Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 S kammdegið fer misjafnlega í fólk. Sjálfsagt væri hægt með könnunum að leita slík sjónarmið uppi. Spyrja hvort fjöldinn væri með eða á móti skammdegi. Slíkar kannanir eru auð- vitað mest gerðar til gamans, þótt ekki hafi allir þeirra sem mest eiga í húfi gaman af. En hinir eru til, þótt ekki séu þeir taldir í þús- undum, sem krefjast þess gjarnan að tilveran, valdið eða einhverjir aðrir hljóti að bregðast skilyrðislaust við niðurstöðum sem þeim líkar. En gagnvart skammdeginu er snúið að bregðast varanlega við, eftir því hvernig stæði í ból kannana. Kannski rétt að halda fund Auðvitað má ætla að þeir sem fastastir eru í ný- fengnu fari, um að maðurinn hafi nýlega fengið vald yfir veðrinu, þar sem sú skipan hafi verið ákveðin á ráðstefnu, telji að nú sé hægt að blása til ráðstefnu í París eða Timbúktú, ef það virkaði betur, sem færi rækilega yfir það hvort ekki væri rétt að breyta skammdeginu í átt til meiri sanngirni, til dæmis gagnvart norðlægum löndum. Ekki má gleyma því að „vísindamenn“ létu – og hafa hugsanlega trúað því, sem er sýnu lakara – sem heimurinn væri um það bil að farast í fyrsta og síð- asta sinn og væru aðeins örfá ár til þeirra tímamóta. Það var vegna ósonlagsins sem væri í óstjórnlegum ógöngum. Almenningur heimsins hafði aldrei heyrt um þetta ósonlag, en það tók ekki nema örfá ár að trylla hann af ótta út af þessu. En sú umræða og vel- heppnaðar hræðsluherferðir höfðu tekist allt of vel og endaði þess vegna með því að mannkynsyfirvöld, sem meiri döngun var í en um þessar mundir, sáu engan kost annan en að blása til ráðstefnu í Montreal í Kanada og samþykkja þar að náðst hefði að koma heimsendi fyrir horn. Mannkynið jesúsaði sig heils- hugar fegið. Og sem betur fer var allt sem þurfti til það að banna notkun spreybrúsa gegn svitalykt, og þá sem gáfu lakk til að hemja hár og hugsanlega að gera smá breytingu á gerð kæliskápa! En auðvitað gátu „vísindin“ ekki farið svona háðulega út úr öllu þessu brölti og því var ákveðið að það þyrfti þó næst- um 50 ár til viðbótar til að halda utan um að ekki færi allt í sama far. Og því er árlega haldin ráðstefna í Montreal, sem skattgreiðendur víða sjá um að kosta og mega auð- vitað glaðir þakka fyrir þann heiður. Og þar eru áfangasigrar tilkynntir, en satt best að segja er heimurinn fyrir löngu hættur að fylgjast með þeirri þróun og enginn ríkisbubbi nennir að fljúga einka- þotu sinni þangað enda enginn valdamaður sem ein- hver kannast við sem lætur sjá sig þar. Þeir þurfa alvöruheimsendi en ekki einhvern sem er eilíflega tengdur svitalyktarbrúsum. Og enn verri fordæmi eru til Sem betur fer eru „vísindin“ ekki í heild komin með sín mál í ógöngur, en hinn ríkisvæddi hluti þeirra hefur náð að hafa einn um það að segja hvaða sjón- armið megi viðra og hver ekki. Á allar þessar ráð- stefnur um heimsendi (sem átti raunar að vera kom- inn fyrir löngu) mæta tugir þúsunda og allir með eina skoðun og er þetta því langstærsta hallelúja- samkoma heims og aðeins aðalfundur kínverska kommúnistaflokksins á fimm ára fresti er talinn hafa enn ríkari samhljóm en þessir. En talandi um það þá hefur það gerst áður að lítill hópur telst