Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Blaðsíða 3
Stj órnmálaflokkarnir
svara:
Sjálfsbjörg, Isf. skrifaði
stjórnmálaflokkunum fyrir
Alþingiskosningarnar og spurði um
stefnumörkun þeirra í málefnum
fatlaðra. Að þessu sinni voru
flokkarnir spurðir um vilja þeirra
til tryggrar endurhœfingarþjónustu,
stoðþjónustu þ.m.t. í hjálpartækjum
fatlaðra, almennu mikilvœgi
aðgengis til að jafna tœkifæri
fatlaðra á öllum sviðum
samfélagsins, jafnrétti til náms, að
gefa fötluðum tækifæri til að njóta
mannréttinda sinna, einkum á sviði
atvinnumála og ábyrgð stjórnvalda
á að fatlaðir njóti mannsœmandi
réttinda úr
almannatryggingakerfinu, m.a.
lífeyris og tekjutryggingar.
Ekki er hægt að birta svör
flokkanna í heild sinni hér, en svör
þeirra verða gefin út á nœstunni.
í stefnuskrá Alþýðubandalagsins
segir: "Alþýðubandalagið telur
samfélaginu skylt að tryggja með
velferðarþjónustu að allir einstaklingar
njóti mannsæmandi lífsskilyrða og
afkomuöryggis. Og hafí jafna
möguleika til þátttöku í samfélaginu.
Abyrgð samfélagsins tekur m.a. til
"þjónustu við fatlaða".
Grundvallaratriði í málefnum fatlaðra
er jafn réttur allra einstaklinga til að
lifa eðlilegu lífi í námi, leik og starfi.
Koma þarf á fót ferlinefndum í
sveitarfélögum þar sem þær eru ekki
til staðar. G-listinn, listi
Alþýðubandalags og óháðra mun
kreíjast þess, hvort sem hann mun eiga
aðild að ríkisstjóm að afloknum
kosningum eður ei, að á komandi
kjörtímabili verði tekið á málefnum
fatlaðra með afgerandi hætti og mun í
því sambandi styðjast við áðumefnd
gögn og hafa að leiðarljósi markmið
laga um málefni fatlaðra
Alþýðuflokkurinn svarar
eftirfarandi: Þeir málaflokkar sem
Sjálfsbjörg óskar svara við lúta allir að
því að treysta mannréttindi fatlaðra
svo þeir megi njóta jafnréttis og fullrar
þátttöku í samfélaginu.
Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á
heilsufarslega jafnt sem félagslega
endurhæfingu, ekki síst með það fyrir
augum að hinn fatlaði nái starfsgetu.
Mikilvægt er að fötluðum verði gert
kleift að hagnýta sér stórstígar
framkvæmdir í hjálpartækjum til hins
ýtrasta. Flokkurinn minnir á að nú
heimila lög að Framkvæmdasjóðurinn
veiti fé til aðgengismála. Það er
grundvallaratriði að fatlaðir njóti
sama réttar og ófatlaðir til menntunar.
Alþýðuflokkurinn mun áfram standa
vörð um þá afkomutryggingu til
handa fötluðum sem er í
almannatryggingakerfinu. Flokkurinn
telur ástæðu til að auka svigrúm
fatlaðra til tekjuöflunar án þess að
skerði rétt til bóta.
Kvennalistinn segir það stefnu sína
að fatlaðir skuli njóta mannréttinda til
jafiis við aðra, eiga kost á atvinnu og
menntun eftir því sem kostur er.
Fatlaðir skulu hafa aðgang að
endurhæfmgu því hún er mjög
mikilvæg sem forvamarstarf og einnig
til að halda fólki í góðu formi.
Stoðþjónusta er sjálfsögð og
nauðsynleg. Hvað varðar aðgengi
fatlaðra að byggingum og almennt í
umhverfinu þá em þau mál okkur til
skammar. Þar þarf skýrari reglur og
að þeim sé fylgt eftir. Það er ekki
spuming að fatlaðir eigi að njóta
jafnréttis til náms, en hvemig því
markmiði verði náð er annað mál.
Grannskólalögin nýju era afar loðin
hvað þetta atriði varðar. Það á að
bjóða upp á blöndun á vinnustöðum
og verndaða vinnustaði eftir því hvað
hentar einstaklingunum. Það þarf að
taka almannatryggingakerfið rækilega
í gegn, einfalda það og bylta. Við
Kvennalistakonur höfum verið að
kynna okkur hugmyndir um
"meðborgaralaun".
Sjálfstæðisflokkurinn segist alla
tíð hafa la^t mikla áherslu á málefni
fatlaðra. I stefnuskrá flokksins nú
fyrir kosningar segir meðal annars að
fatlaðir einstaklingar eigi sama rétt til
þjónustu samfélagsins og aðrir
landsmenn. Tryggja þurfi fjölbreytni í
þessari þjónustu og að huga þurfi
sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra.
Varðandi almannatryggingakerfið og
réttindi fatlaðra telur
Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegt að
tengsl tryggingabóta og launa til
fatlaðra verði samræmt öðram hópum,
svo sem ellilífeyrisþegum. Rétt þykir
þá að taka tillit til þess sértæka
kostnaðar sem einstaklingurinn hefur
af fötlun sinni. Nauðsynlegt er að
koma til móts við þarfir hvers og eins,
sama hvaða lífsmunstur þeir kjósa sér.
Til að auðvelda fötluðum þetta val og
auka frelsi þeirra þarf að tryggja þróun
og framboð stoðþjónustu. Einnig er
mikilvægt að gera umhverfið enn
aðgengilegra og vill
Sjálfstæðisflokkurinn taka undir
hugmyndir Sjálfsbjargar um áætlanir
því tengdar.
I svari Þjóðvaka, segir að það sé
mikill ávinningur fyrir samfélagið í
heild ekki síður en fatlaða að hjálpa
fötluðum til sjálfsbjargar. I því
sambandi leggur Þjóðvaki, áherslu á
að tryggja endurhæfingaþjónustu við
fatlaða, auka stoðþjónustu og
liðveislu, sem og að hjálpartæki fyrir
fatlaða séu í samræmi við það sem
best gerist hverju sinni. Bætt aðgengi
við fatlaða er eitt af brýnu
úrlausnarefnunum sem taka þarf á, en
með nýju ákvæði í lögum um málefni
fatlaðra opnaðist leið til að fara í
skipulagt átak og gera áætlun í
samstarfi ríkis, sveitarfélaga og
vinnumarkaðarins í samráði við
fatlaða um bætt aðgengi fatlaðra.
Grandvallaratriði er einnig að tryggja
fötluðum bömum, unglingum og
fullorðnum jafnrétti til náms.
Þjóðvaki mun einnig beita sér fyrir því
að taka á lífeyrismálum þjóðarinnar til
að tryggja jafnrétti fólks og
afkomuöryggi.
Ekkert svar barst frá
Framsóknarflokki.
3