Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 7

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 7
Fréttir frá Sjálfsbjörg Bolungarvík. Sjálfsbjargarfélagið í Bolungarvík byrjaði sitt árlega vetrarstarf í september síðastliðnum, með sölu plastpoka fyrir sláturtíðina. I nóvember, var í samstarfi við Kvenfélagið í Bolungarvík, haldin sameiginleg tombóla og einnig selt kakó og vöfflur. Þá var tækifærið notað og haldin jólabasar í leiðinni, og seldum við þar m.a. reyktan silung. I desember var öllum Sjálfsbjargarfélögum hér, boðið að vera við opnun í nýju sjúkrastöðinni, þar sem þeim var þökkuð fyrir allar gjafimar sem ffá þeim komu. En alls gáfu þau tæki fyrir um eina milljón króna. í janúar vom svo seldar "sólarpönnukökur" og hefur salan aldrei verið jafnmikil og í ár, kom meira að segja pöntun frá Reykjavík. Á útimarkaði síðastliðið sumar seldum við kökur og handunna muni. Á alþjóðadegi fatlaðra, 18. mars, var haldin kaffisala og skemmtun, sem við ásamt Kvenfélaginu og Lionsklúbbi Bolungarvíkur stóðum að. Ágóðinn af henni rann til kaupa á tækjum í sjúkrabíl Bolvíkinga Námskeið í listsköpun Ótrúlegt en satt Hamborgaramir vinsælu vom fyrst framleiddir árið 1845. Francis B. Silberg gyðingaprestur, sippaði þegar hann var 32 ára gamall í 4 klukkustundir og 10 mínútur eða alls 35.000 snúninga. Surtsey, ein af eyjunum við Vestmannaeyjar er yngsta náttúmlagaða eyjan í heiminum. Hún varð til er eldgos varð í sjónum 1963 og nú þrífast þar bæði plöntur og dýr. Rene Antonie de Réaumur, franskur vísindamaður uppgötvaði hvemig ætti að búa til pappír úr blaðaberki með því að horfa á vespur gera pappírslaga bú sitt með því að tyggja börkinn. Hafnaboltin vinsæli, var fyrst spilaður í Ameríku 1854 og varð uppfrá því vinsælli með hverju árinu sem leið. í sumar stendur Samband fatlaðra á Norðurlöndum (Nordisk Handikap Forbund) fyrir námskeiði í Finnlandi, fyrir mikið fatlaða einstaklinga á aldrinum 18-30 ára, sem áhuga hafa á listmálun, grafík og keramik. Tilgangur námskeiðsins er m.a. að þátttakendur fái möguleika á að kynnast notkun tölva í listalífinu. Einnig verða kynnt hjálpartæki til listsköpunar og farið verður á heimsóknir á listasöfh. Námskeiðið stendurfrá3. - ló.júlí 1995. Þátttakendur verða alls fímm að tölu, einn frá hverju Norðurlandanna og er þátttaka ókeypis, þ.e.a.s. kennsla, dvalarkostnaður og þeir hjálparmenn, sem þörf er á. Þátttakendur þurfa einungis að greiða ferðakostnað til Finnlands, en hugsanlept er að Sjálfsbjörg styrki einn íslending til fararinnar. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu eru hvattir til að hafa samband við Sigurð Einarsson hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, fyrir 10. maí, í síma 552 91 33. Nýtt frá Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar. I júlí á síðastliðnu ári kom á markaðinn ný gerð af setpúðum í stóla og yfirdýnur í rúm frá fyrirtækinu TT Med Product Ltd. í Danmörku sem kallast SAF. Þessir púðar/dýnur eru úr sérunnum svampi sem er þeim eiginleika gæddur að jafna þunga líkamans á stærra svæði en ella og draga þannig úr þreytu og almennri vanlíðan sem skapast getur við langar setur eða legu. Þar sem álagið á líkamann við legu eða setu dreifíst á stærra svæði minnkar hætta á legu- eða þrýstingssárum. Þessi vara reynist því vel til forvama og meðferðar á sámm á byrjunarstigi, og auk þess sem þægindaauki hjá þeim sem sitja eða liggja lengi. Púðinn og dýnan hafa eggjabakkalögun á yfírborðinu sem auðveldar lofti að leika um líkamann um leið og svampurinn viðheldur jöfnu hitastigi við húðina. Til em sérstakar hlífar (ver) til að setja utan um púðann, ef þörf er talinn á, sem hindrar að bleyta komist inn í svampinn. Efnið í hlífmni heitir "Confor". Þetta efni er þeim eiginleika gætt, að það "andar" en á sama tíma hleypir það ekki bleytu eða bakteríum í gegn um sig. Efnið er þunnt, létt, teygjanlegt og stamt og er því ekki til óþæginda fyrir notandann. Efnið er einnig eldþolið þannig að ef td. glóð færi á það, myndi það gulna eða koma smá gat en ekki myndi loga í því. Frekari upplýsingar um SAF púðann og/eða dýnuna fást hjá starfsfólki Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar, Hátúni 12, sími 562 33

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.