einn geta tal- að í nafni vísindanna og ráðið í stærstu lögmál nátt- úruvísindanna. Og iðulega var það svo að þeir sem efuðust um Stórasannleik fengu ekki orðið þótt þeir óskuðu þess. Og þaðan af fádæmi Sem betur fer eigum við enn langt í land að ná þeim „árangri“ á safnaðarfundum um loftslagsmál sem náðist í gömlu Sovét, þar sem Trofim Lysenko varð allsráðandi náttúruvísindamaður ríkisins um ára- tugaskeið. Rannsóknir hans og niðurstöður tryggðu að hungursneyð stóð mun lengur í sovét en þurfti og kostaði milljónir manna lífið. Vísindamenn nútímans telja nú að óhætt sé að fullyrða af miklu öryggi að Lysenko hafi fargað, þótt óbeint sé, fleira fólki en nokkur annar vísindamaður sögunnar. Hann naut þó trausts í áratugi og var ætíð endurkjörinn með öllum atkvæðum á skrifstofu Stalíns í Kreml þar sem hann greiddi atkvæði eins og um flest annað. Um margt auðvitað skilvirkt kerfi, eins og okkar gamli Þjóðvilji þreyttist ekki á að benda á. Nú fer því auðvitað fjarri að nútíminn sé nærri slíkum ógöngum í öllum efnum. En það breytir ekki hinu, að vísindalega einstefnu, sem í raun útilokar krítíska umræðu um „meginstrauma“, á ekki að líða og stjórnvöld ríkjanna, telji þau í raun mikið í húfi, ættu að styðja af alefli að slík skoðun fari fram. En því miður verður ekki sagt að það hafi verið gert. Verðbólgudraugur blæs í lúðra Vaxandi umræða er nú um verðbólguþróun austan hafs og vestan. Seðlabankar þar höfðu opinberlega gefið sér að ekki þyrfti að bregðast sérstakalega við þróuninni (eins og íslenski bankinn gerði) þar sem „verðbólguskotið“ væri alfarið tengt kórónuveirunni og myndi deyja út með henni. Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri hjá Telegraph, skrifaði nýverið að bandaríski seðlabank- inn glímdi við skort á trúverðugleika. Þau ummæli féllu eftir að Jay Powell, formaður bankastjórnar- innar, dró í land fyrra mat og sagðist viðurkenna, að verðbólguþróunin eftir að veiruástandi lyki yrði ekki endilega skammvinn og hagfelld. En Pritchard bætti því við, að yrði niðurstaðan sú að bandaríski bankinn væri í slíkum vandræðum með trúverðugleika, þá væri full ástæða til að telja að evr- ópski seðlabankinn (ECB) væri í enn meiri ógöngum en hinn. Verðbólga á evrusvæðinu er nú um 5% og hefur ekki verið meiri í þau 20 ár síðan stofnað var til evr- unnar. Fólkið fært í frekari bönd Þá berast nú fréttir um að Ursula von der Leyen og aðrir leiðtogar á evrusvæðinu hafi í undirbúningi að velta gríðarlegum kostnaði yfir á almenning á þessu svæði. Það mun víða valda miklum óróa. Ákvarðanir um að þrengja rækilega að almenningi með vísun til kórónuveirunnar eins og stefnt er að í Austurríki og Þýskalandi, þar sem gengið er ótrúlega langt og veldur ýmsum undrun og áhyggjum. Blasir nú við að stjórnmálamenn í fyrrnefndum ríkjum réttlæti jafn- vel að breyta löndum sínum nánast í lögregluríki, og Aðgát skal höfð, en ekki úr hófi fram ’ En það breytir ekki hinu, að vísindalega einstefnu, sem í raun útilokar krítíska umræðu um „meginstrauma“, á ekki að líða og stjórnvöld ríkjanna, telji þau í raun mikið í húfi, ættu að styðja af alefli að slík skoðun fari fram. Reykjavíkurbréf03.12.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.