Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 1

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 1
Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. MAÍ 1995 6. ÁRGANGUR 2. TBL Meðal efnis: 0 Þrándur í götu nr. 2 0 Stjórnmálaflokkarnir svara 0 Fréttir frá Bolungarvík 0 Námskeið fyrir fatlaða 0 Listsköpun í Finnlandi ORÐ í BELG.. Kæru lesendur Klifurs, Það er kannski kominn tími til að rödd okkar á skrifstofu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, heyrist í Klifri. Það er nú einu sinni hér í Hátúni 12, að efni þessa blaðs verður til, að meira eða minna leyti, án þess þó að starfsfólk landssambandsins hafí sjálft mikið verið að láta ljós sitt skína. Vel á minnst - Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra - ósköp er þetta langt heiti á samtökum. Er ekki bara hægt að segja "Sjálfsbjörg". Jú vissulega er það hægt og er það á sinn hátt réttnefni. Hins ber að gæta, að landssambandið er heildarsamtök 16 félaga, sem öll heita "Sjálfsbjörg"; Sjálfsbjörg í Reykjavík, Sjálfsbjörg á Bolungarvík, Sjálfsbjörg á Neskaupstað o.s.frv. Sum þessara félaga, eins og t.d. Sjálfsbjörg í Reykjavík, Sjálfsbjörg á Akureyri o.fl. gefa út sitt eigið fréttabréf, en þetta blað er gefið út af landssambandinu. Nóg um þessa útskýringu, en örfá orð um hvað hæst hefur borið á góma hjá okkur undanfarið í réttindabaráttu hreyfíhamlaðra: Töluverður tími hefur farið í það, sérstaklega hjá félagsmálafulltrúanum okkar, Lilju Þorgeirsdóttur, að athuga hvemig húsaleigubætumar koma út fyrir örorkulífeyrisþega. Því miður virðist þar margt vanhugsað af hálfú hins opinbera, eins og raunar mátti lesa í grein Lilju í Morgunblaðinu í byrjun apríl. Nýlega var haldinn fundur hér í Sjálfsbjargarhúsinu, með fulltrúum nokkurra helstu félaga hreyfihamlaðra. Tilgangurinn var að heyra þeirra reynslu af úthlutun hjálpartækja frá Tryggingastofnun ríkisins, en mörgum Sjálfsbjargarfélögum fínnst þeir hafa verið rangindum beittir undanfarið í þessum málum. Ákveðið var að fylgja þessu fast eftir, og boða til fundar með fúlltrúum Tiyggingastofnunar fljótlega. I kjölfar nýgerðra kjarasamninga við ASI-félögin, var ákveðin hækkun á almannatryggingabætur. Þegar Sjálfsbjargarfélagar á Akureyri fóm að athuga þessa hækkun, kom í ljós að þeim þótti hún ekki vera í fullu samræmi við hina nýju kjarasamninga. Nú hefur verið ákveðið að fá reikningsglöggan mann til að fara yfír þetta mál og kreijast þess í framhaldinu að örorkuþegar verði ekki snuðaðir, með villandi útreikningum. Svona gæti ég auðvitað haldið áfram í það endalausa, enda verkefnin mörg og margvísleg, en nú segir ritstjórinn mér að ég fái ekki meira pláss í blaðinu og því verð ég að hlíta. En síðar gefst vonandi tækifæri á að leggja fleiri orð í belg. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.