Fréttablaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 9
Því sé ljóst að hækka
þurfi lífeyrisgreiðslu-
aldur.
Erum við ekki tengd
við þá þróun sem á sér
stað alls staðar í hinum
vestræna heimi?
Slík uppbygging í
Fjarðabyggð kallar á
þróun á Austurlandi,
fjölgun íbúða, upp-
byggingu samgangna
og innviða.Í byrjun árs fékk ég óvænt símtal
frá Guðmundi Árna Stefánssyni,
sem hvatti mig til að bjóða mig
fram í efstu sæti í f lokksvali Sam-
fylkingarinnar til bæjarstjórnar í
Hafnarfirði. Ég var ekki lengi að gera
upp hug minn þar sem mér hefur í
gegnum tíðina þótt vanta fólk með
reynslu úr atvinnulífinu í bæjar-
pólitíkina. Samfylkingin þarf fólk í
forystu flokksins sem býr yfir þeirri
reynslu og þekkingu.
Ég hef alla mína tíð starfað við
markaðs- og sölumál og að mínu
mati er sterk tenging á milli stjórn-
mála og markaðsmála sérstaklega
í bæjarmálum. Hvernig er bær eins
og Hafnarfjörður kynntur og mark-
aðssettur t.d. með það að leiðarljósi
að koma í veg fyrir að fólkið okkar
f lytji úr bænum og að fá fólk úr
öðrum bæjarfélögum til að f lytja
til Hafnarfjarðar?
Því miður finnst mér Hafnar-
f jörður hafa dregist aftur úr
nágrannabæjarfélögunum hvað
varðar að laða til sín ungt fólk. Hlut-
fallslega hefur fjölgun íbúa í Garða-
bænum verið mest eða 4,5% árið
2020 með tilkomu Urriðaholtsins
sem er umhverfis- og vistvottað.
Sama ár var fólksfækkun í Hafnar-
firði upp á tæpt 1%. Á síðasta ári
stóð Hafnarfjörður nánast í stað á
meðan íbúum í Garðabæ fjölgaði
um 4,3%.
Hafnarfjörður verður að sækja
fram til að laða til sín ungt fólk. Sá
hópur er framtíðin og er mjög með-
vitaður um umhverfismál og sjálf-
bærni. Tveir stórir málaflokkar sem
hafa því miður ekki verið í forgangi
og í takt við þá þróun sem er að eiga
sér stað bæði hjá fyrirtækjum og
heimilum í samfélaginu.
Leikskólamálin skipta miklu máli
fyrir ungt fólk og er ekki boðlegt
að börn komist ekki að fyrr en við
u.þ.b. 20 mánaða aldur. Mannekla er
stórt vandamál hjá leikskólunum og
hafa foreldrar, meira að segja fyrir
Covid-faraldurinn, þurft að fara úr
vinnu og ná í börn sín þar sem ekk-
ert má koma upp á eins og veikindi
starfsfólks o.s.frv. Þetta er grund-
vallaratriði sem einfaldlega verður
að laga. Það þarf svo sannarlega
bæði að bæta kjör starfsfólks leik-
skóla og fjölga plássum.
Eitt lítið dæmi sem sýnir hvað við
erum því miður ekki í takt við sam-
félagið. Rafbílum hefur fjölgað hratt
á Íslandi. Hleðslustöðvar í nýjustu
íbúðahverfunum hér í Hafnarfirði
eru afar fáar og ekki staðsettar við
fjölbýli sem er bagalegt. Erum við
ekki tengd við þá þróun sem á sér
stað alls staðar í hinum vestræna
heimi? Í nýjum hverfum á höfuð-
borgarsvæðinu skiptir aðgengi
að hleðslustöðvum miklu máli í
ákvarðanatöku um búsetu.
Er Hafnarfjarðarbær með sterka
stefnu og framtíðarsýn fyrir bæjar-
félagið í heild sinni fyrir unga sem
aldna? Hver er t.d. samfélagsleg
ábyrgð og stefna bæjarfélagsins
gagnvart íbúum og fyrirtækjum?
