Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Page 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Page 5
FERÐ TIL HOLLANDS SUMARIÐ 1991. Næstkomandi sumar mun ferðaskrifstofan Ferðabær efna til tveggja vikna sumarleyfisferðar til Hol- lands i samvinnu við Sjálfsbjörg l.s.f. Ferðin verður dagana 14.-28. júni. Gist verður i orlofshúsum i Flevohof, en þangað er um klukkustundar akstur frá Amsterdam. Flevohof er stórt útivistarsvæði sem staðsett er á gömlum hafsbotni. Þar er ýmislegt hægt að gera og skoða, t.d. eru þar gróðurhús, fiðrildarækt, ostagerð, hestaleiga, sveitabær, sundlaugar, góðir veitinga- staðir og margt fleira. Þar eru einnig ýmsir fallegir garðar, t.d. 1 kinverskum og svissneskum stil. Hægt er að fara með lest i skoðunarferð um svæðið sem opið er daglega frá kl. 10.00 - 18.00 á sumrin. Þeir sem dvelja i orlofshúsunum fá ókeypis aðgang að öllu á svæðinu. Sigriður Kristinsdóttir, starfsmaður Sjúkraþjálf- unar Sjálfsbjargar fór i haust á vegum Ferðabæjar til þess að athuga aðstæður i Flevohof. Sigriður hefur verið hjálparmaður i mörgum ferðum, einkum á vegum fþróttafélags fatlaðra, bæði utan lands og innan. Áhugavert er að heyra skoðun hennar á mál- inu og tókum við hana því tali. -Siqríður. hverniq list bér á svæðið? "Mér list mjög vel á svæðið. Þetta er fallegur staður og ólíkur því sem ég hef séð áður. Hann er f jölbreyttur, margt að sjá og skoða. Þar er mikið af fallegum trjám og blómum. Þetta er stórt svæði og ef maður ætlar að skoða það virkilega vel tekur það marga daga." -Hverniq er svæðið með tilliti til aðqenqis? "Það er viðast hvar mjög gott. Á flestum stöðum eru skábrautir og breiðar dyr. Góð salernisað- staða er á svæðinu. Til dæmis er ein innisundlaug með skábraut og hægt er að komast i skoðunarferð um svæðið með lest á auðveldan hátt. Gróðurhús og fjós eru vel aðgengileg, svo og veitingastaðirn- ir. " -Hverniq eru orlofshúsin? "Þaða er gert ráð fyrir 6-7 manns i hverju húsi, fjórum á efri hæðinni og þremur á neðri. Á bað- herberginu eru breiðar dyr og við salernið eru stoðir og handfang og þar inni er sturta. Það er slétt út á verönd. Eldunaraðstaðan er litil en góð. " Stefnt er að þvi að hafa tvær skoðunarferðir á þessum tveimur vikum. Til dæmis eina til Amster- dam þar sem siglt yrði um síkin. Fararstjóri á vegum Ferðabæjar verður með allan tímann. KLIFUR 5 FLEVOHOF

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.