Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 12
Sverrir segir
Kristínu vera
yndislega
móður sem
leggi mikið
upp úr því að
hafa gaman á
heimilinu og að
hún sé í senn
uppátækjasöm
og leikfús. Þau
velti nú fyrir sér
hvort þau ætli
út í frekari barn-
eignir. Á háhesti
á mömmu sinni
er Sunna Stella,
8 mánaða, en
Ásta Bertha,
tæpra tveggja
ára, situr háhest
á föður sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
„Fjölskyldulífið á rosalega vel við
mig. Það er bara lífið. Og þótt for
eldrahlutverkið sé strembið er það
á sama tíma langbest í heimi.“
Þetta segir söngvarinn og stærð
fræðikennarinn Sverrir Berg
mann sem þessa dagana vermir
vinsældalistana með lagi þeirra
Halldórs Gunnarssonar í Alba
tross, Mér þykir það leitt. Þeir
félagar sömdu lagið fyrir áratug
en það kom ekki út fyrr en fyrir
skemmstu.
„Textinn stóð lengi vel á sér en
þegar ég kynntist þessari indælu
þreytu sem fylgir því að annast
lítil börn náði ég að klára viðlagið
og semja versin. Ég söng það fyrst
þegar dætur mínar voru skírðar
og jú, jú, auðvitað vakti það heil
mikla kátínu. Fólk hefur gaman af
línunni: „Ég veit þú vilt bara ást,
næringu og yl. Og gefa mér skít af
og til,“ en sú lína kom upp í hugann
þegar ég var að taka bleiu af eldri
stelpunni og fékk á mig vænan
skammt sem frussaðist út um
allt. Þar átti ég engan séns,“ segir
Sverrir og hlær dátt.
Ofboðslega tilbúinn í barneignir
Yrkisefni lagsins, Mér þykir það
leitt, er blessuð þreytan sem hrjáir
Sverri Bergmann eftir að hann
eignaðist dætur þeirra Krist
ínar Evu Geirsdóttur lögfræðings.
Aðeins fimmtán mánuðir eru á
milli árrisulla systranna sem heita
Ásta Bertha Bergmann, fædd í
febrúar 2020, og Sunna Stella Berg
mann, fædd í maí í fyrra.
„Það sem kom mér mest á óvart
við að verða pabbi er þessi inn
byggða kunnátta, því þótt maður
kunni ekki neitt nær maður alltaf
að redda sér. Í fyrstu var ég stress
aður yfir því að vita ekkert um
ungbörn og hafði til dæmis aldrei
skipt á kúkableiu, sem ég hélt að
yrði algjört helvíti; svo að ég tali
nú ekki um að eignast stelpu, sem
ég kunni ekkert á, en svo er þetta
ekkert mál. Maður gerir þetta bara,
finnur ekki kúkalykt né neitt, en
sér svo kúk hjá öðrum börnum og
þá er það hræðilegt. Þetta er mjög
sérkennilegt. Ég var líka svona
klígjugæi þegar kom að hori en svo
verður maður pabbi og þá er ekkert
mál að taka hor með nöglunum og
þurrka það af sér,“ segir Sverrir og
hlær að öllu saman.
Hann segist oft vera búinn á því,
en þá þurfi ekki nema krúttlegt
knús og amstur dagsins gleymist.
„Það breytist nákvæmlega allt
við það að verða pabbi. Tilveran fer
úr því að hugsa mest um rassgatið
á sjálfum sér yfir í að skipta nánast
engu máli; maður fer bara í aftur
sætið og allt snýst um stelpurnar.
Ég eignaðist þær sitt hvorum
megin við fertugt og var orðinn
það gamall að ég var ofboðslega til
í það. Ég var löngu búinn að rasa út
og við bæði, Kristín búin að ferðast
um allan heim og ég búinn að gera
hitt og þetta. Fyrir okkur voru
barneignir því rökrétt næsta skref.
Það var eitthvað sem vantaði og
var alveg málið,“ segir Sverrir.
Hann saknar þess ekki að vera
frír og frjáls eins og fuglinn.
„Nei, það er helst að ég sakni
þess að sofa út. Ég er mikill heima
pési og elska að koma heim og
hitta fjölskylduna. Allir þessir
litlu hlutir gefa lífinu gildi. Maður
getur verið úrvinda en fer svo að
sækja stelpuna í leikskólann og
hún hleypur á móti mér, glöð að
sjá pabba sinn. Þá skolast allt frá,
maður er kominn í toppmál og
hugsar: Ég er að gera eitthvað rétt
og allt er gott.“
Undir feldi með þriðja barnið
Sverrir er spurður hvernig faðir
hann sé.
