Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 6
MOBILITY INTERNATIONAL FERÐALANGAR! Öryrkjabandalag íslands hefur nú gengiö í Evrópusamtök ungra fatlaðra sem nefnast Mobility International. Flestar Evrópuþjóöir eiga aðild aö Ml og hefur fatlað fólk víðsvegar aö notiö góðs af starfi samtakanna aöallega í formi ferðalaga. Samtök fatlaöra eru þegar farin aö nýta sér veruna í Ml. Katrín Níeisdóttir og Sigurður Trausti Kjartansson fóru t.d. á ráöstefnu um málefni fólks með dulda fötlun sem haldin var í Strasbourg., Frakklandi á síðasta ári. Nýlega kom út dagskrá yfir starfsemi Ml fyrir árið 1991. Hér aö neðan mun ég nefna nokkra dagskrárliði sem íslendingar geta nýtt sér: 19. til 26. maí verður það sem kallað er “Alþjóðleg vika fyrir ungt heyrnar- laust fólk í Strasbourg, Frakklandi. Þarna koma saman ungir heyrnarlaus- ir víðsvegar að úr Evrópu og fjalla um ýmis hagsmunamál heyrnarlausra, auk þess sem gefinn verður góður tími til að litast um og skoða ná- grennið. 13. til 17. júní verður ráðstefna í Co. Clare á írlandi þar sem viðfangsefnið verður m.a.: "Hvernig geta fatlaðir stjórnað lífi sínu og athöfnum?" 16. til 30. júlí verður enskunámskeið í Alton, Hampshire í Suður Englandi. Kennslan fer fram í Treloar College. 5. til 16. ágúst verður gefinn kostur á að dvelja hjá enskum fjöiskyldum í Maidstone í Suður Englandi. Á morgnana verða enskutímar sóttir í Mid Kent College. Eftir hádegið verður frjáls tími sem þátttakendur geta nýtt að eign vild. 10. til 17. ágúst verður í Redhill, Englandi "menningarvika". Farið verður á sýningar, bíó, leikhús og fieira. Auk þess verða vínakrar skoðaðir og sú framreyðsla sem þar fer fram. 27. sept. til 1. október verður í Hannover, Þýskalandi, ráðstefna sem ber yfirskriftina: "Aðstoð við fatlaða í Evrópu". Þátttakendur eiga að vera tilbúnir að lýsa aðstæðum hver í sínu landi. 12. til 17. október verður haldin ráðstefna í Groesbeek, nálægt Nijmegen í Hollandi um kynlíf og fötlun. Vonandi geta sem flestir nýtt sér það sem Ml hefur upp á að bjóða. Enda er víst að tengsi sem þessi við erlendar þjóðir geta víkkað út sjón- deildarhring fólks sem mun nýtast í starfinu hér á landi. Nánari upplýs- ingar gefur Helgi Hróðmarsson í síma 91-22617. Helgi Hróðmarsson, fulltrúi. - 6 - Við viljum hvetja ykkur til að hafa augu opin gagnvart aðgegni, þegar þið farið í ferðalög hvort sem er innan lands eða utan. Allar ábendingar um slíkt eru vel þegnar og geta komið okkur að gagni, þegar við erum að skipu- leggja Sjálfsbjargarferðir. Félagsmáladeildin Ólöf og Lilja Sími 91-29133 Lyklakippur með Sjálfsbjargar- merkinu eru til sölu hjá öllum Sjálfsbjargarfélögum. Verndaðir vinnustaðir Alþingi samþykkti fyrir þinglok þing- sályktun þess efnis að skora á rík- isstjórnina að leita samvinnu við Samband verndaðra vinnustaða um átak til kynningar og þróunar á framleiðslu verndaðra vinnustaða og að veitt verði fé og önnur aðstoð í þessu skyni. Ályktuninni var breytt í meðförum nefndar, en upphaflega var einnig lagt til að skora á ríkisstjórnina að sjá til þess að opinberir aðilar beini viðskiptum sínum til þessara vinnu- staða. Þingmenn allra flokka stóðu að tillögunni, en fyrsti flutnings- maður var Skúli Alexandersson. KUFUR

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.