Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 10
Guðbjörg keypti lúxusíbúð!
Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndagerðarmaður
og eiginkona Ottós Guðjónssonar lýtalæknis
festi kaup á glæsilegri íbúð við Austurhöfn
í Reykjavík. Íbúðirnar við Austurhöfn
þykja afar glæsilegar en hægt hefur
gengið að selja þær vegna verðsins. Þær
þykja dýrar á íslenskan mælikvarða þótt
þær séu ekki dýrar ef miðað er við íbúðir
í hjarta erlendra stórborga. Nokkuð áður
en fréttir bárust af því að Guðbjörg hefði
keypt íbúðina þá setti hún hús þeirra
hjóna við Ægisíðu á sölu. Um er að
ræða Sigvaldahús sem hefur verið
hugsað vel um í gegnum tíðina.
Heimili Guðbjargar og Ottós
hafa verið eftirsótt og birst
hafa myndir af þeim í erlend-
um hönnunartímaritum. Í
október festi Björk Guð-
mundsdóttir kaup á húsinu
og borgaði fyrir það 420
milljónir. Sjálf býr hún við
Ægisíðu og liggur ekki
fyrir hvort það hús fari á
sölu eða ekki. 2022 mun
leiða það í ljós!
Björk Guðmundsdóttir hefur fest kaup
á húsinu við Ægisíðu sem áður var í
eigu Guðbjargar Sigurðardóttur.
Eiður og Ragnhildur
seldu í Fossvogi
Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi
eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir,
settu einbýlishús sitt við Haðaland í
Fossvogi á sölu. Það þótt fréttnæmt
enda húsið staðsett á besta stað í Foss-
vogi, alveg við dalinn. Eiður Smári
hafði búið í húsinu eftir að leiðir
hjónanna skildi. Hjónin voru saman í
23 ár en fóru sitt í hvora áttina 2017.
Hönnunarparadís
við Þingvallavatn
Svo var það sumarhúsið við Þingvallavatn
sem vakti heimsathygli eftir að umfjöllun um
húsið birtist í danska húsbúnartímaritinu Bo Bedre.
Arkitektarnir Kristján Eggertsson og Kristján Örn Kjart-
ansson hjá arkitektastofunni KRADS hönnuðu húsið. Eigendur
hússins eru tónlistarhjónin Tina Dickow og Helgi Hrafn Jóns-
son.
„Ég vissi það ein-
hvern veg-inn strax og
við þurftum ekki einu
sinni að taka þá um-
ræðu formlega hvar
við ætluðum að búa.
Hér fann ég einhvern
frið og leið betur í eig-
in skinni en mér hafði liðið í mörg ár. Það voru fylgifiskar þess
að vera frægur í Danmörku sem mér fannst erfitt að búa við. Ís-
land hef-ur haft mikil áhrif á mig sem manneskju og einnig í
starfi. Mér finnst ég vera afkastameiri hér, það er meiri friður.
Og það er eitthvað hér í náttúrunni sem hefur sett allt í sam-
hengi fyrir mér, það er hærra til himins og meira rými fyrir
hugsanir. Kannski er það af því að hér eru fá tré, augun rata
auðveldlega hátt til himins því ekkert skyggir á og maður fylg-
ist ekki með trjánum fella laufin – það sem þú sérð, það verður
hér áfram þótt það sé stutt í dramatíkina undir yfirborðinu. Ís-
land hefur sett þetta tilviljanakennda í lífi mínu í samhengi við
það sem er stærra,“ sagði Tina í viðtali við Sunnudagsmoggann
árið 2015.
Hús bestu riffilskyttu
landsins vakti athygli!
Í febrúar greindi Smartland frá því
að parhús nokkurt við Skólagerði í
Kópavogi væri komið á sölu. Húsið
vakti athygi því þótt það væri
bara rúmlega fimmtugt var
ásjóna þess frekar slök. Húsið
var byggt af einni helstu riff-
ilskyttu landsins, Carls Johans
Eiríkssonar heitins. Eftir hans
dag var húsið selt. Þótt húsið væri
204 fm að stærð þá var ásett verð
eingöngu 38,5 milljónir sem þykir
ekki mikill penginur fyrir parhús í
Kópavogi.
Ragnhildur
Sveinsdóttir.
Í húsinu er ekki verið að veggfóðra með glannalegu vegg-
fóðri eða skreyta það með glansandi húsgögnum, panda-
marmara og brassi heldur fær mínimalisminn að njóta sín.
Carl Johan
Eiríksson var
þekkt riffilskytta.
Þetta glæsilega hús
við Þingvallavatn
prýddi forsíðu Bo
Bedre og vakti
mikla athygli.
Eiður Smári og Ragnhildur
seldu einbýlishús sitt við
Haðaland í Fossvogi.
Björk Guðmundsdóttir
býr nú í öðru húsi
við Ægisíðu og því
verður ekki langt að
flytja dótið.
Guðbjörg Sigurðadóttir
kvikmyndaframleiðandi
keypti lúxusíbúð við
Austurhöfn.
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021