Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021
FRÉTTIR VIKUNNAR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Allur ágóði af sölunni rennur til starfs í
þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Sölutímabil er
2.— 16. desember
jolaoroinn.is
N
ý ríkisstjórn var loks mynd-
uð í landinu, meira en
tveimur mánuðum eftir
kosningar. Að venju hófust kreist-
ingslegar tilraunir til þess að finna
henni nafn (líkt og þau séu nokkru
sinni notuð) og virðist Aðventustjórn-
in hafa fengið mestan hljómgrunn.
Í hinni endurnýjuðu ríkisstjórn var
talsvert hróflað við verkefnum á
milli ráðuneyta og sumum ráðu-
neytum gefin ný nöfn, svo mjög að í
stjórnarráðinu virtist enginn fylli-
lega vita hvað væri hvar, matvæla-
ráðuneytið týndist á leiðinni frá
Kjarvalsstöðum til Bessastaða og
um skeið virtist endurvinnsluráðu-
neytið hafa tekið við menningar-
málum.
Tveir nýir ráðherrar settust við rík-
isstjórnarborðið, þeir Willum Þór
Þórsson heilbrigðisráðherra og Jón
Gunnarsson innanríkisráðherra, en
við embætti hins síðarnefnda mun
Guðrún Hafsteinsdóttir taka ekki
síðar en eftir 18 mánuði. Þá var ein-
ing um að Birgir Ármannsson yrði
kjörinn forseti Alþingis.
Aðalmarkmið langs stjórnarsátt-
mála var að endurreisa þyrfti efna-
hag þjóðarinnar og fjárhag ríkisins
eftir að kórónuveiran hættir að
kreppa að. Það á að gera með hag-
vexti, það á að vaxa til velsældar,
eins og þar stóð.
Mikil hátíð neysluþjóðfélagsins stóð
yfir um liðna helgi og fram í vikuna,
þar sem á gekk með myrkum föss-
ara og rafrænum mánudegi. Að
sögn Breka Karlssonar neyt-
endafrömuðar var þó ekki einhlítt að
öll vara bæri raunverulegan afslátt.
Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli
voru tendruð og jólin ljóslega að
koma eftir allt saman.
. . .
Snjó kyngdi niður á höfuðborgar-
svæðinu, en í borginni var einhver bið
á heflum og saltdreifingu, svo miklar
tafir urðu á umferð, enda víða hált og
fólk á misvel búnum bílum.
Ráðherrar skiptust sumir á lyklum
og færðu hver öðrum blóm þegar
ljósmyndarar fjölmiðla voru komnir.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra sat hins vegar sem fastast
á sínum kontór með sömu lykla, en
keypti sér jólarós í tilefni dagsins.
Ráðherrar tjáðu sig sumir um út-
færslur á efni stjórnarsáttmálans,
sem um sumt er nokkuð loðinn. Þar
á meðal kom fram hjá Lilju Alfreðs-
dóttur að endurgreiðsla skatta
vegna kvikmyndaframleiðslu myndi
hækka verulega og landið þannig
keppa við Írland og Spán um hylli
kvikmyndaframleiðenda.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins
fagnaði stefnu ríkisstjórnarinnar um
eflingu Samkeppniseftirlitsins, en
virðist ekki hafa áttað sig á því að
um leið stendur til að sameina það
Neytendastofu, svo forstjórastóll
hans verður auglýstur laus til um-
sóknar.
Grímseyingar ætla að reisa nýja
kirkju á næsta ári í stað þeirrar,
sem brann til kaldra kola í haust.
Fjársöfnun fyrir byggingunni hefur
gengið vel og búið að gera útlits-
teikningar, en nýja kirkjan á að vera
með gamla laginu.
Ekki stendur til að setja upp gang-
brautarljós í Reykjavík yfir götur,
þar sem fyrirhugað er að borgar-
línan liggi í fyllingu tímans.
. . .
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra lagði fram fjárlagafrumvarp
fyrir árið 2022, en þar er gert ráð
fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs
verði 55 milljörðum króna minni en
upphaflega var óttast. Hann verður
samt rúmir 168 milljarðar króna.
Vonir standa til að tekjur ríkissjóðs
aukist ef hagvöxtur tekur vel við
sér. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
því að hann reynist 5,3% á næsta
ári.
Laun hjá ríkinu hafa hækkað tals-
vert undanfarin misseri. Heildar-
laun ríkisstarfsmanna eru nú 912
þúsund krónur á mánuði að meðal-
tali. Laun starfsmanna sveitarfélaga
hafa þó ekki síður hækkað, nokkuð
umfram lífskjarasamninga og meira
en hjá ríki eða á almennum vinnu-
markaði.
Sama dag fengu heimilin í landinu
þær fregnir að mjólkurfernan
myndi hækka í verði og kosta 176
krónur. Skýringin liggur í verð-
hækkunum á aðföngum kúabúa,
auknum vinnslukostnaði og launa-
hækkunum nú um áramót.
Ekki er nóg með að loðna sé nú um
allan sjó, heldur eru uppi vonir um
sterka loðnuvertíð að ári.
