Víkurfréttir - 14.07.2021, Blaðsíða 10
SjálFbÆr FraMtíð iSavia
Á síðustu árum hafa verið
innleiddar ýmsar aðgerðir
á Keflavíkurflugvelli í átt að
sjálfbærri þróun til fram-
tíðar. Lífrænum úrgangi er
safnað og átak gert til að
minnka matarsóun. Búnaður
úr flugstöðinni er endur-
nýttur. Kolefnisspor Isavia
hefur minnkað um 34% frá
árinu 2015.
„Það getur verið áskorun að uppfylla
þessi metnaðarfullu markmið. Það
er ljóst að markmiðunum verður
ekki náð án víðtækrar þátttöku
samfélagsins. Við berum ábyrgðina
saman,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir,
forstöðumaður stefnumótunar og
sjálfbærni hjá Isavia.
Isavia leggur mikla áherslu á víð-
tækt samráð við alla þá sem treysta
á þjónustu fyrirtækisins eða verða
fyrir áhrifum af starfsemi þess. Ein
leiðin til að efla þá samvinnu er
Suðurnesjavettvangurinn. Það er
sameiginlegur stefnumótunar- og
samráðsvettvangur með sveitar-
félögunum Grindavík, Reykjanesbæ,
Suðurnesjabæ og Vogum ásamt
Kadeco og Sambandi sveitarfélaga
á Suðurnesjum. Í því samstarfi er
byggt á Heimsmarkmiðum Sam-
einuðu þjóðanna og unnið að sam-
eiginlegum hagsmunum Suðurnesja.
Á síðasta fundi samráðsvett-
vangsins, sem haldinn var í Reykja-
nesbæ í júní, var undirrituð viljayfir-
lýsing um hringrásargarð á Suður-
nesjum og kynntar niðurstöður
tveggja ára vinnu Suðurnesjavett-
vangsins um hvernig hægt er að efla
atvinnulífið og styrkja innviði Suður-
nesja í átt að sjálfbærri framtíð.
Hjá Isavia er unnið í samræmi
við Heimsmarkmið SÞ í átt að sjálf-
bærri framtíð. Innan Suðurnesja-
vettvangsins hefur félagið miðlað af
reynslu sinni í því starfi.
Hrönn segir Suðurnesjavett-
vanginn verkefni sem sé sprottið
upp í þessum anda. Við ræddum við
Hrönn um verkefni Isavia á Kefla-
víkurflugvelli.
Kolefnisleysi á
Keflavíkurflugvelli
Hrönn segir að unnið hafi verið
markvisst að því að minnka kolefnis-
losun á Keflavíkurflugvelli síðan árið
2015 í gegnum kolefnisvottun flug-
valla sem ACI, alþjóðasamtök flug-
valla, standa fyrir. Það þýðir að fé-
lagið hafi kortlagt kolefnisspor sitt,
gripið til aðgerða til að minnka losun
og sett markmið í þeim efnum. „Við
höfum náð þeim árangri að minnka
kolefnisspor Isavia um 34% frá árinu
2015,“ segir Hrönn.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, skrifaði undir yfirlýsingu
hjá ACI Europe fyrir tveimur árum,
ásamt forstjórum fjölda annarra flug-
valla í Evrópu, um að vinna mark-
visst að kolefnisleysi fyrir starfsemi
Isavia á Keflavíkurflugvelli með það
að markmiði að eigin starfsemi flug-
vallarins verði orðin kolefnislaus árið
2050.
Hlutirnir gerast hins vegar hratt
hjá evrópskum flugvöllum og metn-
aður hefur aukist. „Hinir flugvell-
irnir á Norðurlöndunum hafa spýtt
í lófana og ætla að vera komnir á
þennan stað árið 2030,“ segir Hrönn.
„Við höfum líka fært okkur nær í
tíma og gefið út að ætla að verða
kolefnislaus 2040 í samræmi við
markmið Íslands og erum um þessar
mundir að láta vinna ítarlega grein-
ingu til að meta hvort við getum náð
því árið 2030 eins og frændur okkar
á Norðurlöndunum en það er ljóst að
til þess að það náist þurfa að koma
til töluverðar fjárfestingar.“
Útskipti á orkugjöfum
Eldsneytisnotkun er sá þáttur sem
hefur mest áhrif á kolefnisspor flug-
vallarins. Langstærsti hluti elds-
neytisnotkunar er vegna þjónustu
og viðhalds á brautum og athafna-
svæðum flugvallarins. Hrönn segir
að þessa notkun hafi félagið kolefnis-
jafnað síðastliðin þrjú ár en árangur
náist frekar í minnkun kolefnisspors
með endurnýjun bíla- og tækjaflota,
skynsamlegri nýtingu auðlinda og
innleiðingu vistvænna orkugjafa.
