Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 3
NÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA/AÐSTANDENDUR FATLARA BARNA DAGANA2.-5. MAÍ 1991. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir foreldra fatlaðra barna, á aldrinum 4-11 ára, helgina 3,- 5. maí n.k. Námskeiðsstaður er Reykjadalur í Mosfellsbæ. Þetta er helgarnámskeið og er pláss fyrir um 15 manns. Námskeiðsgjald er kr. 4.400 og innifalið í því er fæði, gisting og námskeiðsgögn. Ferðakostnaður er greiddur fyrir þátttakendur utan af landi. Eftirtaldir aðilar standa að nám- skeiðinu: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrkt- arfélag vangefinna. Báða dagana, laugardag og sunnudag, verða stuttir fyrirlestrar og hópvinna á eftir hverjum fyrir- lestri. Eftirtalin efni verða á daqskrá: - Fötlun, þroski og þjálfun. - Námsgeta, dagvist og skóli. - Uppeldi, samskipti og fjölskyldan. - Félagsleg viðbrögð - nánasta - umhverfi. - Fjölskyldan og samfélagið. Fyrirlesarar verða læknir, sálfræð- ingur, félagsráðgjafi og foreldri. AÐLÖGUNARNÁMSKEIÐ FYRIR FATLAÐA DAGANA 10. -12. MAÍ1991 Á VEGUM SJÁLFSBJARGAR, LANDSSAMBANDS. Fyrirhugað er að halda aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða helgina 10.-12. maí n.k. Námskeiðið verður haldið í Reykjadal, Mosfellsbæ, Námskeiðið er miðað við þátttakendur, sem hafa fatlast mikið af ein- hverjum orsökum á síðustu árum. Dæmi. Mænusköddun, vöðvasjúk- dómar, klofinn hryggur, helftarlömun, útlimamissir, miðtaugakerfis- sjúkdómar og fleira. Auk fatlaðra eru aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir á námskeiðið, bæði sem aðstoðarmenn og þátttakendur. Þátttakendur geta einnig komið einir og fengið aðstoð á staðnum. Aldur: 16 ára og eldri. Námskeiðið er hluti af félaqsleqri endurhæfinqu. Markmið þess er að styðja hinn fatlaða og fjölskyldu hans til þess að gera sér grein fyrir félagslegum afleiðingum fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf almennings til fötlunar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð einstaklingsins við í mörgum tilvikum nýjum og breyttum aðstæðum. Á námskeiðinu verður einnig fyrirlestur um tryggingamál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi, sem tengist fötluðum. Engin bein líkamleg þjálfun fer fram á námskeiðinu. Aðallega verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameigínleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri er í hverjum hópi og hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Tækifæri er fyrir þá sem vilja til þess að spjalla í einrúmi um persónulega hagi við fyrirlesara og starfsmenn. Þetta er sem sagt helgarnámskeið og er gist á staðnum. Það er pláss fyrir um 15 manns. Námskeiðsgjald er kr. 4.400 og er innifalið í því gist- ing, fæði og námskeiðsgögn. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk utan af landi. Þátttaka tilkynnist Lilju Þorgeirsdóttur eða Ólöfu Ríkarðsdóttur í síma 91 - 29133 á skrifstofutíma fyrir föstudaqinn 26. apríl. Áfram gengur! Bílaverkstæði Kársnesbraut 112 Kópavogi. Framkvæmum allskonar bílavið- gerðir. Förum með bíla í skoðun ef óskað er. Sækjum bíla ef óskað er. Veitum öllum Sjálfsbjargarfélögum 10% afslátt af verkstæðisvinnu. Brynjólfur W. Karlsson John H. Crawford.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.