Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 VETTVANGUR S tundum er sagt að það eigi ekki að laga það sem ekki er bilað. Og stundum er líka sagt að það sé óþarfi að fá einhvern til að vinna verk sem þegar er unnið. Og svo var okkur kennt að henda ekki peningum. Mér finnst þetta allt vera pæling þegar ég les í fréttum um fjárlagafrumvarp að ríkið ætli að opna sína eigin streymis- veitu í gegnum Kvikmyndasjóð Íslands. Nú ætla ég ekki að vera leiðinlegur en þetta hljómar eins og hér séu hugmyndir ekki hugsaðar til enda. Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru? Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur. Þetta er svo sem ekkert galin pæling. Við eigum býsna merkilega kvikmynda- gerðarsögu, þótt hún sé ekki löng. Vissu- lega gæti verið gaman að sjá mikið af gamla efninu sem hefur verið framleitt. Það er örugglega einhver sem væri til í að hámhorfa á Undir sama þaki eða Fornbókabúðina. Jafnvel einhver sem væri til í að eyða einu kvöldi í Tríó. En höldum við í alvöru að það sé ekki til önnur lausn á því en að ríkið stökkvi til og búi til apparat í kringum það? Í fyrsta lagi eigum við íslenskar streymisveitur. Sjónvarp Símans og Stöð 2 eru með fínar veitur og RÚV meira að segja líka, þótt hlutir hverfi oft þaðan út fullsnemma. Það væri örugglega ekki meira en eitt símtal sem þyrfti til að fá þau til að setja upp eina möppu sem héti íslenskar kvikmyndir. Það er nefnilega það sem þessi fyrir- tæki eru að gera núna. Síminn og Stöð 2 eru einmitt í þeim bransa að selja að- gang að íslensku efni. Það er stundum erfitt enda hörð samkeppni sem kemur frá ríkinu í gegnum RÚV sem nær til sín stórum hluta auglýsingatekna. Við verð- um sennilega öll löngu dauð áður en það breytist. En hafið ekki áhyggjur. Þessi nýja streymisveita á ekki að vera í samkeppni við aðrar! Í alvöru? Á hún sem sagt að vera svo glötuð að hún hafi ekki áhrif á hinar? Það er mjög áhugaverð niður- staða. Og kannski er það bara ég en mér finnst þetta allt soltið óljóst. Það á að setja 510 milljónir „í framkvæmd kvik- myndastefnu með áherslu á bætt sjóða- kerfi og starfsumhverfi“ og þetta er sem sagt hluti af því. Við fáum ekki að vita hvernig það skiptist og því síður hver framlögin verða næstu ár. En í ljósi reynslunnar getum við gert ráð fyrir því að þetta sé komið til að vera og orðið að fastri línu á fjár- lögum. Það er alltaf hressandi. Mér finnst þetta í alvöru eins og ríkið ætlaði að opna verslun þar sem hægt væri bara hægt að kaupa íslenskar vörur. Þar sem maður gæti valsað um og náð sér í Flórubúðing, Sólblóma, Vallas og súrsaða selshreifa. En þið megið ekki misskilja mig. Kvik- myndagerð er mikilvæg og hefur svo sannarlega skilað sínu. Ekki aðeins efna- hagslega heldur ekki síður fyrir sjálfs- mynd þjóðar. Við eigum að hlúa að henni. En kommon! Hlutverk ríkisvaldsins er að koma inn þar sem þess er þörf en ekki síður að láta hluti eiga sig þar sem engin þörf er á afskiptum. Lausnin er að leyfa öðrum að vaxa og dafna í friði í stað þess að kæfa allt með misskilinni umhyggju. ’ Mér finnst líklegast að ein- hver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru. Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Misskilin umhyggja Þ egar ég var ráðherra í ríkis- stjórn fyrir nokkrum árum kom Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn í heimsókn til að leggja ís- lenskum stjórnvöldum lífsreglurnar í kjölfar efnahagshruns. Hann hafði reyndar stundum komið áður með ábendingar um hvað betur mætti fara á Íslandi og var það allt á eina bókina lært. Meiri markaðsvæðingu vildi hann og aftur meiri markaðsvæðingu. Og þegar farið hafði verið að þessum ráðum varð efnahagshrun eins og menn muna. En þá var hann sem sagt mættur aftur til að ráðleggja. Eitt er mér sérstaklega