Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Qupperneq 8
Mataræði, svefn og stífar æfingar eru að sögn Úlfhildar lykillinn að eftirtektarverðum árangri hennar í ólympískum lyftingum. Ljósmynd/Saad al Anzi Úlfhildur gerði góða för á heimsmeistaramótið í Jeddah í Sádi-Arabíu í október, hafn- aði þar í 9. sæti auk þess að setja Íslandsmet í snörun þar sem hún lyfti 81 kg, en bætti það á NM um síðustu helgi og hóf þar upp 83 kg. Ljósmynd/Saad al Anzi V enjulegur dagur í mínu lífi?“ íhugar Úlfhildur Arna Unnarsdóttir spurningu blaðamanns, 16 ára göm- ul afreksíþróttastúlka, sem gerði sér lítið fyrir í Stavern í Noregi um síðustu helgi og varð Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum unglinga í sínum þyngdarflokki, 71 kg, þar sem hún lyfti 181 kg í samanlögðu, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet í flokknum, setti annað Íslandsmet í snörun, 83 kg, og jafnaði eigið Íslands- met í jafnhendingu, 98 kg. Skammt er einnig liðið frá góðri för Úlfhildar á heimsmeist- aramótið í Jeddah í Sádi-Arabíu í október öndverðan, þar sem hún hafnaði í 9. sæti og setti þar enn fremur Íslandsmet í snör- un, 81 kg. Er hér aðeins stiklað á því nýjasta, en afrekaskrá Úlfsins telur verðlaunasæti á fjölda móta á ferlinum, sem hófst árið 2017. Hinar tvær keppnisgreinar ólympískra lyftinga, snörun og jafnhending, eru útfærðar þannig, að snörun, eða „snatch“, gengur út á að lyfta stönginni með útrétta arma í einni samfelldri hreyfingu upp fyrir höfuð, en jafnhending, „clean and jerk“, er lyfta í tveimur áföngum upp fyrir höfuð, þar sem fyrri áfanginn kallast frívending og sá síðari jafnhöttun, samkvæmt orðskýringum Lyftingasambands Íslands. Liðug, sterk og með sprengikraft En aftur að venjulegum degi í lífi Úlfhildar, sem ýjað var að hér í upphafi. „Ég vakna snemma af því að ég tek strætó inn í borgina til að fara í skólann,“ byrjar Úlfhildur, sem búsett er ásamt fjöl- skyldu sinni í Gautaborg í Svíþjóð, foreldrunum Helgu Hlín Há- konardóttur, lögmanni frá Akureyri og Evrópumeistara í ólympískum lyftingum, og Unnari Helgasyni, handbolta-, fót- bolta- og crossfit-kempu og nafntoguðum þjálfara afreksfólks, þar á meðal eiginkonu sinnar og dóttur. Á heimilinu eru enn fremur Arnhildur Ylfa Unnarsdóttir, 10 ára gömul, að ógleymd- um hundinum Konna, sem lét sig ekki vanta á áhorfendapallana í Stavern um síðustu helgi að styðja einn eigenda sinna. Þá á Helga Hlín tæplega þrítuga dóttur á Íslandi, Aðalborgu Birtu Sigurðardóttur, grafískan hönnuð og fyrrverandi húðflúrmeist- ara, sem á Nóa og Rán Róbertsbörn. Er nú nóg sagt af ættum. „Ég fer beint á æfingu eftir skóla og svo fer ég oftast að læra eða bara slaka á,“ heldur Úlfhildur áfram, hún æfir almennt um eða rúmlega tvo tíma í senn og stundar crossfit sem hliðar- búgrein við ólympísku lyftingarnar, sem að hennar sögn fer vel saman. Íþróttaferillinn er þó fjölbreyttari þar sem Úlfhildur fiktaði við motocross-vélhjólaakstur fjögurra ára gömul og hóf fimm ára glæsilegan keppnisferil í fimleikum, sem lék hné hennar grátt þrátt fyrir að lyftingakempan unga láti jafnan kné fylgja kviði á lyftingapallinum. „Ég var að æfa fimleika hjá Stjörnunni í Garðabæ og mér gekk alltaf vel þar, náði að bæta mig á hverju móti og fannst gaman. Ég var liðug, sterk og með sprengikraft og náði að kom- ast langt í fimleikunum þar til ég byrjaði að finna til í hnjánum,“ rifjar Úlfhildur upp. Þar með hafi hún fljótlega séð sína sæng upp reidda, eða eins og hún orðar það undanbragðalaust: „Í fimleikum er ekkert í boði að gera bara sumt, það er annað- hvort allt eða ekkert. Ef ég get ekki tekið þátt á æfingum er þetta ekkert skemmtilegt svo ég hætti,“ heldur hún áfram og leiðin lá beint á unglinganámskeið í crossfit þar sem áherslan var að sjálfsögðu á allt aðra hluti en beinlínis lyftingar, enda óharðnað æskufólk á ferð. Þar fann Úlfhildur þó ástríðu sína fyrir ólympísku lyftingunum, en má þó geta þess að hún varð Íslandsmeistari unglinga í crossfit í fyrra. Pabbi besti þjálfarinn „Ég byrjaði á unglinganámskeiði í Crossfit Reykjavík og hitti þar Sigga [Sigurð Darra Rafnsson], sem nú er landsliðsþjálfari Tilþrifin eru myndræn og engin ástæða til að dylja gleðina þegar allt fer upp á mótum, ekki síst ef um heimsmeistaramót er að ræða. Ljósmynd/Saad al Anzi „Fer beint á æfingu eftir skóla“ Úlfhildur Arna Unnarsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hvert afrekið á fætur öðru á vettvangi ólympískra lyftinga þar sem þessi 16 ára gamla valkyrja hefur verið tíður gestur á verðlaunapöllum síðustu ár, síðast sem Norðurlandameistari í sín- um þyngdarflokki í Stavern í Noregi um liðna helgi. Úlfurinn sagði Sunnu- dagsmogganum frá lífinu, keppnis- mennskunni og draumunum. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 VIÐTAL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.