Fréttablaðið - 11.02.2022, Side 6
Okkur grunar að það
sé mismunun í gangi.
Friðrik Jónsson formaður BHM
Fulltrúar lögreglumanna,
slökkviliðsmanna og fleiri
viðbragðs- og öryggisstétta
funduðu í vikunni um kjara-
mál sín. Stéttirnar hafa verið
óánægðar með framkvæmd
styttingu vinnuvikunnar.
Kristinnhaukur@frettabladid.is
KJARAMÁL Fulltrúar viðbragðs- og
öryggisstétta innan vébanda BSRB
funduðu á miðvikudag um kjaramál
og styttingu vinnuvikunnar. Ekki
hefur verið stofnað eiginlegt félag
en áfram verður fundað fyrir næstu
kjaralotu, einkum og sér í lagi vegna
óánægju stéttanna með útfærslu á
styttingu vinnuvikunnar.
„Þetta var óformlegt spjall. Við
erum að undirbúa okkur fyrir kjara-
viðræður og viljum vera tímanlega í
þessum,“ segir Fjölnir Sæmundsson,
formaður Landssambands lögreglu-
manna. En ásamt lögreglumönnum
voru fulltrúar slökkviliðs og sjúkra-
flutningamanna, tollgæslumanna,
gæslumanna úr Landhelgisgæslunni
og fangavarða. Kjarasamningar þess-
ara stétta losna í mars á næsta ári.
„Þetta var fyrsti fundur og það
munu verða fleiri. Það eru klárlega
sameiginlegir hagsmunir,“ segir
Magnús Smári Smárason, formað-
ur Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, LSS. „Þetta
eru lítil félög inni í stóru félagi. Það
er hollt fyrir þessa aðila að hittast
og ræða stöðuna, þó að ekki séu
stofnuð ný samtök.“
Rótin að þessum viðræðum
er stytting vinnuvikunnar úr 40
tímum niður í 36 eða jafnvel 32,
sem var eitt helsta baráttumál
BSRB fyrir síðustu kjarasamninga
en reynst hefur f lókið fyrir sumar
vaktavinnustéttir í framkvæmd.
Takmarkið var að stytta vaktir úr
12 niður í 8 tíma, en það hefur ekki
alls staðar gengið eftir.
Ríkislögreglustjóri áætlaði að
ráða þyrfti 75 lögreglumenn til að
mæta styttingunni sem tók gildi í
maí síðastliðnum. Stjórnvöld hafa
lofað ráðningum en efndir gengið
hægt og lögreglumenn kvarta
undan auknu álagi eftir breyting-
una.
Hjá LSS hefur styttingin aðeins
verið framkvæmd á einum stað,
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Annars staðar var henni frestað til
1. maí næstkomandi. „Við treystum
okkur ekki í þetta verkefni í upp-
hafi og frestuðum innleiðingunni,“
segir Magnús. Tíminn hefur verið
nýttur til fundahalds með rekstrar-
aðilum og verkefnisstjórn stytting-
arinnar. Eitt slökkvilið hefur síðan
komist að ásættanlegri niðurstöðu.
Í fangelsunum þarf að ráða í 27
stöðugildi, en ríkið hefur boðið 15.
Þetta hefur orsakað að algengara
er að einn vörður sé á vakt, sem er
talið óæskilegt öryggisins vegna,
bæði hans sjálfs og fanga.
Þá he f u r óá næg ja me ð a l
landamæravarða og tollgæslu-
manna verið mikil með útfærslu
styttingar innar. Vöktum hefur
verið fjölgað og sumar eru aðeins
sex tímar, sem leitt hefur af sér
gríðarlegt óhagræði fyrir starfs-
fólk. Þá hefur einnig verið deilt um
vaktaálagið.
„Styttingin hefur gengið svolítið
erfiðlega hjá þessum stéttum. Þær
þurfa að vera með mönnun allan
sólarhringinn. Útfærslan hefur
gengið illa af því að það hefur
reynst erfitt að fylla mönnunar-
gatið,“ segir Fjölnir.