„Ég er nokkuð hress pabbi en
svolítið ferkantaður, vil hafa lítið
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg
@frettabladid.is
rót og ákveðnar reglur. Ég held að
besta veganestið frá mínum for
eldrum sé festa. Börn þurfa festu
og ég vil passa upp á að dæturnar
hafi ekki áhyggjur af neinu; þær
þurfa ekki að kynnast alvöru
lífsins strax,“ svarar Sverrir, sem
ólst upp í þriggja bræðra hópi á
Sauðárkróki.
„Eitt það magnaðasta við að
verða foreldri er að maður lítur
sína eigin foreldra allt öðrum
augum. Þá fyrst fer maður að meta
hvað þau gerðu fyrir mann í upp
vextinum og verður þess áskynja
að það var heljarinnar vinna. Það
er dýrmæt uppgötvun og manni
hlýnar um hjartaræturnar, ásamt
því að tileinka sér eitt og annað úr
þeirra ranni,“ segir Sverrir.
Hann segir gaman að sjá
systurnar gefa hvor annarri meiri
gaum með auknum þroska.
„Vonandi verða þær góðar vin
konur og passa vel upp á hvor aðra.
Hér er líka mikið lagt upp úr því að
hafa gaman og Kristín er einstak
lega góð í því að hafa mikla gleði á
heimilinu, það er sungið, hlegið og
dansað. Kristín er yndislega góð
mamma og svo uppátækjasöm að
maður getur ekki annað en fylgt
henni eftir og systurnar njóta góðs
af því hvað hún er dugleg að leika
við þær,“ segir Sverrir, sæll með
konuna sína og barnalánið.
„Við erum að ræða það hvort við
eigum að reyna að eignast þriðja
barnið og verður þá farið í það
fljótlega,“ segir Sverrir kátur.
Yrkir um tilveruna og fólkið sitt
Fótaferðartími systranna er oftast
um sjö. Sverrir vaknar með Ástu
Berthu og fer með hana í leik
skólann á leið til vinnu sinnar
í Menntaskólanum í Ásbrú, á
meðan Sunna Stella er enn á
brjósti og þær Kristín, sem er enn
í fæðingarorlofi, geta lúrt áfram á
meðan feðginin lauma sér út.
„Ég hef reynt að syngja systurnar
í svefn en það fellur í misgóðan
jarðveg. Sú yngri nennti þó að
hlusta á pabba sinn um daginn og
róaðist við sönginn. Þeim er slétt
sama þótt þær séu með atvinnu
söngvara á rúmstokknum og því
segi ég við alla foreldra sem syngja
ekki dagsdaglega að veigra sér
ekki við að raula fyrir börnin sín
í svefn. Það eru dýrmætar stundir
og á ég bernskuminningar frá því
mamma söng mig í svefn og hugsa
hlýtt til þess þegar hún söng fyrir
mig vögguvísuna Sofðu, unga ástin
mín,“ segir Sverrir.
Stelpurnar verða honum iðulega
að yrkisefni og árið 2019 orti hann
ástarlagið Þig ég elska, til sinnar
heittelskuðu.
„Undanfarið hef ég ort um það
sem skiptir mig mestu máli; fólkið
mitt, sveitina og lífið eins og það
kemur mér fyrir sjónir. Mér finnst
það liggja beint við. Fólk tengir við
yrkisefnið og lögin lifa áfram því
þau spila á tilfinningar fólks.“
Í öðru versi Mér þykir það leitt
segir: „Þó ég vakni oftast aðeins
ferskari, vona ég að þú vitir að það
er ekki viljandi. Hún hefur bara
engan áhuga á mér; hún vill bara
vera hjá þér.“
„Það samdi ég þegar Ásta Bertha
vildi bara vera hjá Kristínu út af
brjóstagjöfinni, en nú hefur dæmið
snúist við og Kristín gæti allt eins
sungið þetta til mín, því nú vill
Ásta bara pabba sinn um nætur á
meðan Kristín vaknar ferskari því
Ásta hefur engan áhuga á henni.
Þetta verður vafalaust skemmtileg
minning fyrir okkur síðar meir;
hvernig þetta allt breyttist.“
Fær uppeldisráð í tölvuleikjum
Svefnskuldin kemur Sverri helst
í koll seinnipart dags en þegar
kvöldar fær hann orkuskot.
