Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 17
ættu þjóðir með erfiða fortíð seinast allra að leggja á
það vað.
Evran hefur verið vandræðafyrirbæri frá upphafi
en hún er réttlætt með lokamarkmiðinu um að stofna
til miðstýrðrar valdstjórnar á öllu evrusvæðinu.
Svíar eru skyldugir til að taka upp evru en stjórn-
málaforystan hefur ekki getað hrætt þjóðina nóg til
að undirgangast slíkt. Og úr því sem komið er má
fremur ætla að Svíar fari úr ESB en að ganga undir
þetta ok.
Aðvörunarorð
Boris Johnson forsætisráðherra var lengi fréttaritari
Daily Telegraph og síðar á meðal hæst launuðu
greinarhöfunda blaðsins. Meðal annars þess vegna
vekur þungbrýnn leiðari blaðsins nokkra athygli.
Þar sagði m.a.: „Það var ekki hægt að fagna mynd-
inni, sem birtist á laugardaginn var, af Boris Johnson
með Chris Whitty og sir Patrick Vallance á hvora
hlið, með hefðbundnar skýringarmyndir og gröf sín,
sem einatt flytja ný dómsdagsskilaboð. Og nú var
kallað á afturhvarf til daganna þegar kórónuveiran
skar viðurstyggileg sár um landið allt. Óvænt koma
Ómíkron-afbrigðisins var sögð leiða til nauðungar-
brúkunar á grímum í verslunum og í almennings-
farartækjum, í bland við ferðahömlur og sjálfskipaða
einangrun einstaklinga, sem okkur er skylt að lúta á
ný. En þó er það svo, að vafalaust er að nú munu ekki
allir beygja sig undirokaðir rétt einu sinni í duftið,
enda hafa þeir fullan rétt til að bregðast þannig við.
Almenningur hlýtur að gera þá kröfu til ríkisstjórnar
sinnar að hún réttlæti jafnan með sannfærandi hætti
endurnýjaðar hömlur og gæti þess jafnframt að sér-
hvert nýtt afbrigði réttlæti slíkt í raun.“
Síðar í leiðaranum segir: „Vel heppnuð bólusetn-
ingaráætlun hafði ýtt undir þá vissu á meðal okkar
að við værum langt komin í átt til þess að geta búið
eðlilega með veirunni.“ Var síðan lýst vonbrigðum
með þessi viðbrögð ráðamanna og að ríkja skuli eðli-
legar áhyggjur um hugsanleg áhrif þessa afbrigðis,
þótt ekkert handfast hafi þó enn komið fram, sem
sérfræðingar geti hengt hatt sinn á!
En svo segir: „En á hinn bóginn hefur komið fram
óvenjulega hreinskilið mat frá suðurafríska lækn-
inum sem fyrst allra hringdi bjöllum vegna nýja af-
brigðisins. Þar sagði hún að einkenni þess væru
„óvenjulega mild“. En þessi orð hennar stungu
hressilega í stúf við óheppilegan kæk sumra ráðgjafa
ríkisstjórnarinnar, sem virðast helteknir af að fyrsta
viðbragð skuli jafnan vera það, að gefa sér hið versta
og gefast fyrir fram upp fyrir því og heimta að gaml-
ar eða nýjar hömlur verði teknar upp án tafar.
Hin þunga andúð fólks yfir að þurfa sífellt að horfa
upp á aukið harðræði gegn því frelsi manna, sem
þurfti erfiðar fórnir og átök til að tryggja, er þáttur
sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu aldrei að van-
meta.“
Ekki í þetta sinn
Þetta gæti allt að breyttu breytanda átt við hér á
landi.
Rétt er þó að færa til bókar að þótt sóttvarna-
yfirvöld hér virðist stundum óþægilega viljug til að
hanga aftan í mislukkuðum aðgerðum evrópskra
stjórnvalda, sem engin skylda stendur þó til, þá var
það ekki gert af þeirra hálfu í þessu tilviki. Og Kári
Stefánsson, sem þjóðin horfir mjög til, hvatti ítrekað
til varfærni á meðan staðreyndir máls lægju lítt eða
ekki fyrir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
5.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17