Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 27

Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 27 ekki bara fyrir útlit heimilisins heldur líka fyrir budduna því stykkið kostar í kringum 5.000 krónur. Veggljós ársins! Veggljós voru mjög vinsæl á árinu, sérstaklega ljós úr gleri, sem gerði heimilið konungborið. Það kemur kannski ekki á óvart að Sol- klint-ljósið frá IKEA sé ein söluhæsta vara ársins hjá fyrirtækinu. Kerti ársins! Það var enginn maður með mönnum nema eiga snúin kerti. Þessi kerti fást í verslunum víða um land en þeir sem höfðu ekki tækifæri til að kaupa þau voru jafnvel að snúa hefðbundin kerti yfir vatnsbaði. Plöntur! Ef það var eitthvað sem var áberandi á heimilum landsmanna þá voru það plöntur. Plönturnar voru í öllum stærðum og gerðum. Monsteran var sterk allt árið ásamt pálmatrjám og bananaplöntum en svo fór að bera á fleiri tegundum. Fólk með slökustu grænu fingur lands- ins náði að halda lífi í plöntum heimilisins, sem þykir mikið afrek. Glös ársins! Það var enginn maður með mönnum nema eiga allavega tvö kristalsglös frá Fredrik Bagger. Glösin koma í nokkrum litum og í nokkrum mismunandi útfærslum. Það klingir fallega í þeim þegar skálað er. Þessi fallegu glös fást á nokkrum stöðum eins og til dæmis í Epal og Snúrunni. Motta ársins! Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrirtækið Cromwell Rugs auglýsti „krísu-útrýmingarsölu“ á mottum í Morg- unblaðinu. Miðað við hvað vel gekk að selja motturnar ætti ann- að hvert heimili á landinu að státa af persnesku teppi. Ljósmynd/Guðfinna Magg Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Þessi mynd er tekin í raðhúsi í Fossvogi sem er lýsandi fyr- ir heimilistískuna þetta árið. Þar má sjá fiskibeinaparket, dökkar innréttingar úr eik og lituð blöndunartæki. Viðurinn í loftunum er einnig lýsandi fyrir tískusrauma nútímans. Terrazzo-flísar voru mjög vinsælar á árinu. Hér sést hvað þær eru fallegar við bleika veggi og brass. Mávastellið fer vel við hin klassísku Iittala-glös og kristalsglösin frá Fredrik Bagger sem fást bæði í Epal og Snúrunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg PH-ljósið úr Epal var arfavinsælt og líka frönsku kaffihúsastólarnir. Þetta tvennt passaði vel við plöntur og listaverk. Fiskibeinaparket, felligluggatjöld, Eames- stólar og glerborð úr Casa eru dæmi um hluti sem nutu vinsælda á árinu. Hringlaga speglar, grá- grænir veggir og bast- húsgögn áttu upp á pall- borðið hjá landanum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Solklint-ljós frá IKEA er ljós ársins. Það seldist og seldist eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrr á árinu opnaði Alma Sigurðardóttir heimili sitt. Hér má sjá ný og gömul húsgögn í bland við plöntur og fallega skrautmuni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ragna Sif á mjög lekkert heimili. Hér má sjá myndavegg í stofunni sem fer vel við falleg húsgögn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðmundur Óskarsson á hlýlegt heimili. Hér má sjá loftljós eftir Verner Panton.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.