Óskað hefur verið heimildar Alþing-
is fyrir kaupum ríkisins á húsbygg-
ingum Hótels Sögu, sem ætlað er
að Háskóli Íslands taki þá í notkun.
Forseti Íslands er enn að veita út-
flutningsverðlaun, en þau fékk að
þessu sinni fyrirtækið Controlant.
Við sama tækifæri var leikstjórinn
Baltasar Kormákur heiðraður fyrir
störf sín á erlendri grundu.
Tryggingafélagið Sjóvá veitti
Landsbjörg ríflega 142 milljóna
styrk til smíði þriggja björgunar-
skipa. Tvö þeirra verða afhent á
næsta ári en hið þriðja árið 2023.
. . .
Fyrsta tilfelli Ómíkron-afbrigðis
kórónuveirunnar greindist á Íslandi
og viðbúið að það hafi kraumað í ein-
hverja daga.
Opinberum starfsmönnum hefur
fjölgað um 9.000 frá árinu 2017, en
starfsmönnum einkageirans fækkað
um átta þúsund á sama tíma. Færri
og færri vinna því meira og meira til
þess að greiða laun fleiri og fleiri.
Margir starfsmenn ríkisins voru
hins vegar í algerri óvissu og tilvist-
arkreppu vegna uppstokkunar
ráðuneyta og áttu í meiri erfið-
leikum en nokkru sinni með að átta
sig á hvar í kerfinu þeir væru stadd-
ir. Ekki er von á svörum um það
fyrr en á næsta ári.
Það er því vart seinna vænna að lög
um Stjórnarráðið verði endurskoðuð
líkt og Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra boðaði í stefnuræðu
sinni og ríkisstjórnar hennar á Al-
þingi. Forsætisráðherra vonast til
þess að Stjórnarráðið verði sveigj-
anlegra en verið hefur.
Í umræðum um stefnuræðuna tal-
aði annar hver þingmaður um vöxt
til vesældar.
Þó að margir höfuðborgarbúar
hrylltu sig yfir snjókomunni átti það
ekki við alla. Henni var t.d. fagnað í
Bláfjöllum þar sem menn undirbúa
sig af fullum krafti fyrir vetrar-
vertíðina í brekkunum.
Heimatilbúin sprengja fannst í
ruslagámi við Mánatún. Þrír góð-
kunningjar lögreglunnar voru hand-
teknir í tengslum við málið, en ekk-
ert í rannsókn þess bendir til þess
að sprengjuna hafi átt að nota gegn
erlendum sendiráðsstarfsmönnum
þar í grenndinni, líkt og getgátur
höfðu verið uppi um.
Opnuð hefur verið svonefnd al-
mannaheillaskrá hjá skattyfir-
völdum, en þar geta góðgerðarfélög
og ámóta samtök skráð sig, svo
framlög til þeirra verði frádráttar-
bær frá skatti.
Upplýst var á ráðstefnu í Vest-
mannaeyjum, að Tyrkir (eða Márar)
hefðu verið hafðir fyrir rangri sök
um Tyrkjaránið þar 1627. Þar hefðu
Hollendingar borið mesta sök.
Jón Sigurbjörnsson, leikari og
óperusöngvari, lést 99 ára að aldri.
. . .
Raforka er af skornari skammti en
þörf er fyrir og ákvað Landsvirkjun
að takmarka afhendingu á raforku
til fiskimjölsverksmiðja af þeim sök-
um. Eftirspurn eftir raforku hefur
aukist mikið undanfarin ár, en við
bætist að vatnsbúskapur á hálend-
inu er með lakasta móti.
Íshellan yfir Grímsvötnum hélt
áfram að síga og hefur nú lækkað
um rúma tuttugu metra. Rennsli úr
Grímsvötnum hefur aukist með
hverri mælingu undanfarna daga og
viðbúið að þar geti tekið að gjósa
hvenær sem er.
Í frumvarpi að nýjum sóttvarna-
lögum er lagt til að sóttvarnalæknir
verði skipaður af heilbrigðis-
ráðherra, skýra þurfi stöðu hans og
gera sjálfstæðari.
Flugfélögin eru ánægð með bókanir
á næstunni og eru þær mjög í takt
við væntingar og áætlanir. Ekki er
að sjá að Ómíkron-afbrigðið hafi sett
strik í þann reikning enn sem komið
er.
Í tímariti um viðskipti og efnahags-
mál var greint frá tímamóta-
rannsókn á sviði ferðamála. Í henni
var meginniðurstaðan sú að Íslend-
ingar ferðuðust til Tenerife einkum
í leit að góðu veðri en síður til þess
að svala menningarþorsta eða í við-
skiptaerindum.
Flaumur gagna um farsíma heldur
áfram að aukast samkvæmt tölfræði
Fjarskiptastofnunar og má segja að
hann haldi áfram að aukast í línu-
legum vexti.
Vaxið til
vesældar
Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Fremstir eru nýju ráðherrarnir Jón Gunnarsson og Willum Þór Þórsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
28.11.-4.12.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is