu- lega sem sagt er í hita leiksins. Lærðu af reynslunni og haltu svo ótrauð/ur áfram, því þín bíða mörg skemmtileg verkefni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Tvær manneskjur sem þú elskar eru ósáttar hvor með aðra, þú getur lítið gert í því. Taktu af skarið í bílakaupum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Sýndu varfærni á öllum sviðum, ekki síst í peningamálunum, því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mis- tök á því sviði. Þú vekur athygli fyrir flottan stíl. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Vertu ekkert að hafa áhyggjur af morgun- deginum, hann mun sjá um sig sjálfur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vísaðu fólki kurteislega frá þér þeg- ar þér finnst það vera orðið yfirþyrmandi og of frekt á þig. Einhver kemur þér á óvart. 23. sept. - 22. okt. k Vog Passaðu hornin í dag, þau gætu stung- ist í fólk sem þau ættu ekki að gera. Börn gera daginn skemmtilegri. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú vilt endilega breyta rétt svo þú þarft að skoða allar hliðar málsins. Mundu að mannorðið er meira virði en ver- aldlegar eignir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nú er tíminn til að leggja niður vopnin og hlæja vel og lengi. Næsta ár verður þú meira og minna á ferð og flugi. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt ástarsamband er að ræða. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum/sjálfri þér þótt aðrir kalli á athygli þína. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú getur gefið ungum ein- staklingi góða gjöf með því að kenna hon- um þolinmæði og sjálfsaga. Góður undir- búningur tryggir góða útkomu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Enn þarf að hnýta nokkra lausa enda varðandi fasteignir og önnur verð- mæti sem þú deilir með öðrum. Ekki eyða um efni fram. Til hamingju með daginn Bolungarvík Dagur Sölvi Tómasson fæddist 7. febrúar 2021 kl. 4.54 á Landspítalanum við Hringbraut. Hann vó 3.530 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Tómas Rúnar Sölva- son og Rebekka Líf Karlsdóttir. Syst- ur hans eru Birna Björk Tómasdóttir og Gabriela Guðlaug Tómasdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.