Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Síða 1

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Síða 1
ÞJÓÐFÉLAG ÁN ÞRÖSKULDA Nú fer í hönd kosningavetur og eflaust ekki langt 1 það að kosningabarátta flokkanna fari af stað. Við Sjálfsbjargarfélagar höfum gjarnan notað tæki- færið þegar svo stendur á til að vekja athygli á baráttumálum Sjálfsbjargar, málstaðnum til fram- dráttar. Sem fyrr riður á miklu að við látum rödd S jálf sbjargar heyrast kröftuglega og kref jum flokk- ana sagna um á hvem hátt þeir vilji vinna með okk- ur að hagsmunamálum hreyfihamlaðra. í þeirri baráttu sem fram undan er skiptir höfuð- máli að Sjálfsbjargarfélögin víðsvegar um landið séu virk. þar skiptir mestu að allir þeir Sjálfs- bjargarfélagar sem vettlingi geta valdið leggi lóð sitt á vogarskálina og að þannig verði hinum póli- tisku fylkingum gert ljóst að atkvæði okkar skipta máli! Sjálfsbjargarfélagar þurfa að verða virkir i sinum flokkum og berjast fyrir hagsmunamálum hreyfihaml- aðra, berjast fyrir þvi að þeirra flokkur taki mál- efni okkar upp i stefnuskrá sína. En það er ekki nógf við Sjálfsbjargarfélagar verðum lika nú á vetri komanda að vera vakandi fyrir öllum pólitisk- um fundum og öðrum uppákomum, mæta þar sem flest og láta rödd Sjálfsbjargar heyrast. En hvað skyldum við nú eiga að leggja höfuðáherslu á i málflutningi okkar? Hér verða einstök Sjálfs- bjargarfélög og Sjálfsbjargarfélagar að meta hlut- ina hvert fyrir sig eftir staðháttum og séraðstæðum byggðarlagsins. Þó tel ég að við getum haf t nokkur meginatriði i huga. Á merkinu okkar sem við seldum nú siðast i september var áletrunin "Þjóðfélag án þröskulda". Þetta tel ég vera tilvalið slagorð i baráttu okkar fram að kosningum. Við Sjálfs- bjargarfélagar höfum um áraraðir barist fyrir þvi að byggingar og umhverfi okkar verði þannig úr garði gert að það henti ÖLLUM. Er ekki nú kominn timi til að stjórnmálamennirnir okkar láti hendur standa fram úr ermum og geri raunhæfar áætlanir um á hvem hátt megi gera þetta? Við skulum athuga að það að dyraop séu nægilega breið, salemi nógu stór, tekið sé úr gangstéttum, skábrautir séu jafn- hliða tröppum, lyftur séu i húsum og að gangstéttir ÁLLA

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.