Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 08.12 Ég er fiskur 08.15 Örstutt ævintýri 08.17 Veira vertu blessuð 08.18 Litli Malabar 08.20 Jólasveinarnir 08.35 Danspartý með Skoppu og Skrítlu 08.50 Blíða og Blær 09.15 Monsurnar 09.25 Angry Birds Toons 09.30 Tappi mús 09.35 It’s Pony 10.00 Adda klóka 10.20 K3 10.35 Angelo ræður 10.40 Ævintýri Tinna 11.05 Friends 11.25 Jóladagatal Árna í Ár- dal 11.35 Top 20 Funniest 12.15 Nágrannar 14.05 Friends 14.30 How to Cure… 15.20 Kviss 16.05 Fantasy Island 16.50 Ummerki 17.40 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.45 Sportpakkinn 18.55 Ísland í dag 19.10 Framkoma 19.45 Víkingar- Fullkominn endir 20.35 Professor T 21.25 The Sinner 22.20 La Brea 23.05 Succession 24.00 Tin Star: Liverpool ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Harmonikkan hljómar 20.30 Harmonikkan hljómar 21.00 Tónlist á N4 21.30 Tónlist á N4 Endurt. allan sólarhr. 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 18.30 Mannamál (e) 19.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 19.30 Bókahornið 20.00 Kaupmaðurinn á horn- inu (e) Endurt. allan sólarhr. 15.30 Gamba – ísl. tal 17.00 Fjársjóðsflakkarar 17.25 Tilraunir með Vísinda Villa 17.30 Jóladagatal Hurða- skellis og Skjóðu 17.35 Heil og sæl? 17.55 Ástríða 18.30 Jólastjarnan 2021 19.05 Jóladagatal Hurða- skellis og Skjóðu 19.10 The Moodys 19.35 Ilmurinn úr eldhúsinu 20.10 Christmas at Grand Valley 21.45 Stella Blómkvist 22.30 Yellowstone 23.15 City on a Hill 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Kapellu Háskóla Íslands. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Víkingur leikur Debussy og Rameau – og Mú- sorgskíj. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Kventónskáld í karla- veldi. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Í leit að betra lífi. 20.35 Kynstrin öll. 21.30 Áður fyrr á árunum. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Þögnin rofin – Florence Price. 23.10 Frjálsar hendur. 08.31 Hvolpasveitin 08.54 Skotti og Fló 09.01 Unnar og vinur 09.24 Múmínálfarnir 09.46 Eldhugar – Nzinga – drottning Ndongo 09.50 Sammi brunavörður 10.00 Jóladagatalið: Saga Selmu 10.15 Jóladagatalið: Saga Selmu 10.30 Jóladagatalið: Jólasótt 11.00 Silfrið 12.10 Jólin hjá Mette Blomst- erberg 12.40 Tungumál framtíð- arinnar 13.10 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni 13.35 Jólin koma 13.55 Á móti straumnum – Allir hafa séð Ronju nakta 14.25 Okkar á milli 15.00 Jólatónleikar Rásar 1 15.45 Kiljan 16.45 Nýjasta tækni og vísindi 17.15 Menningin – samantekt 17.40 KrakkaRÚV 17.41 Jóladagatalið: Saga Selmu 17.54 Jóladagatalið: Jólasótt 18.19 Stundin okkar 18.50 Landakort 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.20 Dagur í lífi 21.05 Ófærð 21.50 Snilligáfa Picassos 22.40 Norskir tónar 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt- unar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm- plötuframleiðenda. Stefán Hilmarsson hef- ur gefið út tvær jóla- plötur ásamt einu mest spilaða jólalagi lands- ins, Jólahjól, sem hann söng aðeins 21 árs gam- all árið 1987 með Sniglabandinu. Stefán útilokar ekki að hann muni semja fleiri jólaplötur í fram- tíðinni. Fyrri platan, Ein fyrir þig, kom úr árið 2008 og varð hún að hluta til til á sundlaugarbakkanum á Flórída en sú síðari, Í des- ember, kom út árið 2014. Stefán sagði frá tengslum sínum við jólatónlist í Síðdegisþættinum fyrir helgi. Nánar á K100.is. Jólin komu aftur þegar Stebbi varð faðir Hann var réttur maður, á réttum tíma, á hárréttum velli. Miðherjinn Ray Kennedy var aðeins nítján ára þegar hann stangaði fyrirgjöf George Armstrongs í netið hjá Tott- enham Hotspur á White Hart Lane vorið 1971 og tryggði Arsenal sinn fyrsta meistaratitil í heil 18 ár. Mark sem gerði hann umsvifalaust að goð- sögn hjá félaginu. Ekki spillti stað- setningin fyrir enda Tottenham erkifjandi Arsenal og stuðnings- menn félagsins bresta iðulega í söng þegar afrekið er rifjað upp. „We won the league in the s**t hole; we won the league at Shite Hart Lane!