Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 9

Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 9
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fyrir jólin tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga að lífslíkutöf lum án þess að það vekti sérstaka athygli fjölmiðla og almennings. Samt boða tíðindin þá meginbreytingu að í stað þess að líta eingöngu til reynslu undan- genginna ára við mat á meðalævi- lengd Íslendinga verði líka metnar horfur á áframhaldandi auknum lífslíkum þjóðarinnar. Þannig verður í fyrsta sinn farið að reikna lífeyrisréttindi fólks út frá því að meðalævin lengist næstu ár og áratugi. Sú breyting hefur mikil áhrif á útreikninga lífeyrissjóða á skuldbindingum sínum en einn- ig á mat kostnaðar ríkisins vegna almannatrygginga og lífeyrisskuld- bindinga. Auknar lífslíkur Hvernig gæti breytingin birst okkur? – Jón er 67 ára og er að hefja töku lífeyris. Lífeyrisréttindi hans hjá lífeyrissjóði miðast við að hann lifi í 18 ár til viðbótar og að mánaðar- legar lífeyrisgreiðslur dreifist í sam- ræmi við það. – Væri Jón hins vegar verið 20 árum eldri og hefði hafið lífeyris- töku árið 2000 hefði verið miðað við að hann hann myndi lifa í 16 ár en ekki 18 ár til viðbótar. – Meðalævi 67 ára karla hefur þannig lengst um tvö ár á tveimur áratugum og lífeyrisgreiðslurnar dreifast á lengri tíma æviskeiðsins sem því nemur. Segir dæmið okkur eitthvað um yngra fólk? Já. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Gunnar, 35 ára, muni lifa lengur en 18 ár eftir að hann nær 67 ára aldri. Þjóðin eldist og það birtist á þann hátt að yngra fólk verður að óbreyttu lengur á lífeyri en þeir sem eru að komast á lífeyristökualdur nú. Með boðaðri breytingu á útreikningum á lífslík- um verður með öðrum orðum tekið tillit til þess að meðalævi Íslendinga haldi áfram að lengjast. Þróun lífeyriskerfisins er langtímaverkefni Ég lýsi yfir mikilli ánægju með að það skref hafi verið stigið að ætla lífeyrissjóðum að reikna réttindi sjóðfélaga út frá bæði reynslu fyrri ára og framtíðarspá um ævilíkur. Þar með verður hægt að veita yngri sjóðfélögum gleggri upplýsingar um væntanleg réttindi við upphaf líf- eyristöku og áætla framtíðarskuld- bindingar lífeyrissjóða á nákvæm- ari hátt en nú gerist. Að þessu sögðu er framtíðarverk- efni tengt hækkandi lífaldri þjóðar- innar áfram að tryggja sjálf bærni lífeyriskerfisins til lengri tíma, bæði almannatrygginga hins opinbera og sparnaðar í lífeyrissjóðum. Uppfærslur á spálíkani Tryggja þarf formfestu við upp- færslu á spálíkani um lífslíkur. Nú er það svo að FÍT, Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, uppfærir reglulega mat á lífslíkum sem ráðu- neyti staðfestir og lífeyrissjóðir nota síðan við sína útreikninga. Hugsa mætti sér framtíðarfyrirkomulag þar sem Hagstofa Íslands, í sam- starfi við FÍT, mæti framtíðarlífslík- ur út frá mannfjöldaspá og skilaði reglulega af sér, til dæmis á tveggja til fjögurra ára fresti. Í núverandi mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er líkan fyrir lífslíkur sem rímar mjög vel við hliðstætt spálíkan FÍT. Því Hækkandi lífaldur og þróun lífeyriskerfisins væri vert að skoða fyrirkomulag þar sem Hagstofunni, í samstarfi við FÍT, yrði falið það verkefni að upp- færa reglulega og birta spálíkan um lífslíkur. Væri slíkri nálgun ætlað að byggja á bestu fyrirliggjandi sérfræðiþekkingu hvers tíma og tryggja að uppfærslur á lífslíkum væru óháðar pólitískum ákvörð- unum. Eldra fólk og vinnumarkaðurinn Með hækkandi lífaldri og lækkandi fæðingartíðni fjölgar þeim hlutfalls- lega stöðugt sem eru 67 ára og eldri. Núverandi lífeyrisaldur almanna- trygginga er 67 ár með möguleika á snemmtöku lífeyris frá 65 ára aldri. Verkefni næstu ára fyrir stjórn- völd og aðila vinnumarkaðarins er að tryggja jafnvægi milli fjölda á eftirlaunum og þeirra sem eru á vinnumarkaði. Það er hægt að gera bæði með því að skapa umhverfi og aukinn sveigjanleika sem gerir fólki sem komið er á lífeyrisaldur kleift að vera áfram á vinnumarkaði ef það óskar þess og einnig með því að tengja lífeyrisaldur almannatrygg- inga við þróun lífaldurs. Þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við, svo sem Hol- lendingar og Danir, fóru þá leið að hækka lífeyrisaldur í skrefum í samræmi við spár um lífslíkur til að tryggja sjálfbærni eftirlaunakerfa til framtíðar. Lífeyriskerfið okkar býr að því að almennur eftirlaunaaldur á Íslandi hefur lengi verið hærri en í grannríkjum. Almennur eftirlauna- aldur hér er 67 ára en í Hollandi og Danmörku var eftirlaunaaldur 65 ár áður en stigin voru skref til breytinga. Íslenska lífeyriskerfið er sveigjan- legt að því leyti að mögulegt er fyrir fólk að hefja lífeyristöku bæði fyrir og eftir 67 ára aldur. Heppilegt væri að viðhalda því fyrirkomulagi. Framtíð kerfisins í heild byggist samt á því að fleiri vinni lengur en nú gerist. n Ásta Ásgeirsdóttir hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins Tilnefningarnefnd Reita auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar sem haldinn verður 11. mars 2022. Í því skyni að fá umfjöllun tilnefningarnefndar um tilnefningar eða framboð til stjórnar er áhugasömum bent á að fylla út form sem finna má á vefsíðu félagsins, www.reitir.is, og senda nefndinni eigi síðar en 3. febrúar 2022 á netfangið tilnefningarnefnd@reitir.is. Farið verður með allar persónuupplýsingar, sem tilnefningarnefnd berast, sem trúnaðarmál og í samræmi við reglur um persónuvernd. Tillaga nefndarinnar um val á stjórnarmönnum verður birt samhliða boðun aðalfundar eða í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund. Önnur framboð verða birt sex sólarhringum fyrir aðalfund. Einstaklingur sem nefndin gerir ekki tillögu um sem stjórnarmann í félaginu getur ávallt gefið kost á sér til stjórnarsetu með því að skila inn formi framboðs til stjórnar innan hins almenna framboðsfrests samkvæmt samþykktum Reita, þ.e. sjö sólarhringum fyrir aðalfund. Form vegna umfjöllunar í tilnefningarnefnd eða framboðs til stjórnar má finna á vefsíðu félagsins www.reitir.is Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.