Fréttablaðið - 11.02.2022, Page 18

Fréttablaðið - 11.02.2022, Page 18
Það sem heillar mig mest við að stunda skíða- göngu er þessi frábæra hreyfing úti í nátt- úrunni. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Gönguskíði bjóða upp á góða úthaldsæfingu, hraða og mikla gleði, segir Óskar Jakobsson sem hefur rennt sér á gönguskíðum frá sjö ára aldri. Gönguskíði hafa notið óvenju mikilla vinsælda meðal lands- manna undanfarin ár, enda íþrótt sem hæfir ungum sem öldnum og er hægt að stunda víða. Einn þeirra sem þekkja gönguskíðin vel er Óskar Jakobsson sem byrjaði sjö ára gamall að renna sér á gönguskíðum á Ísafirði. „Það sem heillar mig mest við að stunda skíðagöngu er þessi frábæra hreyfing úti í náttúrunni. Síðustu ár hefur mest af tíma mínum á skíðum farið í að kenna öðrum og það finnst mér líka skemmti- legt og gefandi. Maður hittir og kynnist svo mikið af nýju fólki í sportinu í dag. Ég fer mjög sjaldan á svigskíði, þar sem mér leiðast lyftur og raðir. En eins og ég segi við nemendur mína þá fæ ég allt á gönguskíðum sem aðrar skíðaíþróttir bjóða upp á, eins og hraða, góða úthaldsæfingu og mikla gleði.“ Fljótlega eftir að Óskar byrjaði á gönguskíðum var hann mættur á æfingar hjá Skíðafélagi Ísafjarðar. „Ég æfði fram á unglingsár, keppti á öllum mótum sem voru haldin á Miðlar reynslu og þekkingu Óskar Jakobs­ son hefur stundað göngu­ skíðin frá sjö ára aldri. Í dag rekur hann íþrótta­ vöruverslunina Sportval í Árbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Óskar og Auður Ebenezersdóttir hafa haldið byrjendanámskeið í skíðagöngu undanfarin sjö ár. Það er alltaf fjör á gönguskíðum. Skíðaganga er frábær íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Ísafirði og fór svo á vorin á Andr- ésarleikana á Akureyri, sem var alltaf hápunktur vetrarins fyrir ungan skíðamann. Á unglingsár- unum keppti maður á bikarmót- um og á unglingalandsmótum.“ Leiðbeinir byrjendum Eftir að hann f lutti til Reykja- víkur 18 ára hætti Óskar að keppa á skíðum og einblíndi á þjálfun og félagsstörf í tengslum við íþróttina. „Ég þjálfaði krakka og unglinga í nokkur ár, áður en við Auður Ebenezersdóttir byrjuðum með byrjendanámskeiðin sem við höfum haldið úti núna í sjö ár.“ Mestur tími hans fer því í að leiðbeina öðrum í að taka sín fyrstu skref í íþróttinni. „Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með fjölguninni í sportinu á undanförnum árum og enn skemmtilegra að hafa fengið að taka þátt í þróuninni. Nú rek ég verslunina Sportval sem selur skíðabúnað. Þar get ég líka gefið af mér og miðlað minni reynslu og þekkingu.“ Auk þess hefur hann stundað hlaup undanfarin ár og segir hann skíðagrunninn koma þar sterkan inn. „Þar hef ég bæði verið virkur sem keppnismaður og síðar sem þjálfari.“ Leiðsögn nauðsynleg Fyrir áhugasamt fólk sem vill taka fyrstu skrefin á gönguskíðum, er gott að fá tilsögn bæði með búnað og skíðatæknina, segir Óskar. „Það er því miður allt of algengt að fólk fari í búðir og komi út með búnað sem hentar því ekki. Það eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga ef þú ætlar að kaupa þér búnað. Ef þér finnst að þjónustan sé ekki viðunandi, farðu þá annað. Það er engin launung að þetta er erfið íþrótt, en með smá tilsögn er hægt að spara orku og sportið verður æ skemmtilegra eftir því sem færnin eykst.“ Góð aðstaða víða Besta aðstaðan á suðvestur- horninu er í Bláfjöllum, að sögn Óskars og í raun eina aðstaðan vegna snjóleysis. „Þegar við höfum snjó hér á láglendi þá eru troðnar brautir ansi víða eins og í Heið- mörk, á mörgum golfvöllum, á Þingvöllum og á Laugarvatni svo dæmi séu nefnd. Hvað varðar aðra staði þá kemur að sjálfsögðu fyrst Ísafjörður upp í hugann, þar er gríðarlegur metnaður í gangi og ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Skíðagöngubærinn. Svo er aðstaðan á Akureyri og í Ólafsfirði flott. Einnig má nefna Húsavík sem er að koma sterkt inn með flott skíðasvæði og með nægan snjó fram á vor.“ Útlönd heilla líka Fyrir þau sem eru aðeins lengra komin og vilja skella sér á göngu- skíði í útlöndum er tilvalið að heimsækja lönd á borð við Noreg, Svíþjóð, Austurríki og Ítalíu, sem Óskar segir mjög spennandi kosti. „Það eru margir sem ferðast á milli landa til að keppa í World- loppet-göngunum, en það eru keppnir sem haldnar eru úti um allan heim. Fossavatnsgangan á Ísafirði er partur af þessari seríu, Birkebeinergangan í Noregi sem og Vasagangan í Svíþjóð, svo ein- hverjar séu nefndar. Við hjónin, Elín Gísladóttir og ég, erum búin með sex göngur til þessa og stefnum á að ná að minnsta kosti tíu göngum. Þetta er skemmtileg leið til að sameina ferðalög og áhugamálið.“ Fram undan eru fjórar helgar á Húsavík þar sem hann og Auður verða með kennslu í samstarfi við Íslandshótel. „Auk þess förum við í vikuferð til Póllands um miðjan mars. Ég er svo enn að skoða með að fara keppnisferð með Ellu minni til að bæta við sjöundu göngu okkar, ef tími gefst.“ n Hjónin Óskar og Elín Gísladóttir á góðri stundu í snjónum. Hjónin voru ánægð eftir Dolomit­ tenlauf­skíðagönguna í Austurríki. 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 6 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.