Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021
Elsku Krabbinn minn, uppáhaldsplánetan mín er þín pláneta, sem er
Tunglið. Og hún er svo beintengd inn í þitt tilfinningalíf. Þar af leiðandi er það langbest fyr-
ir þig að byrja á nýjum og spennandi hlutum þegar nýtt tungl er sem birtist þann 4. desem-
ber.
Það sem er að tengjast kvíða þínum þessa dagana er vegna þess að þú ert að hugsa fram í
tímann hvað gerist þegar þetta eða hitt gerist. Svo þú skalt bara kyrra hugann, elsku
Krabbinn minn, því að lífið er að leysast í betri mynd en þú bjóst við.
Þú elskar fjölskyldu þína og vini og hugur þinn er hjá þeim öllum. Það er dásamlegt að
koma heim til þín, því þú gerir gott heimili enn betra. Þú töfrar alltaf fram svo ótrúlega
stemningu og þú elskar tónlist, svo skiptu um tónlist eftir því hvaða stemningu þú vilt hafa
hverju sinni.
Það er eins og sjórinn eigi eftir að kalla á þig. Þú færð þínar bestu hugmyndir ef þú getur
verið nálægt sjó þegar þig vantar að ná betri tengingu við Alheimsorkuna. Og þá skemmir
það ekki fyrir að þú getir séð Tunglið. Þú ert að fara að veita athygli svo mörgu sem hleypir
í þig kjarki eða hugrekki. Þér verða boðin ný verkefni, samningar og þér verður kippt inn í
hringiðu af möguleikum. Þar muntu takast á við mikilvæga hluti sem breyta afkomu þinni
og líðan.
Þótt þú sért jafnvel búinn að breyta mörgu og færa í kringum þig, þá er að koma ný sýn á
svo margt í tilverunni. Til dæmis í ástinni, hvað þú hefur og hvað þig vantar, og þú hleypir
því inn. Og ef þú ert á lausu, þá eru margir skotnir í þér. Svo skoðaðu það hvort þú sért í
raun og veru að spá í þann rétta og vertu opinn fyrir því sem að lífið ætlar að færa þér.
Hringiða af möguleikum
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Tvíburinn minn, þú átt eftir að anda að þér sólinni, snjónum og jólaljósunum.
Þú finnur bjöllurnar í sálu þinni hringja inn hamingju og þú sérð þessa hamingju á óvenjulegustu stöð-
um. Og þótt þú hafir gengið í gegnum þreytuköst og að vilja sofa aðeins lengur skaltu ekki streitast á
móti því sem líkaminn sendir þér og leyfðu þér það bara. Líkaminn veit nefnilega hvað þú þarft, svo
faðmaðu sjálfan þig og klappaðu þér á bakið.
Í lífinu getur þú skilið við allt, vinnuna, kærastann, landið þitt og vinina, en alla ævi muntu vakna og
sofna hjá sjálfum þér. Þú ert að sjá og finna að þú ert besta manneskjan sem þú hefur kynnst. Það er
umbreyting á svo mörgu hjá þér af því að þú ert opinn fyrir því að fólk komi til þín. Og opinn fyrir því
að það hjálpi þér upp, ef þú einhvers staðar hafur dottið í drullupott. En það skiptir samt engu máli þótt
þú dettir; það eina sem skiptir máli er að standa upp aftur og halda áfram. Orðin að gefast upp eiga
ekki að vera í þínum orðaforða. Og þegar afstaða þín verður svona sterk ertu ósigrandi og óhræddur
við allt og alla. Peningarnir koma til þín og þeir fara frá þér, enda eru þeir bara til þess að hafa gaman.
Svo ekki hugsa of mikið um það hvort þú eigir mikið eða lítið af þeim, streymið verður á réttum tíma.
Þú átt alltaf að gera ráð fyrir hinu besta, alveg sama hvað gerist.
Hinn 19. desember er fullt tungl í þínu merki og svo mikilvægt fyrir þig að tengja þig við alheimsork-
una og tunglið á þessum tíma því það hefur mikil áhrif. Þetta er þar af leiðandi þinn mánuður og þú ferð
framhjá hindrunum sem verða að sjálfsögðu á leið manns, vegna þess að þú lest svo vel út úr því sem
lífið færir þér.
Afstaða himintunglanna er ekki sérlega auðveld fram að 15. desember fyrir öll merkin, en það er
ekki það sem við eigum að hafa í huga, heldur að vita það að á öllum vanda finnst lausn og alheimurinn
er að breytast og mennirnir með. Svo þú skalt njóta og nýta þér þær aðstæður sem þú ferð inn í.
