Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 10
Ljósmyndari/Kjartan Freyr Jónsson í ólympískum lyftingum. Ég fór svo yfir í hópinn hans og byrj- aði þar í svona alvöru-crossfit og þar eru snörun og jafnhending stór hluti,“ segir Úlfhildur frá og framhaldið var ekki flókið, „þetta bara gerðist,“ segir hún og rifjar upp fyrstu æfingaferð- ina sína til Svíþjóðar árið 2017, þar sem áherslan var öll á ólympískar lyftingar. Síðar flutti fjölskylda hennar til Svíþjóðar, í fyrrasumar reyndar, og hrönnuðust þá óveðursský nýs vágests upp á him- ininn, kórónuveirunnar, sem vart þarf að kynna. „Það var erfitt að koma sér inn í samfélagið, enginn skóli og ekkert í boði svo ég hafði lítið annað að gera en að æfa. Við skelltum okkur í crossfit-stöðina, sem ég er að æfa í enn þá, og vorum bara að æfa allt sumarið og þá tók ég mestu framförum sem ég hef nokkurn tímann tekið í lífinu, svaf vel, borðaði hollt og æfði, auk þess sem hér var mjög gott veður og hitinn hefur góð áhrif á hnén. Ég fékk bara að æfa eins mikið og ég vildi af fullum krafti,“ segir Úlfhildur frá. „Þótt ég segi sjálf frá er pabbi besti þjálfari á landinu og geggjað að vera í þjálfun hjá honum, en núna er ég búin að skipta um þjálfara, mig langaði að prófa eitthvað nýtt og auðvitað er pínu skrýtið að vera alltaf með pabba sinn sem þjálfara,“ segir Úlfhildur og hlær, þar sem hún situr í matar- hléi í skólanum og gefur Morgunblaðinu af dýrmætum tíma sínum. Hún færði sig yfir til Eggerts Ólafssonar þjálfara, sem þjálfar stóran hóp unglinga á Íslandi, en nú til dags þykir það lítil fyrirstaða að þjálfarar séu í einu heimshorni og íþrótta- mennirnir í öðru, fjarþjálfun er ekkert verri en staðþjálfun, alltént í sumum íþróttum. „Flestöll crossfit-þjálfun, alla vega þeirra sem lengra eru komnir, fer bara fram á netinu, krakk- arnir sem ég er með í hópi æfa saman tvisvar í viku en hina dagana æfir fólk bara sjálft. Allir eru í skóla og rosalega upp- teknir og fólk verður bara að búa til sína eigin stundaskrá,“ út- skýrir Úlfhildur og blaðamaður rifjar upp hve upptekinn hann var á aldri Úlfhildar, árið 1990 – bara ekki neitt. Breyttir tímar. Ég er algjör nammigrís Skyldi samt ekki vera gaman á sinn hátt að æfa með mömmu sinni og hafa pabba sem fyrrverandi þjálfara? „Þau voru einu æfingafélagar mínir þegar við fluttum. Mamma var í crossfit fyrst, en er núna búin að skipta yfir í ólympískar lyftingar eingöngu og orðin ekkert smá góð,“ segir Úlfhildur og telur upp ýmis afrek Evrópumeistarans móður sinnar, sem verður fimmtug á næsta ári og sagðist sjálf í viðtali við mbl.is fyrr á árinu vera rétt að byrja. Eins og hjá keppnisíþróttafólki á heimsmælikvarða er mataræðið drjúgur þáttur í lífi mæðgnanna og þykir engin ofrausn að 15 – 20 matarbox á viku séu útbúin í eldhúsi heim- ilisins. „Ég borða mjög hollan mat, það er ótrúlega stór hluti af því að verða sterkur, mataræði, svefn og æfingar verður að vera í lagi ætli maður sér að ná langt. Ég borða morgunmat heima og svo borða ég í skólanum um hádegið og tek með mér nesti til að borða fyrir æfingu,“ lýsir Úlfhildur. „Ég er samt algjör nammigrís, ég elska nammi, en ég myndi segja að ég væri mjög öguð miðað við hvað mig langar. Nammi og snakk er aldrei til á mínu heimili nema á nammidögum, sem eru auðvitað stundum, en svo er það bara til baka í agað líferni daginn eftir.