Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 8
Greifi keypti af Bubba og Hrafnhildi
Poppkóngur Íslands, Bubbi Morthens, og ástin hans og við-
skiptafræðingurinn Hrafnhildur Hafsteinsdóttir festu kaup á
fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Það þótti fréttnæmt því
hjónin hafa búið við Meðalfellsvatn í Kjós í meira en áratug.
Húsið sem Bubbi og Hrafnhildur keyptu er 293 fm að stærð og
afar falleg. Síðan þau fluttu inn hafa staðið yfir nokkrar fram-
kvæmdir sem Bubbi hefur sýnt aðdáendum sínum í gegnum
Facebook.
Það sem þótti næstfréttnæmast í þessum fasteignabransa
var að Gunnar Hrafn Gunnarsson úr hljómsveitinni
Greifunum keypti hús Hrafnhildar og Bubba í
Kjósinni. Hann og eiginkona hans, Guðrún Árna-
dóttir, keyptu húsið saman. Það væsir væntan-
lega ekki um Gunnar og Guðrúnu í húsinu enda
einstök náttúrufegurð þarna í Kjósinni og mik-
il friðsæld.
Hafdís borgaði
150 milljónir
Í byrjun janúar var sagt frá því að
Hafdís Jónsdóttir eigandi World
Class hefði fest kaup á 150 milljóna
króna íbúð í Skuggahverfinu. Kaup-
in fóru reyndar fram í október 2020
og er íbúðin 182 fm að stærð. Hafdís
hefur ekki búið í íbúðinni heldur
dóttir hennar, áhrifavaldurinn og eig-
andi Bankastræti Club, Birgitta Líf
Björnsdóttir.
Haraldur keypti glæsiíbúð
Haraldur Ingi Þorleifsson var töluvert í fréttum á árinu,
en þó ekki bara fyrir það að hafa sett lóð sitt á vogarskál-
arnar til að gera Reykjavík hjólastólavænni. Hann flutti
líka á árinu en það komst í fréttir þegar hann festi kaup á
326 fm íbúð sem hann keypti af Karli Steingrímssyni
sem oft er kallaður Kalli í Pelsnum. Íbúðin er við
Tryggvagötu og einstök útsýnis- og hönnunaríbúð sem
státar af miklum íburði. Félagið Unnarstígur ehf er
skráð fyrir íbúðinni en það félag er í eigu Haraldar.
Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno 2014 eb æu
byrjun árs var það selt til Twitter.
Fræga fólkið keypti
og seldi á árinu
Það var mikið að gera á fasteignamarkaðnum á árinu. Fólk keypti og seldi eins og enginn væri morgundagurinn enda
voru vextir í sögulegu lágmarki eða þangað til Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór að hækka og hækka stýrivexti.
Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is
Hrafnhildur
Hafsteinsdóttir og
Bubbi Morthens.
Gunnar Hrafn í Greifunum keypti
húsið af Bubba Morthens og
Hrafnhildi Hafsteinsdóttur.
Gunnar Hrafn er
í hljómsveitinni
Greifunum. Þessi
mynd var tekin
um svipað leyti
og fólk fór að geta
horft á sjónvarp á
fimmtudögum.
Bubbi Morthens og Hrafnhildur keyptu
glæsilegt hús á Seltjarnarnesi.
Hafdís Jóns-
dóttir festi
kaup á 150
milljóna
glæsi-
íbúð.
Haraldur festi kaup á
lúxusíbúð í þessu húsi.
Haraldur Ingi
Þorleifsson
festi kaup á
íbúð Kalla í
Pelsinum.
5 SJÁ SÍÐU 10
Hafdís Jónsdóttir keypti
íbúð við Vatnsstíg.
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021