Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 19
5.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Verslun Guðsteins, Bankastræti 5 og hús Mar-
teins Einarssonar þar sem Biskupsstofa var
lengi til húsa.
„Þetta eru glæsileg, klassísk þrílyft hús sem
bera þess merki að fólk hafði sýn á hvernig
þróun götunnar gæti verið,“ segir Anna Dröfn
og segir að á þessum árum hafi verið upp-
gangur í samfélaginu.
„Metnaður var greinilega lagður í að nú-
tímavæða þessa borg en skipulagið fyrir
Reykjavík frá 1927 gerði ráð fyrir að gatan öll
þróaðist með þessum hætti. Það er augljóst að
þau áform urðu ekki að veruleika því þessi hús
eru á stangli og timburhús á milli. Það fyrsta
sem við vildum skoða var að skilja þetta,“ segir
Guðni og bætir við að þau hafi byrjað á að
leggjast yfir teikningar af öllum húsunum.
„Það var í raun þetta tímabil, þriðji áratug-
urinn og það sem ekki varð, sem vakti athygli
því fyrir utan þessi glæsilegu hús sem risu,
voru önnur sem var byrjað á en aldrei kláruð.
Frægasta dæmi um það er Bankastræti 4, hús
Hans Petersen, en þar var bara byggð jarð-
hæðin,“ segir Guðni og nefnir að bókin fjalli
um húsin allt frá Lækjargötu og upp á Hlemm
því í þeirra huga myndi Bankastræti og
Laugavegur órofna heild.
„Við fórum að skoða af hverju þessi hús risu
ekki á sínum tíma og svarið var svo sem auð-
sótt; heimskreppan 1930, stríð og innflutnings-
takmarkanir,“ segir Anna Dröfn.
Í takti við tíðarandann
Í bókinni skoða Anna Dröfn og Guðni þróun
götunnar frá upphafi.
„Þetta er langfjölbreyttasta gata landsins
og ekki bara er hún fjölbreytt, heldur alltaf í
takt við tíðarandann,“ segir Guðni.
„Við leggjum áherslu á hús sem hafa tekið
miklum breytingum, en dæmi um hús sem hefur
lítið breyst er Brynjuhúsið. Þar hefur verið nán-
ast óbreytt starfsemi frá upphafi og það er byggt
með stórum gluggum, enda er það byggt sem at-
vinnuhúsnæði,“ segir Anna Dröfn og Guðni bæt-
ir við að gluggar hússins hafi á einhverjum tíma-
punkti þótt „hneyslunarlega stórir“.
Í bókinni má sjá útskýringateikingar Guðna,
og getur fólk skoðað hvernig húsin breyttust í
tímans rás, en auk þess eru gamlar ljósmyndir
áberandi á nánast hverri síðu.
„Það er svo merkilegt hvað tíðarandinn birt-
ist okkur sterkt í húsunum,“ segir Anna Dröfn
og segir húsin geyma ótal sögur.
„Eitt af mínum uppáhaldshúsum er Lauga-
vegur 3, byggt um 1920. Þarna byggði maður
sem horfði greinilega til Evrópu og vildi nú-
tímavæða Reykjavík, en hann var menntaður
klæðskeri og hét Andrés Andrésson,“ segir
hún og segir hann hafa skrifað greinar um
hvernig íslenskir karlmenn ættu að klæða sig.
„Hann fékk Guðjón Samúelsson til að
teikna húsið fyrir sig, en keypti í fyrstu gam-
alt timburhús,“ segir Anna Dröfn og sýnir
blaðamanni myndir sem sýna hvernig breyt-
ingum húsið tók, en það var byggt í áföngum.
„Við erum að vona að með því að búta niður
byggingarsöguna í þessari bók geti fólk farið á
Laugaveginn og leitað að þessum vísbend-
ingum,“ segir Anna Dröfn, en þess má geta að
Guðni og Anna Dröfn verða með sögugöngu
um Laugaveginn um helgina, bæði laugardag
og sunnudag klukkan 13, og hefst gangan frá
Stjórnarráðshúsinu.
Feigu húsin fengu að lifa
Er á Laugavegi hrærigrautur stíla?
„Já, ég skoðaði hvaða byggingarstílar hafa
verið á Íslandi síðustu 200 ár og það er nánast
hver einasti stíll sem á sinn fulltrúa við götuna,
eða hefur átt það einhvern tímann,“ segir Guðni.
