Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Page 22
Elsku Vatnsberinn minn, ef þú skoðar vel þá sérðu að þú ert ótrúlega heppin per- sóna. En þótt það sé rauði þráðurinn í lífi þínu skaltu vanda þig ef lífið virðist vera allt of hratt. Hafðu því alltaf svolítið varann á og hægðu á þér með regulegu millibili. Þú ferð inn í tímabil þar sem þú nýt- ur alls hins besta sem lífið hefur upp á að bjóða, en ekki eyða of miklum fjármunum í eitthvert rugl. Þú hefur mikinn áhuga á að finna leiðir til þess að hjálpa öðrum en þú þarft að gera það af þínum lífs- og sálarkröftum. Margir Vatnsberar eru í stjórnmálum, sem er dálítið flókið fyrirbrigði. Annars skaltu skoða að það býr í þér töframaður. Og það sem þú virkilega þráir dregst að þér eins og segull að járni. Þú skalt vera stórhuga á þessu tímabili og það þarf ekki að kosta mikla peninga, heldur meira að framkvæma. Fólk á eftir að opna sig meira fyrir þér en öðrum því þú ert svo aðlaðandi persóna, svo einlæg en samt þakin dulúð. Vertu hlutlaus ef fólk er að rífast í kringum þig. Ekki taka of sterka af- stöðu með þessum eða hinum, stilltu frekar til friðar, það er þitt hlutverk. Það verða mikil ævintýri að gerast, mörg tengd ást því þú verður með svo opið hjarta og þú átt eftir að gefa hjarta þitt að fullu þótt það komi í ljós að þú átt fleiri sálufélaga en einn, sem er ekki alltaf ein- falt. Þú munt geta forðað þér úr skuggalegum aðstæðum og hættum því þú ert bara með svo góðan verndarengil þér við hlið og það er eins og þú hafir níu líf. Þú þarft að skilja að það verður auðvelt fyrir þig að ná þeim frama sem þú vilt því að þú færð hvert tækifærið af öðru á silfurbakka. Og þessi fallegi húmor þinn breiðir yfir sáru tilfinningarnar þínar. Þú getur fundið fyrir öfund, en ef öfund væri virkjuð á Íslandi þyrftum við ekki rafmagn. Svo haltu áfram eins og ekkert hafi í skorist, sama hvað aðrir röfla. Í þér býr töframaður VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Elsku Bogmaðurinn minn, þú hefur haft allt of miklar áhyggjur af smáatriðum. Þótt þú hafir magnað þau atriði upp í huganum á þér og gert þau að stórum. Þú átt eftir að sýna í þessum mánuði hversu sérstaklega góður leiðtogi þú ert. Þú átt eftir að toga þig upp og leiða áfram lífið á réttri braut. Það eru margir möguleikar í stöðunni og allt verður meira mögulegt fyrir það sem þig langar að gera, strax í byrjun mánaðar. Þú kippir öllu í liðinn með því að hringja og hafa samband við fólk sem breytir hlutunum. Og þó þú byrjir á því bara með því að hugsa það, þá verður hugsunin að tilfinningu sem endar í framkvæmd. Og í öllu þessu þarftu að muna ef þú gerir ekki hlutinn eða lætur hann ekki gerast, er eins og þú hafir ýtt á pásu í lífsorkunni þinni. Vanafestuvinna sem gefur þér litla tilbreytingu og lætur þig finna eins og það sé aldrei neitt sem krefur þig um hugmyndir, eða eflir þig, segir þér að þú þarft að skoða hverjir möguleikarnir eru á því að þú sért sjálfstæður í því sem þú gerir. Farðu ekki eftir því þegar aðrir segja hvernig líf þitt á að vera, því þú átt þetta líf algjörlega sjálfur. Það verður mikið brambolt í heiminum og ekki vera að spekúlera of mikið í það, því það dimmir sálina þína og þá dofnar þú. Fjárhagslega reddast allt, en á síðustu mínútunni. Að vera hræddur um veraldlega hluti dregur bara á langinn að allt fari vel. Þú átt að tala við persónur þótt þú hræðist þær eða hvað þú ættir að segja. Þér mun koma mjög á óvart að sjá hvernig þetta fólk er allt miklu betra en þú hélst. Ekki hugsa um eitt- hvað sem eitraði eða gerði þér erfitt áður og jafnvel fyrir stuttu, hentu því bara út og stormaðu áfram. Ef þú ert einhleypur skaltu vera einlægur ef þú ert að kalla á ástina. Það eru miklir möguleikar á að þú sért að finna eða nýbúinn að finna ást sem hentar þér og spilar söng alvörutilfinninga. Ástin er dálít- ið þannig, þig langar að gera allt fyrir þá manneskju sem þú vilt að búi í hjarta þínu. Þú