minnis- stætt úr þessu síðara ráðleggingar- ferli og það var að ekki ætti undir nokkrum kring- umstæðum að hlusta á viðhorf hins almenna starfsmanns. Þvert á móti skyldi setja hann í kalda sturtu – þannig var það orðað – til að kenna honum hver það væri sem stjórnaði og réði. Talað var um að stjórna ofan frá, top-down eins og það var kallað á ensku og alls ekki bottom-up, frá gólfinu og upp. Og núna fæ ég ekki betur séð en nemendurnir séu orðnir fullnuma í þessari stjórnunaraðferð. Það sann- færðist ég um þegar þingflokkum og flokksráðum var tilkynnt um hvað formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu ákveðið að skyldi vera í stjórn- arsáttmála og hverjir ættu að gegna ráðherraembættum og þá hvaða embættum. Þau sem töldu sig vera líkleg til að verma stólana biðu líkt og börnin jólapakkanna, voða spennt að vita hvaða ráðherrar þau ættu að verða. Ég fékk ekki betur skilið en að svona hefði þetta verið og því engar ýkjur. Þetta er þó ósköp saklaust miðað við það sem fylgdi í pakkanum. Á bak við hulin tjöld var Stjórnarráðið nefnilega tekið í holskurð, ráðu- neytum sundrað og síðan einstakir þættir sameinaðir öðrum. Við höfum séð þetta áður gerast og er varla til eftirbreytni. En nú var gengið lengra leyfi ég mér að segja en nokkru sinni hefur verið gert og er ég þá að vísa til vinnubragðanna. Þannig er menntamálaráðuneytið nánast sprengt í loft upp. Barna- málaráðherra er skyndilega kominn með framhaldsskólann á sína könnu ásamt ýmsu öðru sem tínt hafði ver- ið til og viti menn, menningunni hafði verið fundinn staður með við- skiptum. Og væntanlega í anda þess að Íslendingar bjargi heiminum með grænni orku – guð forði okkur frá því – þá skulu umhverfismál nú sett undir orkumálaframleiðsluna eða trúir því einhver að forgangsröðin verði öfug hjá ríkisstjórn sem sér ekkert athugavert við að markaðs- væða andrúmsloftið og selja íslenskt fjallaloft svo menga megi áhyggju- minna suður í álfum. Það er jú skýr- ingin á því að á mengunarbókhaldi Evrópusambandsins er að skilja að Íslendingar framleiði kjarnorku. Hér er hins vegar engan kjarnorku- úrgang að finna enda mengum við bara óbeint með þessum hætti í gegnum kvóta- bréf sem ganga kaupum og sölum. En ég spyr, er virkilega svo komið að fólki þyki það vera í lagi að gerbylta stjórnsýslunni á taflborði persónulegra hagsmuna nokkurra einstaklinga sem um stundarsakir gegna áhrifastöðum í stjórnmálum? Allt umræðulaust, hælst yfir því að ekkert hafi lekið út. Talað er um mikilvægi þess að halda vel um vinnumarkaðsmál og þá væntanlega stuðla að réttlátu og uppbyggilegu vinnuumhverfi. Er þetta leiðin? Að ráðast á vinnu- umhverfi fjölda fólks, umræðulaust og án fyrirvara? Hvar eru samtök opinberra starfsmanna? Varla telja þau svona vinnubrögð sæmandi. Ef hægt á að vera að taka fólk alvarlega þá verður það að sýna fordæmi í verki og byrja í sínu umhverfi þar sem það er ráðandi, þar getur það sýnt hvernig fara ber með vald. Getur verið að það séu flokks- formennirnir sem hefði þurft að setja undir kalda sturtu? Eða eru það svefngenglar á Alþingi sem þurfa að vakna? Hitt þykist ég vita að á kennara- stofunni hjá AGS þyki þetta til marks um að koma sendiboða henn- ar til Íslands hafi ekki verið til einsk- is. Morgunblaðið/Eggert Nú verður Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn glaður Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Talað er um mikil- vægi þess að halda vel um vinnumarkaðs- mál og þá væntanlega stuðla að réttlátu og uppbyggilegu vinnuum- hverfi. Er þetta leiðin? Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. DLUX 300 Handhægt og bragðgott 3000 AE í hverjum úða • Sykurlaus munnúði • Piparmyntubragð • 3ja mánaða skammtur • Óhætt að nota ámeðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.