Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.01.2022, Qupperneq 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Margir halda að maður geti ekki lært tungu- mál þegar maður er kominn á vissan aldur. Leikarinn Sumarliði Snæland stökk úr Covid-kraðakinu og elti frönskudrauminn til Parísar. MYND/AÐSEND Sumarliði Snæland Ingimars- son leikari ákvað að skella sér í frönskunám þegar heims- faraldurinn skall á. Hann er í dag búsettur í París. ninarichter@frettabladid.is Leikarinn Sumarliði Snæland Ingi- marsson er að kaupa sér pan au chocolat og kaffi í bakaríi í þrettánda hverfi Parísar, þegar blaðamaður hringir. „Ég er ekki í skólanum í dag og ákvað að heimsækja hverfi sem ég hef ekki farið í áður,“ segir hann. „Ég ætla að skoða Montparnasse-kirkju- garðinn þar sem Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir eru grafin.“ Verkefni duttu upp fyrir Sumarliði er lærður leikari og útskrifaðist úr meistaranámi í leik- listarkennslu árið 2015. Hann hefur starfað við kennslu og leikstjórn við Fjölbrautaskólann við Ármúla í fimm ár, auk þess að sinna rekstri umboðsskrifstofunnar Kraðaks þar til heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn. „Sumarið 2020 var ég búinn að sitja frekar aðgerðalaus, eftir að Covid byrjaði,“ segir Sumarliði. „Verkefni í leiklistinni duttu upp fyrir. Ég hafði lítið að gera og mig hafði alltaf langað að læra frönsku, en ég lærði hana í menntaskóla.“ Hann segist hafa opnað tungu- málakennslu-smáforritið Duolingo og í framhaldinu hafi boltinn farið að rúlla. „Ég var farinn að hlusta á hlaðvörp og lesa fréttir á frönsku. Að lokum sagði ég við manninn minn að mig langaði að læra frönsku í háskólanum.“ Hann skráði sig því í frönskunám við Háskóla Íslands haustið 2020 og sinnti kennslu samhliða því. Styður hann í öllu Sumarliði segir námið hafa verið gríðarlega áhugavert, en hann hafi sóst eftir meiri áskorun. „Mér fannst eins og ég væri aldrei að fara að læra að tala og skilja frönsku ef ég færi ekki að lifa og hrærast í henni. Þó að námið við háskólann sé gott þarf maður að vera í samfélaginu til að þjálfa eyrað.“ Sumarið 2021 giftist Sumarliði Jóni Örvari Gestssyni hjúkrunar- fræðingi. Þeir ákváðu að gifta sig við gosstöðvarnar sem vakti athygli heimspressunnar og brúðkaups- myndirnar rötuðu í marga af stærstu fjölmiðlum heims. „Seint um haustið stakk ég upp á þessu við manninn minn og hann sagðist bara styðja mig í hverju sem er, og hér er ég.“ Spurning um hugarfar Sumarliði, sem er rúmlega þrítugur, segist vera eldri en hinir skiptinem- arnir í hópnum. „Margir halda að maður geti ekki lært tungumál þegar maður er kominn á vissan aldur. Þegar maður eldist hættir maður kannski að nenna að læra ýmsa hluti og maður staðnar. En þetta fer rosa- lega mikið eftir hugarfarinu.“ Hann segir námið ganga vel. „Mér finnst þetta koma hratt hjá mér hérna úti. En það er mikilvægt að einangra sig ekki og tala bara við fólk sem talar ensku. Frakkar eru frekar íhaldssamir og kynnast síður fólki sem talar ekki frönsku.“ Aðeins franska á heimilinu Sumarliði er meðlimur í karlakórn- um Bartónum og segir að tengslin þar hafi nýst honum við að finna húsnæði í París. „Varaformaðurinn okkar á frænda hérna í París. Íslensk- enskan leikara sem býr með eigin- manni sínum, frönskum myndlistar- manni. Ég fæ að leigja herbergi hjá þeim og það er bara töluð franska á heimilinu. Leikarinn talar eiginlega ekki íslensku. En í gegnum þá hef ég aðgang að félagsneti, við förum saman í leikhús og matarboð og ég hef líka kynnst frönskum vinum þeirra.“ Sumarliði er einnig meðlimur í frönskum hinsegin kór sem hittist á sunnudagskvöldum. „Kórinn æfir á Rosa Bonheur barnum í uppáhalds almenningsgarðinum í París, But- tes-Chaumont.“ Þá hefur hann ekki lagt leiklistina alfarið á hilluna, en honum hefur boðist hlutverk í stórri franskri bíómynd. Hlakkar til vorsins Sumarliði segist mjög ánægður með dvölina í París. „Það er er yndislegt að búa í annarri menningu, aftur,“ segir hann og vísar til námsára í London og París. „Ég sakna mannsins míns samt ógeðslega mikið. Það er stærsta áskorunin. Hann er samt duglegur að heimsækja mig.“ Sumarliði seg- ist hlakka til að sjá Parísarvorið blómstra. „Það er margrómað og á að vera dásamlegt. Þegar kirsu- berjablómin fara að birtast og garðar blómstra í öllum regnbogans litum. Þá ætla ég að setjast út í garð með bók og horfa á sólsetrið,“ segir hann. Sumarliði tekur við Instagram- reikningi Háskóla Íslands á fimmtu- daginn. Þar segir hann frá náminu og lífi sínu í París. Umsóknarfrestur í skiptinám fyrir Erasmus-nema er til 1. febrúar næstkomandi. ■ Söðlaði um og lærir frönsku við Sorbonne Nouvelle Parísarmorgnarnir í lífi Sumarliða geta verið ósköp ljúfir. 18 Lífið 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b spadinn.is ÞRIÐJU DAGS TILBOÐ SPAÐANS! 1.600 Pizza 16” af matseðli

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.