hugsar meira um að ástinni þinni líði vel og þínar þarfir skipta minna máli. Þetta verður yndislegur tími og þú vinnur afrek á mörgum sviðum. Hugsunin er upphafið BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Steingeitin mín, þó að útkoman í lífinu verði öðruvísi en þú hafðir vonað skaltu bara vita að það er allt er eins og það á að vera. Þú vilt stjórna á hvaða hraða lífið gerist og finnst það vera veikleiki að geta ekki drifið þig og þitt lið áfram. En það sem þú þráir að gerist verður þegar tíminn er réttur. Þú þarft ekki að afsaka neitt því þú færð þann árangur sem gefur lífi þínu gildi og þú finnur að þú ert komin á réttan stað. Þessa tilfinningu um að þú sért að mörgu leyti komin á réttan stað finurðu í kringum 19. desember því þá er fullt tungl í Tvíburamerkinu sem fær þig til að slappa meira af og sleppa stjórn. Og um leið og þú gerir það byrjar að rigna yfir þig kærleik og ást. Að eignast eða að vera í fjölskyldu er meginmarkmið þitt. Þar er hamingja þín fólgin, því að hlutir eru ekki það sem skiptir máli og þess vegna eru þeir kallaðir hlutir. Það er gott mottó fyrir þig að hressa eða gleðja aðra manneskju á hverjum degi. Þannig sendirðu frá þér ást og fröken Karma sveiflar þessu til baka. Svo að óvenjulegasta fólk á eftir halda undir höndina á þér. Ég dreg fyrir þig eitt spil og á því er talan þrír, sem er tala gleði, listar og skemmtana. Og þar er mynd af bláum og bleikum fána og myndin sýnir konu og mann haldast í hendur. Þetta spil segir að þú gerir bandalag eða tengir þig við manneskju sem gerir líf þitt léttara og far- sælla. Næstu 90 dagar eru merkilegasti og mikilvægasti tími þinn. Láttu ekki utanaðkomandi þvað- ur flækjast fyrir þér. Segðu bara við sjálfan þig þegar svoleiðis leiðindi eru að flækjast í huga og heila orðið „útiloka“ því annarra manna álit er bara þeirra álit. Og það eina sem þú þarft að vita hjartað mitt er að það er þitt eigið sjálfsálit sem breytir öllu og skiptir máli. Því að þegar þú elskar sjálfan þig elska aðrir þig líka, því að við erum allar manneskjur sem ein vitund. Allt eins og það á að vera STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 Desember Elsku Fiskurinn minn, þú átt að dansa við þitt eigið hljómfall og harðneita af- skiptum annarra. Líka muntu frábiðja þér að hjakka í sama farinu. Og svo dásamlega vill til að líf þitt er ekki eins fastmótað og hjá öðrum, svo vertu ánægður. Þú munt gera hlutina á þinn hátt, en hefur líka sterka þörf fyrir að sanna þig, sem gerist í flestum tilfellum. Þér mun heppnast flestallt sem þú tekur þér fyrir hendur, en ekki keyra þig út og vinna yfir þig. Það er svo mikilvægt að þú getir farið inn í hellinn þinn og verið með sjálfum þér til að efla andann, því þar næristu. Þú dæmir þig líka of sterkt fyrir útlitið; alveg sama hversu flottur þú ert finnurðu alltaf eitt- hvað sem fer í taugarnar á þér. Þegar þú gerir þetta sendirðu til þín neikvæða strauma sem hjálpa þér svo sannarlega ekki. Settu þér það markmið þegar dagurinn er búinn að skrifa niður það sem vel gekk, því þá magnast upp að það gangi betur á morgun. Þú þarft nefnilega að synda í takt við þig, því þið eruð fiskarnir tveir. Það kemur stundum fyrir að þú leyfir öðrum helmingi þínum að synda í burtu og þá finnurðu hversu berskjaldaður þú ert fyrir áreiti. Gerðu hlutina öðruvísi en þú ert vanur, hvort sem það tengist jólahefðum, áramótahefðum eða bara deginum í dag. Það mun skapa þessa skrautlegu hluti sem þú sannarlega vilt hafa í lífi þínu. Vendu þig á að pirrast ekki yfir mannfólkinu og þjálfaðu þig í að láta ekkert koma þér á óvart. Settu ljóma í rödd- ina, þú hefur nefnilega svo skemmtilega rödd. Þar byrjar þú að heilla alla, sama hvar í lífinu þeir eru staddir. Þér finnst eins og þú skiljir lífið betur, þar af leiðandi sjálfan þig, því þú ert auðvitað lífið. Þú byggir upp svo gott tengslanet og það má alveg vera þú hafir haft það. En þú endurnýjar og tengir saman