Bjöllurnar í sál þinni
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku Ljónið mitt, það er margt sem þú hefur reynt í gegnum lífið og
þurft að fara í gegnum. En núna ertu eins og segull og aðdráttaraflið þitt hefur svo
falleg áhrif á þá sem þú ert með í kringum þig. Þú verður svo óhræddur við að tala og
orð þín hafa mikið afl og mikinn mátt. Þú lýsir upp umhverfið og þú verður mikið að
spá í hvernig þú lítur út og þú átt eftir að klæða þig fallega inn í hvern dag. Þú ert
morgunmanneskja í eðli þínu og þú þolir ekki ef þú vaknar seint, þá finnst þér þú
vakna illa.
Lífið á eftir að lífga upp á þig og þú munt finna hver tilgangur þinn er. Þú átt eftir að
sjá svo skýrt og greinilega fegurðina sem þú ert að leita að. Ef þú ert í sambandi, þá er
góður tími núna til þess að bæta það. Einnig allt það samband við það fólk sem þú vilt
hafa með þér. Þú færð einstök tækifæri til þess að tala og útskýra eitthvað sem þér
finnst merkilegt. Það munu allir sjá hversu einlægur þú ert. Næstu 60 dagar eru eins og
sólarupprás; þú finnur kannski ekki þessa tilfinningu fyrr en í kringum 15. desember, en
þá sérðu hversu sönn og hrein hún er. Þarna er eins og þú fáir hugljómun og þú sérð að
þú hefur svo sterkan vilja og í þessum sterka vilja felst ró sem er svo mikilvæg fyrir
þig.
Mundu að peningar geta bara keypt hluti, en ekki hamingjuna. Hana skapar þú með
sálinni þinni fögru og þú þarft ekki að gefa svo stóra hluti, því tími þinn er verðmæt-
astur. Þegar þú lætur ljós þitt virkilega skína er ekkert myrkur í kringum þig.
Lífið mun lífga upp á þig
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
Áhyggjur eru eins og
arfi svo vökvaðu hvorgt.
Knús og kossar
Elsku Meyjan mín, þú gætir hafa haft það á tilfinningunni að allur heimurinn sé
á bakinu á þér. Og að þú þurfir að bjarga hinum og þessum og láta öllum líða vel. En láttu það
ekki á þig fá þó þú finnir einhver svona þyngsli, því ef einhver getur borið heiminn á baki sér, þá
ert það þú. Orkan sem er að koma til þín þrífst í því að hafa allt sem einfaldast. Einn dag í einu,
eina mínútu í einu. Og slepptu því alveg eða eins mikið og þú treystir þér til að vera á netinu. Ekki
heldur vera að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Þegar þetta er komið á hreint, þá verð-
urðu frjáls eins og engill með kærleikann að vopni. Það er mikill andlegur kraftur sem sækir þig
heim úr öllum áttum. Ef þú hefur misst ástvin er eins og þú skynjir hann margfalt meira. Þú færð
til þín skilaboð í draumi eða jafnvel þegar þú ert vakandi. Þegar þú ætlar að hafa samband ein-
hvern sérstakan, ég ætti nú að hringja í Jónu og svo framvegis, og viti menn þá hringir Jóna.
Í þessum krafti sem er að verða betri og sterkari er mikilvægt að þú sért eins og eikartré. Það
er með ræturnar á réttum stað og hefur frið frá öfgum og afskiptum umhverfisins.
Í þessari tilfinningu færðu svo góða yfirsýn og þá sérðu hvaða ást er sönn, því þú veist að fals-
heit og óheiðarleiki kemur alltaf upp á yfirborðið ef það er til staðar.
Ég dreg fyrir þig spil sem hefur töluna tíu sem segir að þú sért undir ákveðnum forlögum.
Þetta þýðir að þú sért undir vissum örlögum sem þú ákvaðst að sjálfsögðu sjálf áður en þú fædd-
ist á þessa Jörð. Og núna skynjarðu og finnur betur þessi forlög. Ekki vera vonsvikin hjartað mitt
yfir slóðagangnum í öðrum, haltu bara áfram. Og mundu að á þessu ferðalagi sem þú ert að fara
inn í að hressa fólk við og kippa því með þér, því að þú ert að flytja svo góðan boðskap sem er eitt
þitt mikilvægasta hlutverk þitt.
Flytur góðan boðskap
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Sigur eftir hverja þraut
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
Elsku Vogin mín, þín orka er beintengd við ástarplánetuna Venus. Og yfir þenn-
an tíma sem þú ert að lifa núna er það bara ást sem getur sigrað hatur eða neikvæða orku sem
skyggir á þig eða lemur á taugar þínar. Leyfðu þér að fljóta áfram í rólegheitum, því að dagurinn í
dag er gjöf og morgundagurinn leysist.
