Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 33
Slá ársins!
Ullarsláin frá sænska lúxusmerk-
inu Stenström sem selt er Hjá
Hrafnhildi var vinsæl í ár og í fyrra.
Alma Möller gerði slána vinsæla þegar
hún klæddist henni reglulega á upplýs-
ingafundum vegna veirunnar. Það voru
fleiri leiðtogar að vinna með þessa ullarslá
því Halla Tómasdóttir, sem eitt sinn fór í
forsetaframboð, og Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir alþingismaður
sáust í sömu slá.
Djammtoppurinn var
með endurkomu!
Fyrir um 20 árum áttu allir djamm-
topp sem notaður var við Diesel-
gallabuxur. Síðan djammtopp-
urinn var jarðaður hefur hann
átt erfitt uppdráttar en reis
upp á árinu. Hann var sér-
lega vinsæll á Bankastræti
Club og ekki þótti verra ef
það var bert á milli.
Gleraugu ársins!
Stór og mikil gleraugu voru áberandi
á árinu sem er að líða. Ýmist var fólk
með stórar plastumgjarðir eða gyllt
stór gleraugu í anda áttunda áratug-
arins. Kristín Jónsdóttir náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands
var áberandi í fréttum á árinu þegar
það fór að gjósa í Reykjanesskaga.
Til að byrja með var hún eins og
steríótýpa af vísinda-
manni, frekar litlaus, en
þegar leið á var eins og
hún hefði ráðið sér
einkastílista. Hún varð
fínni og fínni með hverj-
um deginum sem leið og
fréttum af henni fjölgaði.
Það voru ekki bara nokk-
ur ný gleraugu sem bætt-
ust í safnið heldur nýir kjól-
ar og ný hárgreiðsla. Þegar
kastljósið beindist að nýju
gleraugunum hennar varð
hún ekkert ánægð og sagði
að hún vildi láta meta sig
eftir hæfni í starfi.
Dýr merkjavara!
Velmegunin var töluvert sýnileg hjá
ákveðnum hópi. Þau merki sem voru mest
áberandi á árinu voru Gucci, Fendi,
Burberry og Dior. Kærustuparið
Guðmundur Birkir Pálmason kíróp-
raktor og Lína Birgitta Sigurð-
ardóttir áhrifavaldur sáust helst
ekki öðruvísi en í vel „lógóuðum“
fatnaði og var Gucci þar of-
arlega á blaði. Þau eru til
dæmis mjög hrifin af beige-
litnum og eins og sást glögg-
lega á Smartlandi þetta árið
voru þau svolítið að skiptast á
fötum eins og góð kærustupör
gera. Birgitta Líf var á sama
vagni þetta árið og líka Sunneva Eir
Einarsdóttir.
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 33
Michelle
Obama í vín-
rauðum út-
víðum buxum,
vínrauðri
peysu og vín-
rauðri kápu.
Allt í stíl!
Michelle Obama var
áberandi flottust þegar
hún klæddist síðum vín-
rauðum buxum, vínrauðri
peysu og vínrauðri kápu í
Washington fyrr á árinu.
Þetta var svolítið það sem
fólk var að vinna með á
árinu. Að vera í öllu sam-
litu en reyna eftir fremsta
megni að vera ekki í svörtu
var málið 2021.
Tara Sif,
Gullý og
Telma
Fanney
mættu í
sínum
einstöku
djamm-
toppum
á Banka-
stræti Club.
Jóhanna Helga Jensdóttir
og Sunneva Eir Einarsdóttir í
djammtoppum á Bankastræti Club.
Hafdís Jónsdóttir og Birgitta
Líf Björnsdóttir eru mikið fyrir
merkjavörur og hafa á árinu
skiptst á að klæðast jakkanum
sem Hafdís er í á myndinni.
Ásdís Halla Bragadóttir í samlitu frá toppi til
táar líkt og Michelle Obama fyrr á árinu. Hún
var bara að vinna með annan lit.
Halla Tómasdóttir
mætti eins og Alma
Möller í sjónvarpsþátt.
Alma Möller
veitti kven-
peningi land-
ins innblástur
þegar kom að
fatastíl enda
alltaf sérlega
smart til fara.
Kristín Jóns-
dóttir eftir að
búið var að
stílisera hana.
Sláin frá Stenström var
vinsæl á árinu. Hún
fæst Hjá Hrafnhildi.
Helga Margrét
Agnarsdóttir er
hér í bleikum pallí-
ettukjól en slíkir
kjólar voru mjög
vinsælir á árinu.
Eliza Reid var í samlitu
dressi frá Eygló.
Ralph Lauren-jakkar
með lógói voru mjög
vinsælir á árinu. Þessi
hefur verið fáanlegur í
Mathilda í Kringlunni.
Erna og Guðrún
Sörtveit í ljósum
stórum kápum en
slíkar kápur voru
mjög áberandi
á árinu.
Gummi kíró og
Lína Birgitta
sáust ekki
öðruvísi en í
merkjavöru.
Hér eru þau í
Gucci-fötum en
hann er með
veski frá Dior
en hún er með
veski frá Cha-
nel.