“ Skemmtilegast að keppa Heimsmeistaramótið í Jeddah í Sádi-Arabíu í haust hefur líkast til verið ógleymanleg upplifun svo litið sé upp úr matseðlinum. „Rosaleg upplifun, hvort tveggja í keppni og fyrir utan hana, þarna voru fjölmargir keppendur, geggjað hótel og stór hlað- borð í öllum máltíðum dagsins. Eins var sviðið mjög flott og öll umgjörðin, sérbásar fyrir upphitun og mjög vel staðið að þessu,“ segir Úlfhildur af HM. Covid hafi þó eðlilega sett mark sitt á mótið, en stemmningin í Stavern um síðustu helgi hafi verið léttari og keppendur getað haft mun meiri samskipti. Var það ekki ólýsanleg upplifun að standa þar með pálmann í hönd- unum sem Norðurlandameistari? „Það var rosaleg tilfinning, mig hefur dreymt um þetta síðan ég keppti á fyrsta Norðurlandamótinu mínu 2019 og búin að ætla mér þetta síðan í fyrra þegar ég náði öðru sæti þannig að þetta var bara draumur,“ segir Úlfhildur, en Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir veitti henni harða keppni í 71 kg flokkn- um og tók þar silfur, varð sú upplifun þeirra viðtalsefni á mbl.is um síðustu helgi. Nú um helgina keppir Úlfhildur á Svíþjóðarmeistaramóti unglinga í ólympískum lyftingum og hefur þar sett sér það markmið að verða yngst íslenskra stúlkna til að lyfta 100 kíló- um í jafnhendingu, greininni þar sem 98 kílóin léku í höndum hennar í Stavern. Þótt hér fari ærið verkefni er dagskráin stíf, tvö heimsmeistaramót á næsta ári, annað hennar síðasta í U17- og hitt það fyrsta í U20- aldurshópum, í Mexíkó og Grikklandi, en auk þess mun Úlfhildur keppa í crossfit, móti sem haldið verður á lýðnetinu, allt er hægt í netheimum. „Mig langar að halda áfram eins lengi og ég get og halda áfram að keppa, það er það skemmtilegasta sem ég geri, mig langar að vera í kringum þetta sport allt mitt líf,“ segir Úlfhild- ur Arna Unnarsdóttir að lokum, gallhörð keppnismanneskja og sönn valkyrja stálsins. Grjótharður íþróttamaður Þar sem Úlfhildi hefur orðið tíðrætt um móður sína þykir vart annað sæma en að spyrja Helgu Hlín, lögmann og lyftinga- kempu, út í dótturina, svona undir lokin. „Númer eitt, sem ég held að hafi skilað þessum stelpum ágætisveganesti út í lífið,“ svarar Helga Hlín, og á við dæt- urnar allar, „er að við höfum síst vanmetið þær sem mann- eskjur, þær hafa alltaf verið hluti af allri ákvarðanatöku í fjöl- skyldunni, allt frá því að ákveða hvað á að vera í matinn eða hvaða bíómynd eigi að sjá, þær hafa alltaf verið spurðar,“ heldur hún áfram með norðlensku harðmæli sem tönn tímans á ekkert í. Dæturnar hafi að sögn móður sinnar ávallt verið hluti af teyminu og hafi Úlfhildur tekið því hlutverki alvarlega frá fyrsta degi. „Hún myndaði sér snemma sínar skoðanir á veröldinni og hefur aldrei slegið slöku við í því að hafa sína sýn á hlutina og móta sína stefnu sem íþróttamanns,“ segir Helga. Fjölskyldan hafi sameinast í íþróttaiðkun og lífsgildi hennar stutt vel við þá einstaklinga, sem hún er gerð úr. „Auðvitað kemst margt annað að hjá okkur, grín og glens, það er mikilvægt að hafa gaman og hér á heimilinu er oft stig- inn trylltur dans auk þess sem við syngjum úr okkur lungun eftir orkuríkan en næringarsnauðan pizzu- og sælgætis- skammt,“ segir móðirin frá og hlær innilega. Eins og Helga sýndi í verki í Stavern tjóir lítið að naga neglur og handarbök í streitukasti þegar Úlfhildur stígur á pallinn. „Hún er bara svo flottur keppnismaður, ég veit að ef hún feilar tekur hún því ótrúlega vel. Hún sleppir stönginni, lítur á dómarana og þakkar fyrir sig. Ég er aldrei að taka á móti óánægðum keppnismanni sem nær ekki markmiðum sínum, hún veit að hún tekur þetta bara næst, hún Úlfhildur er bara grjótharður íþróttamaður og þetta er bara rosalega skemmtilegt, les: geggjað,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir að skilnaði, hinn lyftingameistarinn í fjölskyldunni. Hneit þar. Ljósmyndari/Unnar Helgason Íslensk fjölskylda í sænskri höfuðborg. Frá vinstri: Unnar Helgason, Arnhildur Ylfa Unnarsdóttir, Helga Hlín Há- konardóttir og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir. Á verðlaunapallinum í Stavern um síðustu helgi. Annað sætið hreppti Bergrós Björnsdóttir frá Selfossi eftir harða keppni við Úlfhildi en í þriðja sæti varð hin norska Tine R. Pedersen. ’ Það var rosaleg tilfinning, mig hefur dreymt um þetta síðan ég keppti á fyrsta Norðurlandamótinu mínu 2019 og búin að ætla mér þetta síðan í fyrra þegar ég náði öðru sæti þannig að þetta var bara draumur. VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.