Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 8
BIRFREIÐASTYRKUR FRÁ FIAT Á undanförnum árum hefur þaö margsannast, hversu vel Fiat-bifreiðar hafa reynst þeim, er á einhvern hátt eiga erfiðara með að hreyfa sig en annað fólk. Kemur þar margt til. Allar hurðir opnast mjög vel og þegar inn er komið, reynist plássið ótrúlega gott, ekki síst farangursrýmið (t.d. fyrir hjólastói). Fiat er ákaflega léttur í stýri, eins og sagt er, og fjölmargar tegundir með vökva-stýri og veltistýri sem staðalbúnað. Fiat er ýmist beinskiptur eða sjálfskiptur, og er gírskipting mjög þægileg. Sjálfskiptingin er svokölluð stígandi skipting, þar sem þú merkir aldrei er bíllinn skiptir um gír. Sæti eru mjög þægileg (tvískipt aftursæti) og útsýni gott, þar sem þú situr mjög hátt. Þetta gerir að það er mun auðveldara að komast inn og út úr bílnum. Allur búnaður er vandaður og mikið lagt upp úr því að auðvelt sé að stjórna bílnum og aksturinn sé hljóðlátur. Stórátak hefur verið gert, til að bæta ytra byrði bílsins, til varnar ryði og öryggisins vegna. Allar Fiatbílar eru afhentir með 8 ára ryðvarnarábyrqð. Fiat er mjög spar á bensínið (frá 4.31 100 km.), og verðið mun lægra en á sam-bærilegum bílum. Síðast en ekki síst, bjóðum við öllum öryrkjum, er hyggja á bifreiðakaup hjá okkur, 20.000.00 króna afslátt af neðangreindum verðum. Sem sagt: Bifreiðastyrkurinn ykkar hækkar um kr. 20.000.00 FIAT UNO Þessi lipri "smábíll”, sem margsannað hefur ágæti sitl við íslenskar aðstæður. Verð frá ... kr. 595.000,- FIAT TIPO Tímamótabíll, sem kjörinn var bíli ársins um allan heim, er hann kom á markað. Innifalið í verði: Vökvastýri, veltistýri, rafmagn í rúðum og samlæsing á hurðum. Verð frá ... kr. 949.000.- FIAT TEMPRA Nýjasti lúxusbíllinn frá Fiat, þar sem innifalið er í verði vökva-og veltistýri, rafmagn í rúðum og samlæsingar á hurðum. Verð frá ... kr. 1.089.000,- SÝNING í HÁTÚNINU ÞRIÐJUDAGINN 9. APRÍL KL. 12-16. Þriðjudaginn 9/4 ætlum við að heimsækja Hátúnið með nokkra bíla, og þar gefst ykkur kostur á að reynsluaka og skoða bílana og spyrja okkur spjörunum úr. Allar nánari upplýsingar fáið þið í síma 91-688850. Fiat - Skeifunni 17 -109 Reykjavík. TIPO UNO TEMPRA KLIFUR - 8 -

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.