Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 2
Hafnarfjörður er
Þrándur ígötu nr. 2
Eins og margir muna veitti
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra í
samvinnu við Ný-ung,
Umhverfis-ráðuneytinu
Sjálfsbjargarádrepuna Þránd í götu
nr. 1. Þá var ákveðið að ádrepan yrði
afhent að minnsta kosti einu sinni á
ári. Allavega þangað til að við
finnum ekki fleiri óaðgengileg hús
(hvenær sem það svo verður).
I ár lagði Ný-ung hausinn í bleyti og
fór að velta Því fyrir sér hvaða
bygging yrði þessa vafasama heiðurs
aðnjótandi. Við hringdum í Össur
Skarphéðinsson og spurðum hann
hvort hann ætlaði ekki að gera
eitthvað varðandi
Umhverfis-ráðuneytið. Svar hans var
á þá leið að verið væri að vinna í
málinu og það væru komnar á borðið
teikningar, lyfta og íjármagn. Við
urðum voðalega glöð er við heyrðum
þessi orð en komumst svo að því að
það væri stutt til kosninga og betra að
hafa varann á. Við teljum samt að
batnandi ráðherrum sé best að lifa og
hættum því við að gefa þessu blessaða
ráðuneyti líka Þránd í götu nr. 2. Og
héldum áfram að leita.
Ein hugmyndin var sú að leita að
fómarlambi fyrir utan borgarmörkin.
Ekki var lengra komist en til
Elafnaríjarðar. Þar strönduðum við
strax á mjög leiðinlegum hindmnum.
Má þar nefna bæjarskrifstofumar,
félagsmálastofnunina,
félags-miðstöðina og Iþrótta- og
tómstundaráð, svo eitthvað sé nefnt.
Við héldum á fund bæjarstjóra
Magnúsar Jón Amasonar og spurðum
hann frétta en hann sagði eigi allt af
létta. Hann taldi þetta mjög slæmt
mál, vonaði að einhvertímann yrði gert
eitthvað í málinu, en lofaði samt engu.
Vomm við þá ekki lengur með neinar
vífíllengjur og ákváðum öll í kór að
Sjálfsbjargarádrepan, Þrándur í
götu nr. 2 yrði afhent 31. mars 1995 í
2
Hafnarfirði. Hófst þá undirbúningur
af fullum krafti. Við bjuggumst við
miklum átökum svo að ekki þurfti
minna til en að fá Sterkustu konu
íslands, hana Sigrúnu
Hreiðarsdóttir, til að ljá okkur lið.
Síðan bættist í hópinn vöðvaminni en
samt raddsterkari aðili. Hinn
góðkunni söngvari KK og notum við
tækifærið hér og þökkum þeirn báðum
kærlega fyrir.
Þegar svo loksins hinn langþráði
dagur hafði mnnið upp, þá mnnu tvær
grímur á greinarhöfund er hann leit út
um gluggann. Konrinn var þá hinn
ágætasti skafrenningur sem hefði
sómt sér vel í spennusögu eftir
Alistair Maclean. Einhversstaðar í
hinum ágæta undirbúningi hafði
gleymst að ræða við veðurguði og
panta gott veður. Lagðist
greinarhöfundur þá aftur uppí rúm og
breiddi sæng sína upp fyrir haus. En
fór samt að hugsa um forfeður sína og
taldi að þeir hefðu nú ekki kippt sér
upp við svona smá "golu". Rauk hann
því á fætur, klæddi sig samkvæmt
veðri og setti stefnuna á Hátún 12.
Þegar þangað var komið létti höfundi
gífurlega því að þangað var mættur
dágóður hópur fólks. Upp í
strætisvagn var haldið syngjandi og
trallandi. Þama spmttu upp textar
sem að nokkrir ungliðar höfðu samið
við eldri lög og einnig nýir sem
Formaóur Sjálfsbjargar, Guðríður Ólafs-
dóttir, ásamt hlekkjuðum ungmennum og
KK.
spruttu fram af vömm KK. Eftir að
hafa komið við í Hátúni 10 og á
Sléttuvegi mættum við í Hafnarfjörð.
Þar bættust Hafnfirðingar við
kröfugönguna og stefnan tekin á
ráðhúsið. Þar hlekkjuðu nokkur
ungmenni sig við útidyrahurðina í
nokkrar mínútur þannig að enginn
komst hvorki inn né út.
Formaður Sjálfsbjargar Guðríður
Ólafsdóttir hélt þama góða og
hnitmiðaða ræðu. Sterkasta kona
íslands tók sig til og hélt á ungum
Hafnfírðingi upp á næstu hæð og
afhenti hann bæjarstjóra ádrepuna.
Stjóri kom út og lofaði ekki neinu en
sagði að ádrepan myndi minna sig á
þetta málefni.
Og þá héldum við (helmingi) léttari í
lundu að verslunarmiðstöðinni Miðbæ
og veittum henni viðurkenningu fyrir
gott aðgengi. Þeir þökkuðu fyrir sig
með því að bjóða upp á kaffí á
staðnum.
Undirritaður telur að þama hafi þarft
verk farið fram og vonumst við til að
Hafnarfjörður geri eitthvað í málunum.
En eins og Guðríður sagði, þá fara
þessar byggingar í gjörgæslu hjá
Sjálfsbjörg og munum við örugglega
l'áta aftur í okkur heyra ef ekki verður
eitthvað að gert. Einnig vakti þetta
athygli fjölmiðla og vakti upp
umræður þannig að önnur bæjarfélög
fara kannski að hugsa sinn gang.
Arni Sal. Ungi nr. 69
Greinarhöfundur tekinn tali af útvarps-
manni frá Rás tvö.
Veitt viðurkenning fyrir gott aðgengi í
Miðbæ.