“ Þið afsakið orðbragðið! Þremur árum áður leit allt út fyrir að stuttum knattspyrnuferli Kenn- edys væri lokið. Hann var þá á mála hjá Port Vale en knattspyrnustjóri liðsins, Stanley Matthews, sem vissi eitt og annað um íþróttina, lét hann fara með þeim orðum að hann væri of stór, klunnalegur og hægfara til að geta haft lifibrauð af sparkinu. Okkar maður sneri þá aftur til síns heima í Norðymbralandi og fékk sér vinnu í sælgætisverksmiðju. Spyrnti sér til yndisauka með áhugamanna- liðinu New Hartley Juniors. Þar kom útsendari Arsenal auga á hann en sá hafði verið sendur til að fylgj- ast með allt öðrum manni. Til að byrja með mátti Kennedy dúsa í varaliði Arsenal en lét fyrst til sín taka í fyrri úrslitaleik liðsins gegn Anderlecht í borgakeppni Evr- ópu vorið 1970, minnkaði muninn í 1:3 í útileiknum. Mark sem átti eftir að reynast dýrmætt en Arsenal vann seinni leikinn á Highbury 3:0. Kennedy hafði aðeins leikið sex leiki fyrir Arsenal þegar Charlie George ökklabrotnaði á upphafsdegi Englandsmótsins 1970. Það opnaði dyrnar inn í aðalliðið við hlið Johns Radfords í framlínunni og þegar upp var staðið var Kennedy markahæst- ur leikmanna liðsins, skoraði 26 mörk í 63 leikjum. Arsenal vann bik- arinn einnig þetta vor. Seinustu kaup Shanklys Hann lék þrjú tímabil til viðbótar með Arsenal en fann sig ekki eins vel og þennan fyrsta vetur og var seldur fyrir metfé til Liverpool sum- arið 1974. Það voru seinustu kaup Bills Shanklys sem settist í helgan stein sama dag og Kennedy skrifaði undir samninginn. „Kannski var það seinasta sem ég gerði fyrir félagið að kaupa frábæran nýjan leikmann,“ sagði sá gamli. Eins og svo margt annað hjá Shankly var það negla. Kennedy fór reyndar rólega af stað á Anfield enda erfitt að skilja að Kevin Keegan og John Toshack í framlínunni. Þeir virtust fæddir á sömu bylgjulengd. Arftaka Shanklys, Bob Paisley, hugkvæmdist þá að færa Kennedy aftur á miðjuna, þar sem leikskiln- ingur hans, styrkur og eitraður vinstri fóturinn myndu njóta sín í botn. Og bingó! Okkar maður missti varla úr leik næstu árin og vann fimm Englandsmeistaratitla, einn UEFA-bikar og þrjá Evrópumeist- aratitla með Rauða hernum. Var al- gjör lykilmaður og sérdeilis vel þokkaður á bítlaslóð. Um það vitna fræg ummæli Paisleys: „Frá mínum bæjardyrum séð er hann einn af merkustu leikmönnum Liverpool og sennilega sá vanmetnasti.“ Kennedy kvaddi Liverpool 1982 og lék til skamms tíma með Swansea og Hartlepool áður en skórnir fóru á hilluna frægu tveimur árum síðar. Sama ár greindist hann með park- insonsjúkdóminn sem litaði líf hans allar götur síðan. Ray Kennedy lést á þriðjudaginn var, sjötugur að aldri. orri@mbl.is Ray Kennedy var afar sigursæll á ferlinum. Hér er hann með Evrópubikarinn ásamt Graeme Souness og Kenny Dalglish. thisisanfield.com RAY KENNEDY LÁTINN SJÖTUGUR AÐ ALDRI Klunninn sem kleif tindinn Kennedy hóf ferilinn sem framherji hjá Arsenal. arsenal.com Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIYABI FRÁ ZWILLING VANDAÐIR JAPANSKIR HNÍFAR Fullkomin blanda af japönsku handverki og þýskum áreiðanleika.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.