Við eigum og höfum alla burði til
að vera það bæjarfélag sem er fremst
í þeim málaflokkum sem styrkja
innviðina og varða okkur öll. Ég er
viss um að sterkur listi Samfylk-
ingarinnar mun láta verkin tala og
leiða Hafnarfjörð inn í nýja og betri
framtíð fyrir okkur öll.
Ég er svo sannarlega til í slaginn
og býð mig fram til forystu í annað
sæti listans.
Áfram til árangurs og samvinnu. ■
Ný forysta í Hafnarfirði
Öf lugt og fjölbreytt atvinnulíf er
forsenda framfara og undirstaða
velferðar. Fjarðabyggð er glöggt
dæmi um það. Sveitarfélagið hefur
vaxið af miklum krafti í rúman
áratug og forsendur eru til að halda
áfram á þeirri braut. Sjávarút-
vegur hefur löngum verið hreyfiafl
atvinnulífs á svæðinu og tryggt
undirstöður atvinnuuppbyggingar.
Tilkoma Alcoa Fjarðaáls skapaði
þörf fyrir stærra atvinnusvæði sem
ýtti á nauðsynlegar samgöngu-
bætur og sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarfélagið hefur stækkað frá því
álverið reis, íbúum fjölgað, atvinnu-
tekjur aukist sem og fasteignaverð
hækkað og svo mætti lengi telja.
Sjávarútvegur og stóriðjan hefur
tryggt undirstöður fyrir áfram-
haldandi uppbyggingu. Nýjasta
viðbótin, laxeldið, byggir á þeim
stoðum. Uppbygging la xeldis
var kærkomin búbót í kröftugri
atvinnuuppbyggingu Fjarðabyggð-
ar. Starfsmönnum í greininni hefur
fjölgað ört og þjónustufyrirtæki lax-
eldisins hafa sprottið upp á meðan
önnur fyrirtæki hafa þanið út sína
þjónustu. Tilkoma laxeldisins eykur
enn frekar á nauðsyn uppbyggingar
Egilsstaðaflugvallar svo hann geti
annað fraktflutningum með fersk-
an fisk og aðrar vörur.
Grænn orkugarður
Grænn orkugarður er framtíðar-
hugmynd sem við bindum vonir
við sem okkar næsta vaxtarsprota.
Þróun í framleiðslu rafeldsneytis er
hröð og eftirspurn eftir vistvænum
orkugjöfum fyrir samgöngufarar-
tæki mun aukast hratt á næstu
árum og áratugum. Sá iðnaður
getur skipt okkur sköpum í þeim
orkuskiptum sem við bindum vonir
við hérlendis og getur einnig orðið
mikilvæg útflutningsgrein. Þá skap-
ast ótal mörg tækifæri til frekari
uppbyggingar sem hliðarstarfsemi
við rafeldsneytisframleiðslu svo
nefnt sé heitt vatn til húshitunar,
súrefni fyrir landeldi og áburðar-
framleiðsla.
Slík uppbygging í Fjarðabyggð
kallar á þróun á Austurlandi, fjölg-
un íbúða, uppbyggingu samgangna
og innviða.
Við tökum uppbyggingu fagnandi
og horfum björtum augum fram á
veg. ■
Atvinnubærinn Fjarðabyggð
Um daginn var mér sögð ansi áhuga-
verð saga af hámenntuðum og
reynslumiklum 52 ára stjórnanda,
sem gekk illa að finna sér nýtt starf
við hæfi. Hann ákvað að gera litla
tilraun og sótti um starf hjá einum
60 fyrirtækjum. Hann útbjó tvö sett
af ferilskrám og kynningarbréfum
og sendi inn umsóknir til fyrir-
tækja, þar sem sérfræðingar í hans
geira voru stór hluti af starfsmanna-
hópnum. Annar umsóknapakkinn
innihélt ferilskrá og kynningarbréf
tilbúins 34 ára gamals sérfræðings,
með góða menntun og reynslu. Í
hinum pakkanum var sambærileg
ferilskrá og kynningarbréf, en þó
ívið meiri reynsla og þekking, en
þar var umsækjandinn 18 árum
eldri, eða 52 ára. 54 fyrirtæki sýndu
áhuga og svöruðu umsókn 34 ára
gamla umsækjandans en ekki eitt
einasta fyrirtæki svaraði umsókn
þess 52 ára. Hann var ekki virtur
viðlits. Þessi litla saga lýsir að mínu
mati mjög vel því sem er að gerast á
vinnumarkaði í dag. Þessi tilraun var
gerð á dönskum vinnumarkaði, en ég
leyfi mér að fullyrða að sambærileg
þróun sé að eiga sér stað hér á Íslandi.