fólk og í því gerast töfrar. Jafnvel byrja þeir sem þú tengir saman ástarsamband, stofna fyrirtæki eða gera eitthvað töfrandi. Þú virðist nefnilega vera hlekkurinn sem setur þetta af stað. Að bregða út af vananum FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Hrúturinn minn, það er sama hvað á þér dynur, alltaf ertu reiðubúinn eins og skátinn þegar þú sérð að aðrir þurfa á þér að halda. Og líka þegar þú veist að þú get- ur bara stólað á sjálfan þig. Þú hefur svo magnaðar tilfinningar, til dæmis ástríðu. En það getur verið of stuttur á þér þráðurinn í sambandi við skap. Ef þér finnst óréttlæti eða ekki allt vera eins og þú vildir raða hlutunum upp, þá getur hvatvísin leitt þig í vesen. Teldu upp að tuttugu og bíttu í tunguna á þér, þótt þú hafir rétt fyrir þér og þú haldir að þú vitir betur. Svo ekki vera hreinskilinn nema aðrir biðji um álit þitt, við viljum nefnilega ekki alltaf hrein- skilni. Þú hefur meiri kraft en þú getur ímyndað þér og það sýnir sig alltaf best þegar þú ert und- ir pressu. Þá hugsarðu á leiftrandi hraða og kemur sjálfum þér á óvart hversu andskoti klár þú ert. Og þú munt sleppa óttanum á því tímabili sem þú ert að ganga inn í. Og þegar hann er ekki að hindra þig, þá byrjar ballið eins og þú vilt hafa það. Næstu dagar munu snúa lífinu þér í hag, og alveg sama þótt þú hafir það á tilfinningunni að þú getir ekki hreyft þig í rétta átt, þá mun það gerast á stuttum tíma. Þessi afstaða tunglanna sem er núna, kennir þér skipulag eða færir þér hæfileikann til að skipuleggja allt svo miklu betur, því þú vinnur svo vel í skipulagi. Og til þess að opna huga þinn betur á því hvað þú vilt í raun og veru skipuleggja, skaltu taka þér penna í hönd og skrifa niður það sem þú vilt að fari í rétta röð og reglu. Þetta hjálpar þér að opna þær rásir sem þarf til þess að þetta gangi fljótar fyrir sig og þá magnar það gleði þína og ánægju yfir sjálfum þér. Og þá muntu sjá að leiðin er bara upp á við. Leiðin bara upp á við HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Nautið mitt, það hefur ýmislegt verið að gerast í kringum þig. Og um það bil helmingur af því hefur ekki látið þér líða nægilega vel. Hættu að skoða það, því annars fylgir því líðan sem veikir þig. Skoðaðu með öllu þínu hjarta hvað hefur verið að gerast og hvað hefur verið að gerast sem hefur gert þig glaðan? Sjáðu skýrt hvað hefur komið til þín og þú hefur gert frábært á síðustu mánuðum. Um leið og þú setur það staðfest inn í huga þinn, eflirðu þann mátt til þess að færa þér hamingjuna. Annarra manna gjörðir, orð eða álit eru ekki þú, því að þín orka er sérstakur heimur út af fyrir sig. Svo það er sjálfsálitið sem geislar frá þér. Þegar þér finnst lítt eða ekkert til þín koma, þá lýsirðu því frá þér. Þú getur skipt um og breytt hvernig þú útgeislar með því einu að taka ákvörðun, því þú ert frábærasta manneskjan sem þú þekkir. Og þegar þú segir já við þessu ertu búinn að efla þig 100%. Þér hefur dottið það í hug að eiga sérlega erfitt með að treysta í raun og veru. En traust er lykill- inn í því lífi sem þú ert að ganga inn í. Þú þarft að treysta ástinni, til þess að ástin treysti þér. Og þú þarft að treysta því að lífið færi þér það góða sem þú vilt, til þess að lífið geti látið þig hafa það sem þú átt skilið. Þar af leiðandi er það sem þú þarft að segja við þig eins oft og þú getur er: „Ég á skilið allt hið góða“. Og teldu svo upp hvað þú átt skilið og klappaðu aðeins á brjóstið á þér. Þegar þú gerir þetta ertu að stimpla það inn í frumurnar þínar og þær hafa minni um allt sem þú hefur gert frá því þú fæddist. Og þar sem þú ert fruma af Alheimsorkunni, þá skynjarðu að það sé verið að senda þér alla þá næringu fyrir það sem þig vantar. Breytingar eru í kringum 15. desember og eftir það er afstaða tunglanna þér svo miklu meira í hag, tengt ástinni, fjölskyldunni og lífinu. Traust er lykillinn NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.