Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 11

Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 2022 Krýsuvík er jarðhitasvæði rétt hjá Kleifarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA sandragudrun@frettabladid.is Þegar kalt er í veðri er alveg upp- lagt að fara í bíltúr og njóta lands- lagsins í hlýjum bílnum. Það er þó ekki sérlega hollt að sitja lengi kyrr í bíl og fyrir kuldaskræfur er upp- lagt að leggja leið sína í Krýsuvík og teygja úr sér og skoða náttúruna þar. Krýsuvík er jarðhitasvæði sunnan við Kleifarvatn og því ögn hlýrra að ganga þar um en annars staðar. Það borgar sig samt að vera vel klædd enda engin sólarströnd. Krýsuvík er fornt höfuðból sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Við Seltún í Krýsuvík má sjá gufustrók- ana stíga til himins, virða fyrir sér sjóðandi leirhverina og hvera- hvamma sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum. Fjölbreytt litadýrð Krýsuvík er ein fegursta náttúru- perla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað marga listamenn. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifar- vatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkur- bjargi, sem er eitt stærsta fugla- bjarg landsins. Það tekur ekki nema um 40 mínútur að keyra til Krýsuvíkur frá miðbæ Reykjavíkur og þetta er því tilvalinn bíltúr á björtum degi. n Náttúruperla rétt utan borgarinnar Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir eru hamingjusöm með morgunhanana og sólargeislana sína Sunnu Stellu og Ástu Berthu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nennir ekki að fá sóla í andlitið Áður en Sverrir Bergmann eignaðist börn segist hann hafa verið klígjugæi þegar kom að hori, en nú sé allt slíkt fyrir bí. Föðurhlutverkið sé best í heimi. Sverrir á eitt vinsælasta lag nýársins þar sem hann syngur á ljúfan en fyndinn hátt um þreyttan föður ungra dætra. 2 HEILBRIGÐ MELTING Góðgerlar, meltingarensím, jurtir og trefjar www.celsus.is / apótek, Hagkaup og víðar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.