„Stytting vinnuvikunnar var
grundvallar kerfisbreyting og hefur
ekki gengið fullkomlega upp alls
staðar. Það þarf að sníða vankanta
af framkvæmdinni,“ segir Magnús.
Félagsmenn þessara félaga hafi
hagsmuni af því að þau lífsgæði sem
styttingin átti að fela í sér náist. ■
Viðbragðsstéttir eigi sameiginlegra
hagsmuna að gæta í kjaramálum
Lögreglumenn hafa kvartað undan auknu álagi síðan styttingin var tekin upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta var fyrsti fundur
og það munu verða
fleiri.
Magnús Smári
Smárason, for-
maður LSS
kristinnhaukur@frettabladid.is
MANNRÉTTINDI Bandalag háskóla-
manna og Samtökin ’78 hafa gert
samkomulag um rannsókn á hvort
launamunur sé milli hinsegin fólks
og annarra á íslenskum vinnumark-
aði. Að sögn Friðriks Jónssonar, for-
manns BHM, verður rannsóknin
ekki einskorðuð við háskólafólk,
heldur verður litið vítt á vinnu-
markaðinn.
„Okkur grunar að það sé mis-
munun í gangi. Ef rannsóknin leiðir
það í ljós verður hægt að nota hana
til þess að vinna gegn mismunun-
inni,“ segir Friðrik. Heilt á litið vilji
stjórnendur ekki mismuna fólki en
mismunun geti einnig verið ómeð-
vituð. Sýni gögnin mismunun, í
ákveðnum atvinnugreinum eða
öllum, verði hægt að nýta þau til að
bæta úr. „Við erum að berjast gegn
ómálefnalegum launamun.“
Rannsóknin verður gerð í lok vors
og snemma í sumar. Gerð verður
viðhorfs- og reynslukönnun og
ýmsar hagtölur og launaupplýsing-
ar rýndar. Sérfræðingar frá Háskóla
Íslands munu taka þátt í þessu.
Friðrik segir viðfangsefnið hins
vegar flóknara en þegar launamunur
kynjanna er reiknaður út, því innan
kerfisins er hin hefðbundna skipting
karla og kvenna í flestum tölum. Í
rannsókninni verður þó hægt að
komast að ýmsu, svo sem hvort gler-
þak sé hjá fyrirtækjum þegar kemur
að samkynhneigðum og hvernig
transfólki líður á vinnumarkaði.
Heilt yfir sé rannsóknin gerð til þess
að víkka jafnréttisumræðuna. ■
Rannsaka launamun hinsegin fólks og annarra
arib@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands, segir að Evrópa
standi frammi fyrir mestu hættu í
marga áratugi. Í samtali við blaða-
menn í Brussel í gær sagði hann að
þolinmóðar samningaviðræður og
fyrirbyggjandi aðgerðir væru leiðin
út úr núverandi hættuástandi.
Rússar hafna því alfarið að ætla
sér að ráðast inn í Úkraínu, en gervi-
hnattarmyndir sem CNN hefur
sýnt, sýna að búið sé að færa herlið
Rússa nær landamærunum.
Johnson sagði að hann tryði
því ekki að Rússar væru búnir að
ákveða að ráðast inn í landið, en tók
fram að gögn frá leyniþjónustunni
væru ógnvekjandi. ■
Mesta hættan í
marga áratugi
Johnson forsætisráðherra hitti
breska hermenn í Póllandi í gær.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ATVINNULÍF Mun færri fyrirtæki
hafa starfsmann í upplýsingatækni
á sinni launaskrá í dag en fyrir ára-
tug. Starfsmann sem sér um rafræn
samskipti og meðferð gagna. Í dag
hafa 13 prósent fyrirtækja slíkan
starfsmann innan sinna raða sem
er, ásamt Ítalíu, lægsta hlutfall í
Evrópu.
Árið 2012 var hlutfallið meira en
tvöfalt hærra, það er 27 prósent. Þá
var Ísland langt yfir Evrópumeðal-
talinu sem er 20 prósent. Meðal-
talið hefur varla haggast, en Ísland
hrunið niður listann sem birtur er
hjá Eurostat, evrópsku tölfræði-
stofnuninni.
Þegar litið er til atvinnugreina er
mjög misjafnt hvort fyrirtæki telja
sig hafa not fyrir starfsmann í upp-
lýsingatækni. Hæst er hlutfallið í
tölvu- og fjarskiptageiranum, milli
60 og 70 prósent, sem og hjá orku-
fyrirtækjum og fjölmiðlum. ■
Hríðfækkar í
upplýsingatækni
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Börn og ungmenni með
fæðuofnæmi þurfa oft og tíðum að
takast á við krefjandi aðstæður í líf-
inu,“ segir Selma Árnadóttir, vara-
formaður Astma- og ofnæmissam-
takanna.
Samtökin hrintu í heimsfaraldr-
inum af stað námskeiði fyrir börn
á aldrinum 10-15 ára, sem eru með
ofnæmi, og foreldra þeirra. Mark-
mið námskeiðsins er að efla börnin
og styrkja þau í samskiptum. Selma
segir að þegar börn sem eru með
lífsþrúgandi ofnæmi og nálgist
unglingsaldurinn dragi þau sig
gjarnan í hlé frá jafnöldrum sínum
við ákveðnar aðstæður og upplifi
oft kvíða.
„Á þessum aldri verða börnin
meðvitaðri og jafningjasaman-
burðurinn fer að skipta meira máli,“
segir Selma. „Við vitum að matur
spilar stóran part í okkar félagslega
umhverfi. Við förum í matarboð,
íþróttafélög og skólar nota mat oft
og tíðum sem viðurkenningu fyrir
góðan árangur, vinir hittast og baka
saman eða elda,“ bætir hún við.
Hún segir mikilvægt að gera grein-
armun á fæðuóþoli og lífsþrúgandi
fæðuofnæmi. Bæði geti verið alvar-
legt, en einungis ofnæmið sé lífs-
hættulegt. „Það gerir það að verkum
að þessi börn geta nánast daglega
verið í kvíðavaldandi aðstæðum,“
segir Selma og tekur dæmi.
Hér á landi segir Selma að jafnaði
færri dauðsföll af völdum matar-
ofnæmis en víða annars staðar,
ástæðan sé mikil nálægð við sjúkra-
hús.
„Mörg þeirra hafa upplifað það
að fara í ofnæmislost og lent á
spítala, ofnæmisvaldar eru eins og
eitur fyrir líkama þeirra. Þau þurfa
að vera sérstaklega extra sterk,
en við vitum að við breytum ekki
umhverfinu svo það er mikilvægt
að börnin og ungmennin vinni í sér
og við hjá Astma – og ofæmissam-
tökunum ætlum að hjálpa til með
það,“ segir Selma. ■
Börn með ofnæmi dragi sig í hlé og upplifi kvíða
Selma Árnadótt-
ir, varaformaður
Astma- og
ofnæmissam-
takanna
arib@frettabladid.is
BANDARÍKIN Donald Trump, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, er enn
í sambandi við Kim Jong-Un, ein-
ræðisherra Norður-Kóreu, sam-
kvæmt nýrri bók blaðakonunnar
Maggie Haberman. Mun einræðis-
herrann vera eini þjóðarleiðtoginn
sem Trump er enn í sambandi við
eftir að hann lét af embætti.
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings hóf í gær rannsókn
á bréfum Kims til Trumps sem hann
tók með sér til Flórída eftir að hann
lét af embætti. ■
Er enn í sambandi
við Kim Jong-Un
Trump geymdi bréf frá Kim.
6 Fréttir 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