Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2021, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.07.2021, Blaðsíða 12
Við hittum Smára og ræddum við hann um tónlistina sem þau systk- inin hafa verið að fást við og fleira sem Smári hefur verið að fást við. „Pálmar hefur verið mikið í tón- listinni og við Fríða Dís höfum unnið mikið saman. Særún var með okkur, hún syngur alveg eins og engill og ég var byrjaður að ýta á hana að gera meira. Hélt kannski að hún þyrfti smá boost til að komast af stað en þetta er ekki fyrir alla og hún hefur dregið sig út úr þessu. Hún hefur alveg gaman af tónlist en sviðs- skrekkurinn fór alveg með hana. Ég skil það mjög vel því ég finn sjálfur alveg gífurlega mikið fyrir honum líka. Þegar maður var yngri fékk maður sér kannski aðeins til að vinna á honum.“ Brynjaði sig upp sem Mystery Boy – Þetta eldist kannski ekkert af mönnum? „Jú, það gerir það. Ég finn það alveg núna að ef maður er vel undirbúinn og er að spila eitthvað sem maður virkilega brennur fyrir þá er gaman að fara upp á svið og spila. Ég var með svakalegan sviðs- skrekk og bjó bara til karakter sem hét Mystery Boy til að koma mér á svið. Þá voru bara sett upp sól- gleraugu og fengið sér svolítið mikið og ég fór bara í karakter sem var mikill töffari, mikill gaur. Ég sá að það virkaði og fólk hafði gaman af þessu. Þannig að það einhvern veginn festist og ég þurfti oft að gíra mig upp í þennan gaur til að stíga á svið. Það var svolítið erfitt þegar ég ákvað að segja bless við þennan gaur – vera bara ég sjálfur, standa upp á sviði og vera einlægur. Að standa nakinn á sviðinu tekur svolítið á.“ Þegar Smári ákvað að segja bless við þennan karakter langaði hann að gera það á leikrænan hátt. „Ég ætlaði fyrst bara að halda stóra tónleika til að kveðja hann en svo spurðist það eitthvað út. Svo hitti ég einn sem var að vinna hjá leikfélagi og hann spurði mig hvort það væri rétt að ég væri að skrifa söngleik. Þá var ég svo sem ekkert að skrifa söngleik heldur stóra tónleika. Ég sagði bara já – og þá var komin dálítil pressa. Nú varð ég bara að skrifa söngleik. Ég spurði bara þann stóra: „Ef ég á að skrifa söngleik, gefðu mér vísbendingu.“ Því ég vissi ekkert hvernig átti að skrifa handrit, hafði aldrei skrifað handrit. Daginn eftir kem ég hérna upp og ég get svo svarið það að þá liggur handrit hérna á þessu borði.“ Smári tók þessu sem merki frá stóra manninum og hann ákvað að fara eftir handritinu en það var eftir Ævar vísindamann. „Ég fór bara á fullt í það og fór á námskeið í hand- ritaskrifum hjá endurmenntun, og skrifaði söngleikinn sem á endanum var settur upp í Þjóðleikhúsinu.“ – Ertu með fleiri verk í vinnslu þessa dagana? „Ég er búinn að skrifa Apótekarann, hann er handrit númer tvö. Síðan eru tvö önnur, annað sem ég er byrj- aður á og hitt er ég með í maganum. Þannig að ég held að þetta sé eitt- hvað sem ég komi til með að gera áfram,“ segir Smári sem rekur út- gáfufyrirtækið Smástirni og vinnur hjá Suðurnesjabæ samhliða því. Draumurinn hjá Smára er að skrif og útgáfa verði að fullu starfi hjá honum í framtíðinni. „Ég stefni að því að þetta verði fullt starf hjá mér, ég er náttúr- lega með fyrirtækið Smástirni sem heldur utan um þetta og spila- mennskuna hjá mér og Fríðu og út- gáfuna. Ég fer hægt af stað og stefni á eina stóra útgáfu á ári. Það er alltaf meira og meira að gera í upptök- unum svo það stefnir allt í rétta átt.“ – Talandi um nafnið á fyrirtækinu, Smástirni, er þetta einhver til- vísun í Geimstein? „Geimsteinn er náttúrlega það sem maður lítur upp til. Þriðja plata okkar í Klassart heitir Smástirni og þegar ég fór að hugsa um nafnið á fyrirtækinu þá horfði ég til Geim- steins. Maður verður auðvitað aldrei Geimsteinn en þar er maður eigin- lega alinn upp og Geimsteinn hefur gefið út plöturnar okkar.“ Smári spilar aðallega á gítar en hann getur leikið á flestöll hljóð- færi. „Gítarinn og bassinn eru helstu hljóðfærin mín og ég er ágætur á píanó – svo held ég alltaf að ég sé betri trommuleikari en ég er. Þegar ég sest við trommurnar og byrja að spila þá verður útkoman aldrei eins og það hljómar í hausnum á mér,“ segir Smári og hlær. „Þannig að það er gott að geta kallað í Halldór [Lárusson, skólastjóra Tónlistar- skóla Sandgerðis] til að bjarga manni þegar þess þarf.“ Eldgos, andlát og ógnvek jandi tilviljanir Smári Guðmundsson rekur útgáfuf yrir tækið Smástirni í Suður­ nesjabæ. Hann er fæddur og uppalinn Sandgerðingur, einn fjögurra systkina, þeirra Pálmars, Fríðu Dísar og Særúnar sem öll hafa verið tengd tónlist í gegnum tíðina. Nýjasta afurð Smára er að koma út þessa dagana, söguplatan Apótekarinn sem gerist á Suðurnesjum á sama tíma og eldgos geisar þar. VF-mynd: JPK Frá frumsýningu söngleiksins Mystery Boy. Smári og Fríða Dís haldast í hendur lengst til hægri. Söngleikurinn Mystery Boy var valin áhugasýning ársins 2018 og sýnd í Þjóðleikhúsinu í kjölfarið. Umsögn dómnefndar um sýninguna var svohljóðandi: „Sýning Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy eftir Smára Guð- mundsson, í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, er afar metnaðarfullur, nýr íslenskur söngleikur þar sem fjallað er á óvenjulegan hátt um mikilvæg málefni. Verkið er byggt á reynslu höfundar af því að fara í áfengismeðferð, en útfærslan er afar frumleg og djörf. Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið er til þess fallin að gera efnið aðgengilegt og skemmtilegt fyrir nútímaáhorfendur. Um leið er fjallað um sígild viðfangsefni eins og ástina, frelsisþrána, óttann, átök um völd, baráttu góðs og ills, mannleg samskipti og það að upplifa sig á einhvern hátt utangarðs. Tónlistin er skemmtileg og vel flutt af hljómsveit og söngv- urum, sem einnig standa sig vel í leik. Leikfélag Keflavíkur fær sérstakt hrós fyrir að ráðast af miklum metnaði í uppsetningu á nýju verki, með nýrri tónlist, þar sem þátttakendur leggja líf og sál í uppsetninguna.“ Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er hægt að hlusta á söngleikinn Mystery Boy með því að smella á myndina. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Fyrsta giggið. Geimsteinn hefur gefið út plötur Klassart. 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.