Þú ert svo ofurstór persóna og þú ert að finna að það sem þig vantar er svo stutt frá þér. Leyfðu
þér ekki að vera svona áhrifagjörn að áhrifin frá umhverfinu og öðru fólki sé á þínu umráðasvæði.
Þú ert alheimur út af fyrir sig, svo þú skapar með hugsunum og orðum hvað skapast í kringum þig.
Hugsanir gefa frá sér mikla orku, settu þess vegna jákvæðni í þínar hugsanir því þú gefur frá þér
bylgjur og það er hægt að mæla þær bylgjur sem koma frá heilanum.
Þú hefur verið á krossgötum, en þær eru góðar fyrir þig, þótt sumir segi að þú eigir erfitt með að
velja því þú ert Vog. En um leið og þú stoppar, kyrrir huga þinn og andar djúpt að þér færðu svarið.
Endurtaktu þetta bara ef þér finnst þú þurfa þess. Þú átt það svo sérstaklega til að hafa áhyggjur af
jólunum, að þau verði ekki eins og þú býst við og að þú getir ekki veitt þeim sem þú vilt það sem þér
finnst þeir þurfa. En þetta leysist ef þú sleppir áhyggjunum. Því að þær bylgjur sem þú sendir út frá
áhyggjum gefa þér bara miklu meira vesen og meiri áhyggjur.
Það verður allt fullkomið í sambandi við heimili þitt. Og þótt það verði kannski ekki allt eins og
það hefur verið áður, þá verður þessi nýja tilbreyting skemmtileg og með henni kemur vellíðan. Þú
færð alla þá hjálp sem þig vantar, því það elska þig miklu fleiri en þú heldur. Þú finnur líka fyrir
sannri ást, hvort sem það tengist maka, fjölskyldu eða vinum. Sem kemur þannig að þú átt eftir að
finna í hjarta þínu að þú sért komin á réttan stað. Þú átt eftir að þroskast á svo miklum ógnarhraða
og þótt þú sért að leysa úr mörgum vandamálum, þá finnurðu sigur eftir hverja þraut.
Elsku Sporðdrekinn minn, það hefur verið svo margt að gerast og þú hefur ofhugs-
að allt of margt. Þú ert stórbrotinn karakter og vilt öllum vel en þú skalt aðeins minnka þessa þrjósku
við það að standa of oft sterkt á þínum skoðunum. Því þú skalt skoða að lífið er viss hernaður og það er
mikilvægt fyrir þig að vita hvar eru hættusvæði og hvar þú átt ekki að stíga niður. Og að finna út við
hvern þú átt að tala og hverjum að treysta. Því þá er útkoman betri en þú nokkurn tímann bjóst við.
Þú ert svo tilbúinn að gefa þig allan í starfið sem þú hefur en það þarf að vera innihaldsríkt og þú
þarft að elska það. Það er fólk í kringum þig sem hvetur þig áfram, en þú þarft að skoða hlutina eins
vel og þú getur sjálfur.
Þú býrð yfir leyndarmáli sem gæti komið af stað erfiðleikum fyrir aðra, en á þessu tímabili er betra
fyrir þig að þegja en segja.
Þín stærsta lexía núna er að þekkja ástina og finna hvað er skilyrðislaus ást. Ekki taka óþarfa
áhættu þótt þér finnist þig vanta spennu. Hinn 23. desember fer lífið að gefa þér betri líðan, frið og
styrk. Þú býrð yfir svo mikilli visku og ert svo góður að ráðleggja öðrum, en farðu meira að ráðleggja
sjálfum þér eins og þú hjálpar öðrum. Það verður gott í tengslum við ungt fólk í kringum þig og allt
mun blessast og leysast þar. Peningamálin verða miklu betri en þú bjóst við, það getur verið að þér
hlotnist eitthvað óvænt eða eitthvað sem þú bjóst við.
Ég dreg spil fyrir þig þar sem þú færð töluna níu, sem er alheimstala og hjálpar til við að passa upp
á sjálfan þig og aðra. Hún sýnir líka mynd af því að himnunum er haldið uppi fyrir þig og að þú labbar
í gegnum alla storma sem þér eru sendir. Því að lífsins stormar eru ekki vondir heldur eru þeir komn-
ir til að hreinsa til í kringum þig. Þetta spil þýðir líka að andlegur styrkur þinn sé óendanlega bless-
aður.
Ekki gleyma sjálfum þér
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER