Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Blaðsíða 4
Tölvumiðstöð fatlaðra
í lögum um Tölvumiðstöð fatlaðra segir að markmið hennar sé söfnun
upplýsinga um vélbúnað og hugbúnað, sem nýtist fötluðu fólki í sam-
bandi við tölvur til atvinnu, náms og tómstundastarfa; þróun slíks búnaðar
og aðhæfing að íslenskum aðstæðum; dreifing slíks búnaðar og skráning
upplýsinga um ráðstefnur og námskeið á þessu sviði.
Til þess að Tölvumiðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem best þarf hún
að komast í samband við þá einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir
sem hafa innsýn í þessi mál; þ.e. þá sem hafa hannað, unnið að upp-
setningu, eða á annan hátt hafa þekkingu á viðkomandi búnaði.
Ákveðið var að leitast við að nálgast ofangreindar upplýsingar. Jóhanna
Ingvarsdóttir iðjuþjálfi og Þórhallur Maack kerfisfræðingur mynduðu
bakhóp við Tölvumiðstöðina. Einnig hefur Helgi Hróðmarsson aðstoðað
þau og Sigurjón Einarsson forstöðumann við framkvæmd verkefnisins.
Bréf voru send á um 1300 staði. Þar má nefna félög fatlaðra, ýmsar
stofnanir sem tengjast samtökum fatlaðra, skóla, fræðsluskrifstofur, Grein-
ingarstöðina, Sjónstöð, Heyrnar- og talmeinastöð, svæðisstjórnir, tölvu-
skóla, félagsmálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, fagfólk og aðra sem taldir
voru hafa innsýn inn í viðkomandi málefni.
Töluvert hefur borist af svörum og hefur þessum upplýsingum verið
komið fyrir í gagnagrunni svo auðvelt verði að náigast þær. En betur má
ef duga skal og sjálfsagt er að benda fólki sem les þessa grein að hafa
samband við Tölvumiðstöð fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík sími 91-629494
ef það hefur upplýsingar sem það telur að komi að gagni.
Sigurjón Einarsson, forstöðumaður.
NÝ FERLINEFND
Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fjalla um hönnun
bygginga með tilliti til aðgengis fatlaðra. Hlutverk hennar er einnig að
gera tillögur varðandi breytingar á opinberum byggingum með aðgengi
fatlaðra í huga, í tengslum við endurbætur og endurbyggingu þeirra. Þá
á nefndin að kynna sér fyrirliggjandi frumvarp að byggingar- og skipu-
lagslögum og koma á framfæri athugasemdum.
Starfsmaður nefndarinnar í hálfu starfi er Carl Brand.
Nefndin er þannig skipuð:
Andri Narfi Andésson, tilnefndur af Arkitektafélagi íslands, Skúli Lýðsson,
tilnefndur af Félagi byggingarfulltrúa, Kristinn Kristinsson, tilnefndur af
Landssambandi iðnaðarmanna, SigurðurThoroddsen, tilnefndur af Skipu-
lagi ríkisins, Áslaug Sverrisdóttir, tilnefnd af Þroskahjálp, Olöf
Ríkarðsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi íslands og Grétar J. Guð-
mundsson, verkfræðingur, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður
nefndarinnar.
Jafnhliða skipan þessarar nýju nefndar er lögð niður Samstarfsnefnd um
ferlimál fatlaðra, sem starfaði um nokkurra ára skeið.
ÓR.
Frá Tryggingastofnun ríkisins.
Bílalán.
Tryggingaráð hefur samþykkt
hækkun bílalána frá 1. janúar 1991,
sem hér segir:
Lán til hreyfihamlaðra verður
kr. 200.000.-.
Lán til mjög hreyfihamlaðra og
leigubifreiðarstjóra verður
kr. 340.000.-
Lánin eru óverðtryggð og vextir
8%.
Lægri lánin eru veitt til þriggja ára,
en hærri lánin til fjögurra ára.
Bensínpeninqar:
Bensínpeningar verða kr. 11.970
fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars
1991.
í síðasta tölublaði Klifurs (2. tbl. 1.
árg.) var sagt frá nýsamþykktum
reglum um þátttöku Trygginga-
stofnunar ríkisins í greiðslu farsíma
fyrir fatlaða.
Nú hefur verið fallið frá tekju-
mörkum þeim sem fram koma í
reglunum.
KUFUR ■ 4 -