Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 15
heldur líka konur sem hafa fengið nóg. Konur hafa vissulega mótmælt á árum áður en þá voru það menntaðar millistéttarkonur sem höfðu ekki endilega lent í neinu sjálfar, en nú eru þetta konur af öllum stéttum og sem tilheyra ekki sérstökum stofnunum,“ segir Edith og segir að hinar rússnesku Pussy Riot-konur hafi haft þau áhrif í Suður-Ameríku að ungar og sterkar konur fóru að stíga fram. Varð fyrir byssuskotum Við ræðum ofbeldið sem Wendy varð fyrir þennan örlagaríka dag í nóvember 2020. „Við vorum alls konar konur að mótmæla fyrir utan embætti saksóknara í Cancun, en þarna voru um þúsund konur samankomnar. Við heyrðum allt í einu hljóð eins og skothvelli en vorum ekki vissar því það var svo mikill há- vaði. Það kom í ljós að þetta voru byssuskot, en lögreglan var að hleypa af byssum, bæði upp í loft og að mannfjöldanum. Ég varð fyrir byssu- skotum,“ segir Wendy. „Ég fann ekki fyrir því þegar ég fékk í mig skotin. Lögreglan var að misþyrma mér og sagði mér að drífa mig í burtu. Ég fór með kær- astanum mínum á mótorhjóli og við fórum heim og þá tók ég eftir því að ég var öll í blóði,“ segir Wendy en hún dreif sig beint á bráðamóttöku en var flutt þaðan með sjúkrabíl á spítala þar sem hún undirgekkst aðgerð. „Byssukúlan sem fór í fótinn fór í gegn. Hin kúlan fór inn í rassvöðva og þaðan í sköpin og mér var sagt að þar væri sár. Ég áttaði mig þá á alvarleika málsins,“ segir Wendy og segist alls ekki ætla að hætta að mótmæla þrátt fyrir allt. „Það kemur ekki til greina að hætta að mót- mæla. Við erum búnar að búa til samtök sem heita Nefnd níu og mótmælum við níunda hvers mánaðar. Til að gleyma ekki því sem gerðist þann níunda nóvember. Við megum ekki láta svona gleymast,“ segir Wendy og seg- ir að í þessum mótmælum klæði mótmælendur sig allir eins. „Lögreglan leynist þar líka og klæðir sig þá eins og við.“ Hvergi óhultar Wendy segir að í þessum mótmælum hafi að minnsta kosti tveimur konum verið nauðgað af lögreglu. „Og við erum að tala um fyrir framan emb- ætti saksóknara! Það var einnig ein frétta- kona sem varð fyrir byssuskoti og tveir sem höfuðkúpubrotnuðu. Átta voru handteknir og alls vorum við þrettán sem slösuðumst,“ segir Wendy sem lifir enn með eftirköstum ofbeld- isins. „Ég finn enn til og þarf oft að taka verkja- lyf. En stærsti hluturinn er andlegi þátturinn. Þess vegna vil ég tala um þetta og reyna að gefa árásinni tilgang. Ég mun halda áfram að mótmæla,“ segir Wendy. Blaðamaður furðar sig á því að lögregla skjóti á mótmælendur og segja þær að auðvit- að sé það ólöglegt. „Það var einmitt ein samstarfskona mín í viðtali og hún var spurð: „Af hverju geta karl- menn bara drepið konur með köldu blóði án þess að það séu neinar afleiðingar?“ Svarið var: „Af því þeir geta það.““ Þannig að dómskerfið er svo rotið að konur eru ekki einu sinni öruggar í návist lögreglu? „Einmitt, við erum ekki öruggar heima, úti á götu, í vinnunni og núna ekki heldur þegar maður fer út að mótmæla. Við sem mótmæl- um getum líka lent í fangelsi, verið pyntaðar eða nauðgað.“ Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó, og baráttukonan Wendy Andrea Galarza halda ótrauðar áfram að berjast fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Morgunblaðið/Ásdís ’ Þegar ég lenti í að vera skot- in vorum við einmitt að mótmæla morði á vinkonu vin- konu minnar. Konur eru ekki bara að mótmæla kvennamorð- um, heldur hafa þær einnig oft sjálfar lent í miklu ofbeldi og þær vilja líka mótmæla því. Konur í Mexíkó-borg mótmæltu þann 25. nóvember á götum borg- arinnar á degi tileinkuðum baráttu gegn ofbeldi á konum. AFP 5.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.