„Þetta er byggingarlistasögusafn viljum við
meina, í þeirri mynd sem gatan er. Það er að ein-
hverju leyti búið að festa núverandi mynd í sessi
með því að friða mörg af timburhúsunum þannig
að það er búið að taka þá ákvörðun að fjöl-
breytnin fær að lifa við Laugaveginn,“ segir
Guðni.
„Það er stefna borgarinnar að reyna að
hnýta saman þetta gamla og nýja og þetta
stóra og litla. Mögulega verða einhver hús rifin
eða færð en það verður miklu minna en hingað
til hefur verið gert. Hver kynslóð hefur haft
sinn draum um hvernig Laugavegur eigi að
vera í framtíðinni en núna er kannski búið að
taka í sátt að hann verður aldrei með ein-
hverjum einum hætti. Því þarf að hlúa að þess-
ari fjölbreytni sem er svo sérstök,“ segir Guðni
og Anna Dröfn segir að eftir hrun hafi orðið
mikil vakning í að varðveita gömul hús við
Laugaveginn og segir að í kjölfarið hafi verið
hætt við að rífa þar ýmis hús.
„Það voru tugir timburhúsa sem voru „feig“,
en eftir hrun breyttist gildismat fólks og áhugi
á friðun húsa jókst gríðarlega,“ segir Guðni.
Líflegri en oft er viðurkennt
Hvernig finnst ykkur Laugavegurinn í dag eft-
ir að honum var breytt að hluta í göngugötu og
akstursstefnu annars staðar breytt?
„No comment,“ segir Guðni og þau skelli-
hlæja.
„Mér þykir Laugavegurinn miklu líflegri en
oft er viðurkennt. Eðli götunnar hefur breyst
með takmörkun bílaumferðar. En ég hef fulla
trú á því að gatan muni aðlagast þessum breyt-
ingum. Frá upphafi Laugavegarins hefur gatan
þurft að aðlagast hinum og þessum hlutverkum.
Í grunninn er hún byggð sem íbúðagata og lögð
löngu áður en bíllinn kemur til sögunnar. Svo
þarf gatan að aðlagast aukinni hestaumferð og
eftirspurn eftir fjölbreyttri þjónustu. Svo kemur
bíllinn og umræðan stærstan hluta tuttugustu
aldar snýst um að greiða leið bíla og strætis-
vagna um rýmið, sem ég skil mjög vel því þetta
var í upphafi aðaltengingin milli Vesturbæjar og
Austurbæjar,“ segir Anna Dröfn og Guðni segir
þessa umræðu vera hálfrar aldar gamla.
„Allt frá fimmta áratugnum hefur verið rætt
um að gera Laugaveginn að göngugötu. Svona
breytingar taka tíma og geta verið erfiðar, en
hægt að rólega aðlagar fólk sig,“ segir Anna
Dröfn og bætir við að lokum: „Það er svo eðli-
legt og mikilvægt að fólk takist á um þessa aðal-
götu. Okkur finnst Laugavegur ansi magnaður
og viljum varpa ljósi á sögurnar sem húsin með
sín ótal andlit frá mörgum tímabilum hafa að
geyma. Þær geta sagt okkur svo margt um þró-
un borgarinnar, samhengi götunnar, merkilega
frumkvöðla og síbreytilega framtíðarsýn.“
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Jónsson Dahlmann/Ljósmyndasafn Íslands. Jón Jónsson Dahlmann/Ljósmyndasafn Íslands Borgarskipulag/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Guðni og Anna Dröfn ganga
oft um Laugaveginn og segja
hann vera fjölbreyttustu götu
landsins. Þau hafa nú gefið út
bókina Laugavegur.
’
Hver kynslóð hefur haft sinn
draum um hvernig Lauga-
vegur eigi að vera í framtíðinni
en núna er kannski búið að taka í
sátt að hann verður aldrei með
einhverjum einum hætti. Því
þarf að hlúa að þessari fjöl-
breytni sem er svo sérstök.
Húsið á Laugavegi 25 byggði Kristinn Einarsson
árið 1962, en hann var bróðir Marteins sem
byggði nýklassískt hús á næsta horni árið 1928.
Stórhýsi Marteins Einarssonar á
Laugavegi 31 er eitt margra reisu-
legra verslunarhúsa sem risu við
Laugaveginn á þriðja áratugnum.