Í nóvember 2021 voru hátt í 600
háskólamenntaðir einstaklingar
50 ára eða eldri á atvinnuleysisskrá
á Íslandi. Sú staðreynd segir okkur
að þarna er mikil og dýrmæt þekk-
ing að glatast. Svo ekki sé minnst á
beinan útlagðan kostnað ríkisins í
formi atvinnuleysisbóta, en fullar
atvinnuleysisbætur fyrir 600 manns
í 12 mánuði eru rúmlega 2,2 millj-
arðar.
Mín tilfinning er þó sú, að það séu
mun fleiri sérfræðingar á þessum
aldri, sem hafi misst vinnuna og ekki
fengið ný störf þrátt fyrir að hafa leit-
að mikið fyrir sér. En til þess að hafa
einhverja fjárhagslega afkomu bjóða
þeir upp á ýmiskonar ráðgjöf, enda
margir með mikla, dýrmæta og eftir-
sóknarverða þekkingu. Í stað þess að
þiggja atvinnuleysisbætur fara þeir
á hinn svokallaða „gigg“ markað.
Sjálf þekki ég marga sérfræðinga og
„giggara“ á þessum aldri, sem sinna
ráðgjöf af misjöfnum mætti. Margir
gera það að eigin ósk og gengur
vel, en aðrir fara þessa leið þar sem
engin önnur tekjuöf lunarleið er
fær. Það er ansi súrt að vera á þeim
stað í lífinu eftir jafnvel hátt í 10 ára
rándýrt háskólanám og meira en 20
ára starfsreynslu að koma ekki til
greina í störf, sem samkvæmt lýsingu
í atvinnuauglýsingu henta fullkom-
lega við menntun og reynslu og kalla
jafnvel á minni menntun og reynslu.
Ég tala hér af eigin reynslu, en ég er
58 ára og missti mína vinnu á síðasta
ári og er einmitt í þessari stöðu.
Sérstaklega finnst mér umhugs-
unarvert að þessi þróun skuli eiga
sér stað á sama tíma og sífellt meiri
áhersla er lögð á fjölbreytileika og
jafnrétti innan vinnustaða. Nú
þykir það skipta máli fyrir afkomu
fyrirtækja að hafa sem fjölbreytt-
astan starfsmannahóp sem er
samsettur úr öllum kynjum, mis-
munandi bakgrunni, þjóðernum
og trúarbrögðum og fleiru. En það
virðist ekki skipta eins miklu máli
að blanda saman reynslumeiri
og reynsluminni starfsmönnum.
Ekki síður finnst mér þessi þróun
umhugsunarverð í ljósi þeirrar stað-
reyndar að lífaldur okkar er sífellt
að hækka. Nú eru uppi raddir sem
segja að lífeyris- og eftirlaunasjóðir
muni eiga í erfiðleikum í fram-
tíðinni með að standa við skuld-
bindingar sínar og að greiðslur úr
sjóðunum muni ekki duga í þá þrjá
til fjóra áratugi, sem fyrirséð er að
þurfi. Því sé ljóst að hækka þurfi líf-
eyrisgreiðslualdur, sem þýðir jú að
einstaklingur þarf að vera á vinnu-
markaði og afla sér lífsviðurværis
lengur en þurft hefur hingað til. Hér
finnst mér ekki fara sama hljóð og
mynd. ■
Lítil saga af vinnumarkaði
Helga Þóra
Eiðsdóttir
sækist eftir 2. sæti
í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í
Hafnarfirði
Ragnar
Sigurðsson
bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins
í Fjarðabyggð og
varaþingmaður
Ingunn
Ólafsdóttir
lögfræðingur og
mannauðsstjóri
ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