Gildandi aðgerðaáætlun félagsins
í umhverfismálum gerir ráð fyrir
því að keyptir verði rafmagns-, hy-
brid- eða metanbílar þar sem slíkir
valkostir eru í boði. Þegar kemur
að eðlilegri endurnýjun á rútum,
tækjum og búnaði eins og til dæmis
sameykjum skuli velja vistvænustu
lausnina sem uppfyllir þarfir fé-
lagsins. Þá skal skoða möguleikann
á breytingum á tækjum og búnaði til
þess að hægt sé að nota aðra orku-
gjafa eins og t.d. metan eða rafmagn.
Einnig skal skoða möguleikana á því
að nota íblöndun á lífdísil fyrir orku-
frek tæki.
„Á síðasta ári hófst einmitt prófun
á íblöndun repjuolíu á tæki á Kefla-
víkurflugvelli í samvinnu við Sam-
göngustofu. Tilraunir ganga vel og
repjuolían hefur gefið góða raun.
Vonir standa til þess að hægt verði
að auka íblöndun og útvíkka til-
raunina til fleiri tækja,“ segir Hrönn.
„Þá erum við einnig að taka þátt í
samvinnuverkefni þar sem verið er
að skoða möguleika á að nota vetni
sem orkugjafa á varaaflsstöðvar
okkar sem í dag nota olíu sem orku-
gjafa. Við stefnum á að taka þátt í
fleiri svona nýsköpunarverkefnum
til að ná enn frekari árangri.“
Hringrásarhagkerfið
Þegar kemur að umræðu um hring-
rásarhagkerfið segir Hrönn að Isavia
leggi áherslu á góða nýtingu auðlinda
í starfsemi sinni. Græn skref Um-
hverfisstofnunar hafi verið notuð
til að innleiða sorpflokkun. „Endur-
vinnsluhlutfall fyrir árið 2020 var
rúmlega 40% sem var í samræmi
við sett markmið – en við getum
gert betur.“
Á síðustu árum hafa verið inn-
leiddar ýmsar aðgerðir. Lífrænum
úrgangi safnað og átak í að minnka
matarsóun í mötuneyti. Búnaður er
endurnýttur ef þörf er á varahlutum.
Samvinna með hagaðilum
Í vegferð að umhverfisvænum
lausnum og hringrásarhagkerfi er
samvinna lykillinn að árangri, segir
Hrönn. „Við höfum í gegnum árin
átt gott samstarf við rekstraraðila á
Keflavíkurflugvelli í útfærslu ýmissa
lausna. Það eru tækifæri til umhverf-
isvænni lausna varðandi pakkningar
á vörum sem seldar eru í flugstöð-
inni og að vinna að því að draga enn
frekar úr myndun umbúða utan um
vörur, tæki og búnað sem kemur inn
í flugstöð og á flugvallarsvæðið. Með
því að vinna saman og deila þekk-
ingu náum við árangri.“
Hrönn segir mikilvægt að halda
samstarfi Suðurnesjavettvangsins
áfram. Mikilvægt sé að deila reynslu
og vinna saman að sameiginlegum
hagsmunamálum.
Samstarf um notkun repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirrituðu
viljayfirlýsingu í september 2020 um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk
tæki á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, óskaði
aðilum verkefnisins til hamingju með þetta vistvæna skref. „Ræktun repju og nýting afurða hennar hefur
marga góða kosti, bæði fyrir landbúnað og sem umhverfisvænn orkugjafi. Í dag er stigið mikilvægt skref á
þeirri vegferð sem vonandi er rétt að byrja,“ sagði ráðherra við það tilefni.
Hjá Isavia er unnið í sam
ræmi við Heimsmarkmið
Sameinuðu Þjóðanna í
átt að sjálfbærri fram
tíð. Innan Suðurnesja
vettvangsins hefur
félagið miðlað af reynslu
sinni í því starfi ...
Gildandi aðgerðaáætlun
félagsins í umhverfis
málum gerir ráð fyrir
því að keyptir verði raf
magns, hybrid eða
metanbílar þar sem slíkir
valkostir eru í boði ... Á fundi samráðsvettvangsins sem haldinn var í júní.
10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár