Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 i | w . e. r t f r n n h v r e Í Tækniháskóla ETH í Zürich var kennt að líf borga byggðist á fram- leiðslu og greiðum samgöngum fyrir alla (gangandi, hjólandi, bíla og almennings- samgöngur). Á fyrri hluta náms var umferð talin á svæðum sem áttu það til að stíflast. Niður- stöður voru notaðar til að skoða lausnir til minnkunar tafatíma og minni eldsneytiseyðslu. Sporvagnar komu eftir að Zü- rich var byggð og eru nú um alla Zürich í miðri götu. Í úthverfi og til nágrannabæja ganga strætis- vagnar á sömu akreinum og bílar. Sumstaðar hefur þeim verið skipt út fyrir lest í öðrum vegkanti líkt og létta borgarlínan. Sporvagnakerfið er fullkomið en getur verið hættulegt fyrir fót- gangandi. Í fyrirlestri sagði pró- fessorinn að í Zürich væru tvenns konar fótgangandi; „Die schnellen und die toten“, þeir fljótu og þeir dauðu, og átti þá við stoppistöðvar á miðju vegstæði og gatnamót eins og geta orðið á rauða dregli borg- arlínunnar. Eftir að ég fór að vinna eign- aðist ég bíl og sá hvílík snilld stofnbrautirnar eru með tengingu útjaðra við miðborgina og aðra borgarhluta. Á daginn er umferð stofnbrauta mest tengd atvinnu- starfsemi en á kvöld- in mest notuð af einkabílum. Ég kynntist vel samgöngum í Zürich áður en við fluttum heim og hef sam- anburðinn. Í Sviss er skipulagið unnið af fagmönnum. Hér virðist ekki krafist sérþekkingar á skipulags- málum til að geta orðið skipulags- stjóri. Fyrsta sem ég tók eftir voru hættulegar tengingar við stofn- brautir, sem væri bannað í Sviss, en hér virðist komin hefð á þrátt fyrir stöðug slys. Ég lenti líka oft í röð bíla sem stoppuðu í hvert skipti sem strætó stoppaði á miðri akrein. Frá stúdentagörðum HÍ er bílaröðin oft yfir Melatorg og langleiðina að elliheimilinu Grund. Við Hofsvallagötu var þrengt að bílum þegar ein akrein var tekin undir blómaker og fuglabúr. Grensásvegur var skemmdur til að lækka hraðann í íbúðargötu. Háaleitisbraut er nú skemmd á sama hátt og Grensásvegur. Þar eru steypuklossar settir á miðja götu til hraðahindrunar. Þeir sjást illa í myrkri og skemma bíla. Út um allt er bílastæðum fækk- að í þeim tilgangi að hindra íbúana í að nota bíla sína. Þeir skulu taka strætó eigi þeir erindi í miðbæinn, þar sem bílaleigum eru leigð stæði, sem langtímum standa auð engum til gagns. Bústaðavegur er nú skemmdur sem stofnbraut með byggingu rað- húss á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar. Áfram til aust- urs koma íbúðarblokkir á miðjum Bústaðavegi, eins og kynnt hefur verið. Á hinum endanum við Sprengisand eru framkvæmdir við hringtorg. Þar hefur mislægum gatnamótum oft verið lofað. Allt svikið. Allt eru þetta smámál miðað við byggingar á varaflugbraut og flutning flugvallar á stað sem ekki er búið að finna. Nýr flugvöllur kostar 150-200 milljarða og borg- arlína gæti kostað 100 milljarða. Þetta er í viðbót við Covid- kuldirnar. Ætli sé ekki best að stjórnvöld spyrni við fótum áður en Samfylkingin setur ríkissjóð á hausinn eins og borgina. Áður en lengra er haldið verður að svara: Hvað kostar borgarlína, hver borgar og mun kerfið virka? Ætla Dagur og ráðgjafar hans að axla ábyrgð gangi dæmið ekki upp? Sagnfræðingur var yfir skipu- laginu þegar ég tók eftir því sem lýst er hér að ofan. Sá sagðist ekki sjá neinn tilgang í að leggja vegi. Þeir fylltust bara af bílum. Þeirri sem tók við af sagnfræð- ingnum hefur greinilega verið inn- rætt að einkabíllinn sé óvinur númer 1. Hvar svo sem hún lærði. Það sýna verk hennar þann stutta tíma sem hún var skipulagsstjóri. Nú er kominn nýr maður yfir skipulagið. Ekki veit ég hvaða fag- þekkingu hann hefur á borgar- skipulagi. Hann hefur lagt sig all- an fram við að finna lóðir í húsagörðum smáíbúðahverfis og fjögurra hæða blokkir í Háaleit- ishverfi sem hægt væri að byggja ofan á. Maður veltir fyrir sér hverjum datt í hug þessi ósköp til að halda rekstri borgarinnar gangandi með sölu lóða í grónum hverfum án mikils innviðakostnaðar. Rétt er að benda á að þetta er takmörkuð óafturkræf auðlind. Maður hefur á tilfinningunni að á bak við þá sem kynna tillög- urnar séu bisnessarkitektar. Þeirra hlutverk er að hámarka hagnað borgar og verktaka. Úr verður sjálftaka, sem sprengir upp íbúðaverð svo ungt fólk flýr borg- ina. Nýjustu skipulagstillögur með byggingu blokka og þrengingu stofnbrauta sýna að með borg- arlínu skal bílum útrýmt úr borg- inni. Tilgangurinn helgar greini- lega meðalið. Helför er réttnefni á gjörningnum. RÚV kynnir stöðugt hina nýju Reykjavík og höfundinn Dag líkt og kynning Guðna var áður en hann bauð sig fram til forseta. Þeir sem hafa skipulagt vöru- flæði í verksmiðjum vita að lengd gangs er tíminn sem tekur að fara eftir honum og ekki lengd hans í metrum. Sama gildir um stofn- brautir. Þrenging að þeim dregur úr flutningsgetu. Sama er að segja um hringtorg í stað mislægra gatnamóta t.d. við Sprengisand og víðar. Með byggingu á svokölluðum þéttingarsvæðum lengist leiðin heim til þeirra sem búa austan Elliðaáa. Hin nýja Reykjavík þrýstir Árbæjar- og Breiðholts- hverfi upp á Sandskeið. Íbúar þessara hverfa búa við það sem skipulagið kallar bílaborg. Eftir Sigurð Oddsson »Hin nýja Reykjavík þrýstir Árbæjar- og Breiðholtshverfi upp á Sandskeið. Íbúar þess- ara hverfa búa við það sem skipulagið kallar bílaborg. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Borgarlínan og helförin að einkabílnum Talsvert hefur borið á því á und- anförnum árum að ýmsir segjast annaðhvort sáttir eða ósáttir með hitt eða þetta í stað þess að segjast sáttir eða ósáttir við það. Líkleg skýring á orðalaginu er sú að fólk er gjarnan ánægt eða óánægt með eitthvað sem er hliðstætt orða- lag og að þetta tvennt hafi þannig einfaldlega blandast saman. Væntanlega dettur fáum ef ein- hverjum í hug að segjast geta sætt sig með eitthvað. Talsvert annað mál er hins vegar vitanlega að geta sætt sig við eitthvað. Að sætta sig með eitthvað? Eftir Hjört J. Guðmundsson Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er sagnfræðingur og al- þjóðastjórnmálafræðingur. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.