Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 5
Matarhornið Fundargjörð. Aðalfundur einn hér var undir merki Sjálfsbjargar. Sextánda það segir hér sjálfur júní valinn er. Glöddumst við, við góðan dag gjaldkeri las efnahag. Enga sjóðþurð sagði hún sjá þá lyftist allra brún. Þurfi að senda á þingið mann þá var nú bara að finna hann. Vandasamt það verkið er vill nú einhver fara hér. Pálína með pomp og pragt pantaði strax að fara á vakt þáði að sinna þingstörfum þjálfuð vel í orðræðum. Bima líka bauðst á stað bjargaðist málið fyrir það. Þá var lokið þeirri grein þokast áfram málin bein. Stjómin áfram saman sat sáum, það var allra mat, allt er gott sem gjört er hér gróskumikið starfíð er. En var málum ýmsum hreyft öllu lokið, engu leyft. Kaffi boðið og kökumar komu að góðum notum þar. Fundurinn var fámennur en frekar góður mannskapur. Allir höfðu hug á því að hittast næsta júní í. Anna Jónsdóttir Amessýslu. Kveðja við vegaskil. Eins og við vitum, er sátum sambandsstjómarfundi og við fleiri tækifæri, var það fost venja Jóhanns Péturs að láta syngja við fundarslit þetta erindi, sem hér er tilfært. Við hér enda verðum grín vegir skilja að sinni, haltu á vinur heim til þin hjartans kveðju minni. Við andlát Jóhanns Péturs urðu svo þessar vísur til. Þá er stjaman skæmst skín, skugginn leynist nærri. „Við hér enda verðum grín", vinur þú ert fjam. Allt sem gafstu í gleði og önn og geymist lengi í minni, vegaljósin verða sönn er „vegir skilja að sinni". Dýrri ósk um sólarsýn og sífellt meir að byggja „haltu á vinur, heim til þín", hvert sem vegir liggja. Þín var glaðvær þreklundin. Þökk fyrir dýrmæt kynni héðan fylgir heillavin, „hjartans kveðju minni". Brynhildur L. Bjamadóttir Drukknaður Kolkrabbi Polpi affogati 6 litlir, áttarma kolkrabbar (eða smokkfiskur) 6 hvítlauksrif 100 g svartar ólífur, steinarnir teknir úr 18 kapers-ber (má sleppa) 600 g afhýddir, ítalskir tómatar úr dós, saxaðir steinselja, söxuð 2 msk ólífuolía salt pipar Aðferð: Setjið hreinsaðan, heilan kolkrabba ásamt öllu hinu í 6 litla leirpotta. Kryddið hæfílega, setjið á þá lok og bakið rólega í 170 °C heitum ofni í 40 mínútur. Leiðrétting: Því miður slæddist meinleg villa með í einu ljóðanna í síðasta blaði. Þetta er ljóðið Dalurinn minn eftir Jónu Gísladóttur. Fyrsta erindi ljóðsins á að vera svona: Við ritvélina sit ég og sem oft fram á nótt er sorgir eru fjarri og amstur dagsins. Og hugurinn á vængjum flýgur til þín fljótt og fínnur það sem verður efni bragsins. I blaðinu endaði síðasta ljóðlínan á "efni dagsins", sem er auðvitað rangt. Við biðjum Jónu velvirðingar á þessum mistökum og vonum að slíkt komi ekki fyrir aftur. Ljóðasamkeppni Klifurs Eins og sagt var frá í desemberblaði Klifurs, var ákveðið að standa fyrir ljóðasamkeppni meðal lesenda blaðsins. Þar var einnig tilkynnt að úrslit yrðu birt á maíblaðinu, þ.e.a.s. því sem nú kemur fyrir augu lesenda. Þátttakan í þessari ljóðasamkeppni var hins vegar svo langt umfram væntingar að við höfum ekki séð okkur fært að birta nema brot af þeim ljóðum og vísum, sem okkur hafa borist. Því var ákveðið að framlengja samkeppnina þar til síðsumars og birta fleiri ljóð í millitíðinni, en úrslit í samkeppninni verða svo tilkynnt í Klifri í ágúst/september 1995. 5

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.