„Ég er enn að reyna að halda í
gamla lífið, horfa á þætti, NBA og
spila tölvuleiki eins og áður en
þær komu í heiminn. Um tíu tekur
minn tími við og þá tek ég nokkra
leiki sem oft vill ílengjast og maður
fær í bakið,“ segir Sverrir sem spilar
nú aðallega leikinn Destiny.
„Við spilum nokkrir vinir saman
og það hefur komið sér ágætlega
því þar á meðal eru nokkrir sem
eiga líka litlar stelpur. Stundum
koma upp veikindi og þá getum
við hent ráðum á milli okkar og
ekkert stress þótt stökkva þurfi
til vegna ælu. Svo koma menn til
baka, spurt hvernig gekk og gefin
góð ráð. Því er heilmikill stuðn
ingur í því að spila með öðrum
pöbbum,“ segir Sverrir og brosir.
„Ég er hægt og rólega að sætta
mig við að svefninn skiptir meira
máli en áður, enda gefa stelpurnar
engan séns, það er bara ræs! Þær
sofa reyndar báðar upp í. Við
vorum fyrst hörð á því að sú yngri
svæfi í sínu rúmi og herbergi en
þegar maður var farinn að fara
fimm til sex sinnum á nóttu til að
svæfa aftur ákváðum við að prófa
að taka hana upp í. Nú sofnar hún
í sínu rúmi en vaknar gjarnan um
miðnættið og er þá tekin upp í og
allir sofa vært til morguns. Ég mæli
með þessu. Það er notalegt að hafa
börnin hjá sér og fá olnboga eða
spark í andlitið en Ásta Bertha á
Frozenskó sem hún vill helst sofa
í. Nú er búið að setja reglu um að
hún fari ekki í skónum í hjóna
rúmið því ég nenni ekki lengur
að fá skósólann í andlitið,“ segir
Sverrir og skellihlær.
Kominn í draumastarfið
Þau Sverrir og Kristín eru samstíga
í uppeldinu. Fjölskyldan býr suður
með sjó.
„Hér er geggjað að búa; Njarðvík
er eins og Sauðárkrókur fyrir mér.
Við búum í æðislegri götu með
yndislegum Nágrannablæ, og
þegar Sunna Stella kom í heiminn
bönkuðu nágrannarnir upp á og
voru með Ástu Berthu sem flakkaði
á milli húsa svo við gætum fengið
hvíld. Þá minnir sjórinn og rokið
sterkt á Krókinn, og manni fer að
þykja vænt um það; stundum, ekki
alltaf,“ segir Sverrir kíminn.
Hann er alsæll í kennarastarf
inu.
„Draumurinn var alltaf að verða
kennari og stærðfræði er mitt uppá
halds fag. Ég dúxaði í stærðfræði í
gagnfræða og framhaldsskóla, og
er með BSgráðu í viðskiptafræði.
Þetta er krefjandi starf á Covid
tímum, um helmings mæting vegna
smita, en kennurum er sparkað
inn í skólastofuna og þeir standa
sína vakt þar til þeir smitast líka; þá
mega þeir hvíla sig,“ segir Sverrir.
Með hækkandi sól vonast Sverrir
til að geta stigið aftur á svið og
sungið fyrir áhorfendur.
„Já, ég hlakka mikið til að koma
fram á ný. Þá hverfur öll þreyta
eins og dögg fyrir sólu og maður
kemst í gírinn. Kristín hefur
passað upp á að ég fái góðan
nætursvefn fyrir giggin sem ég hef
tekið síðan stelpurnar fæddust og
hún leyfir mér að sofa til hádegis
eftir hvert gigg. Svefninn skiptir
gríðarmiklu máli fyrir sönginn
eins og stærðfræðikennsluna og
ég er að læra að koma mér fyrr í
háttinn. Svo gengur þetta yfir, er
mér sagt. Ég trúi því og á þá eflaust
eftir að sakna þreytunnar því erfið
tímabil gefa lífinu lit. Þetta er eins
og með eftirvinnuna; því meira
sem maður vinnur, því meira fæst
borgað.“ n
Eitt það
magnað-
asta við
foreldra-
hlutverkið
er að
maður
lítur sína
eigin
foreldra
allt öðrum
augum.
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
2 kynningarblað A L LT 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR