Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.02.2022, Qupperneq 28
Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur heil- brigðisstarfsfólk. Fimmtíu árum eftir að hún deyr er hún þekkt- ust fyrir að vera fyrr- verandi eiginkona einhvers. Þetta er eitthvað svo súrt og glatað. Una Stef, söngkona. Fönkstjarnan Betty Davis er látin, 77 ára að aldri. Hún ögraði samtíma sínum svo mjög að tónlist hennar var bönnuð í bandarísku útvarpi. Stallsystir hennar, Una Stef, segir sorglegt að arfleifð Betty litist svo mjög af árslöngu ofbeldissambandi við tón- listarmanninn Miles Davis. ninarichter@frettabladid.is „Ég er búin að grúska svo mikið í þessari músík en það sem er áhuga- vert er að ég held að ég hafi fyrst lesið um hana í djass-sögutíma þegar ég var í tónlistarskóla,“ segir tónlistarkonan Una Stef um Betty Davis, en hún hefur sérhæft sig í fönktónlist. „Hún var gift Miles Davis. En ég vissi ekkert mikið meira og það var ekki fyrr en ég fór að grúska í fönk- sögunni og fór að leita að konunum í fönkinu, að ég rambaði á hana og hennar sögu. Kemst þá að því að þetta hjónaband hennar við Miles Davis er minnst áhugaverði hlutinn af hennar lífi.“ Una lagðist þannig í dálitla rann- sóknarvinnu og kynnti sér tónlist Bettyar og feril. „Þegar ég var að byrja að hlusta á þessa músík fór ég ekkert bara á internetið og fann þetta þar,“ segir Una og hlær. „Ég þurfti að finna þetta á geisladiskum og fara í Skífuna. Ég fór á internetið einu sinni í viku,“ segir hún. Sú fyrsta sem gaf út alvöru fönk Óhætt er að segja að Betty hafi haft gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna. Nánast öll hennar tónlist var hljóð- rituð á árabilinu 1964 og 1973 og hún var þekkt fyrir sviðsfram- komu sem þótti full ögrandi fyrir tíðarandann. Þannig varð hún ekki síst áhrifamikill femínískur braut- ryðjandi í tónlistarheiminum. Þegar Una er spurð hvort hún sæki meðvitaðan innblástur til þessarar drottningar fönksins svarar hún: „Já. Hún er algjör brautryðjandi á fönksenunni. Eiginlega fyrsta konan sem kemur og gefur út „hard funk“, alvöru fönk. Ekki R&B eða „soul“ blöndu,“ útskýrir Una. „Fyrir mig – maður hlustar á fönkið og James Brown og þessa kalla. Maður fær eitthvað lánað hér og þar og fær innblástur,“ segir hún. „En eftir að ég uppgötvaði hana leitaði ég meira til hennar, ég tengi meira við það sem hún hefur að segja,“ segir Una. Kynlíf, pólitík og kynjamál „Textarnir hennar eru svona helm- ingurinn af því sem gerir hana svona einstaka. Hún þorði að syngja um það sem karlarnir voru að syngja um. En það var svo mikið tabú af því að hún var að syngja það.“ Textarnir fjalla að sögn Unu um stöðu svartra kvenna, stöðu kvenna í tónlist, póli- tísk álitamál og kynlíf. „Það er merkilegt að geta lesið þessa texta, og geta speglað sig í þeim 50 árum seinna sem kona í tónlistarbransanum,“ segir Una. „Þessi sena er ennþá í dag þann- ig, að þetta eru mest karlar, að gera fönktónlist. Þessir textar eiga óþægilega mikið við í dag. Ég hlusta á hana og leita að inn- blæstri.“ Una segir Betty hafa verið þekkta sem tískudrottningu. „Hún fór alla leið í þetta allt saman. En ef þú skoð- ar hvað er að gerast þessum tíma, þá eru karlar að gera nákvæmlega þetta sama!“ Una segir rokkið og rólið og frægðarsól Jimi Hendrix hafa verið í hámarki á þessum tíma. „En Betty var bönnuð á útvarpsstöðvunum.“ Una segir lítið hafa breyst í þeim efnum og segir halla mjög á konur á senunni. „Þetta er að mörgu leyti tengt djassinum. Þessi rytmíska sena hefur alltaf verið mjög karl- læg. Í poppinu er þetta öðruvísi, konur eru áberandi þar,“ útskýrir hún. „En ef þú skoðar djasssenuna og „big band“ senuna og svo fönk og „fusion“ djass ... þá sérðu ekki mikið af konum. Konurnar eru þá helst söngkonur,“ segir Una. Sagði nei við útgáfufyrirtækin „En Betty ruddi brautina gersam- lega og sérstaklega í Bandaríkjun- um, og fyrir allar konur. Hún fórn- aði sér gersamlega fyrir framtíðina. Útgáfufyrirtækin vildu fá hana til sín, en vildu breyta öllu. Hún var rosalega vinsæl, með marga fylgj- endur og var tísku-„icon“, fólkið í Soho elskaði hana,“ segir Una. „En þessir karlar hjá útgáfufyrirtækj- unum vildu að hún syngi svona og klæddi sig svona. Hún sagði bara nei, og stóð við það. Ef ekki hefði verið fyrir ákvörðun hennar að halda sínu striki, hefði hún kannski orðið meiri poppprins- essa. En við hefðum ekki fengið Madonnu, Erykah Badu og Janelle Monae,“ segir Una og það er ljóst að áhrifa Bettyar nýtur enn við í dag. Varð ekki rík af tónlistinni „Hún flýr eiginlega Miles Davis, og hættir í músík. Hún sagði nei við alla og þá hættu plötufyrirtækin að reyna. Hún var, eins og ég skil söguna, svo brotin eftir þetta hjóna- band að hún bara hætti að gera músík,“ segir Una. „Það var gerð mynd um hana fyrir fimm árum. Núna síðustu árin bjó hún bara í blokkaríbúð og átti ekki bíl eða gemsa. Hún varð ekkert rík af þessu,“ segir hún. Unu gremst að sjá hversu lituð arfleifð Betty Davis er af árslöngu hjónabandi við tónlistarmanninn Miles Davis. Alltaf fyrrverandi „Ég sé á andlátstilkynningum að það er alltaf skrifað fyrst: Betty Davis, fyrrverandi eiginkona Miles Davis. Hún er brautryðjandi í tón- list, þau voru gift í eitt ár, þau skildu fyrir fimmtíu og eitthvað árum, hann beitti hana ofbeldi allan tím- ann, en samt er hún þekktust fyrir að hafa verið eiginkona hans.“ Una segir Betty hafa haft mikil áhrif á Miles. „Hún gerði hann að miklu meiri töffara en hann var fyrir þann tíma. En hann nefnir hana ekki einu sinni á nafn í ævi- sögunni sinni og sakar hana um að hafa haldið framhjá með Jimi Hend- rix, eitthvað sem hún þvertók fyrir að hafa gert, allt þangað til hún dó.“ Una minnist þess þegar blaða- maður hjá erlendu tónlistartíma- riti fjallaði um tónleika sem hún sjálf hélt með hljómsveit sinni hér á Íslandi. „Ég man fyrir einhverjum árum var einhver að gera tónleika- umfjöllun um okkur, og þá skrifaði hann: „Una Stef is the queen of funk and should I say the James Brown of Iceland?“ Ég fékk alveg ... ég er bara einhver kall! Þetta er eitthvað til að hugsa um.“ n Engin Madonna án Betty Davis Þótt Betty Davis hafi verið ögrandi brautryðjandi skyggir skammlíft hjóna- band hennar og Miles Davis á minningu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ninarichter@frettabladid.is Fréttir af nýjustu spítalatísku- straumum berast víða þessi dægrin, enda hefur starfsfólk Landspítalans tekið nýjum vinnufötum vægast sagt fagnandi. Nýju búningarnir eru viðbragð spítalans við þrálátu ákalli starfs- fólksins um að þeim verði fundinn fatnaður við hæfi og þá fyrst og fremst ógagnsæjar buxur, sem hylji nærbuxurnar innan undir. „Þeir komu bara í vikunni,“ segir hjúkrunarneminn Sara Sif Sveins- dóttir sem tekur breytingunni fagn- andi. „Fyrst kom þessi hvíti og svo var þessi litur að koma. Það verða bláir og hvítir litir í boði.“ Aðspurð um viðtökurnar segir Sara þær vera afskaplega góðar: „Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur heilbrigðisstarfsfólk.“ Hún segir eldri starfsmanna- fatnað spítalans hafa verið stór- gallaðan þar sem neðri hlutinn var gegnsær. „En naríurnar sjást ekki í gegn í þessum. Þannig var það áður. Og það er gaman að fá nýjan lit og breyta aðeins til.“ St a r f s m a n n a k l æ ðn aðu r i n n á Landspítalanum hefur verið í nokkrum litum. Meðal annars fjólu- bláum, bleikum, bláum og grænum. Sara segir þó aðspurð að starfsfólk spítalans sé yfirleitt ekki litakóðað. „Þú mátt bara velja þér það sem þér líkar að vera í. Þú tekur það sem þér líður vel í. Mér skilst að þessir gömlu litir fari bara út, og það eiga bara að vera þessir tveir,“ segir hún. „Núna er þetta bara eins og í Grey’s Anatomy-þáttunum,“ segir Sara og hlær, alsæl í bláa búningn- um. n Landspítalabúningar hylja nærbuxur starfsfólks Hjúkrunarfræðinemarnir Ólafía og Sara eru hæstánægðar í nýja bláa litnum. MYND/AÐSEND toti@frettabladid.is Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa á RÚV, lét í vikunni þau boð út ganga úr Efstaleitinu að nú stæði hverjum sem er til boða að senda inn hugmyndir að hlaðvörp- um til framleiðslu hjá RÚV. Ku n nug leg u r einok u na r- og skylduáskriftar- hrollur fór um einhverja hlað- varpara á frjálsum markaði við þetta, á meðan einnig hefur verið bent á að hlaðvarp sé í eðli sínu útvarp og því allt sem vera ber hjá ríkis- stofnuninni. Hins vegar má spyrja hvort RÚV ætli sér ekki hér að rótast í plægðum akri þar sem fólk hefur nú þegar opnað hlaðvörp, að því er virðist, um allt milli himins og jarðar upp á sitt einsdæmi og af eigin rammleik. Mögulega er RÚV líka að leita allt of langt yfir skammt að hlaðvarps- hugmyndum þar sem innanhúss er dágóður lager af sígildum hug- myndum sem vel mætti endurvinna til hlaðvarps. Þátturinn Jóreykur að vestan er í besta falli vanmetið fyrirbæri í menningarsögunni, en á meðan hann var á dagskrá útvarpsins fengu sveitatónlistarunnendur reglulegan og ráðlagðan skammt af því harma- kveini sem kennt er við köntrí. Þessi hópur hefur löngum legið óbættur hjá garði og verðskuldar sitt hlað- varp í boði ríkisins. Unglingaþátturinn Frístund á Rás 2 varð villuráfandi og menningar- lega vannærðum unglingum níunda áratugarins traustur kompás í eina klukkustund á viku milli 17 og 18. Ástandið á æskulýðnum hefur lítið skánað í seinni tíð og með rökum má einmitt verja þá skoðum að krakkarnir þurfi nauðsynlega að fá Frístund frá skjáglápinu með nýju hlaðvarpi sem hægt er að hlusta á í símanum. Maður er nefndur var ágætis útvarpsþáttur, að vísu í sjónvarpi, í kringum alda- mótin þar sem Hannes Hólm- steinn Gissurar- son ræddi við Íslendinga sem u rðu v it ni að mestu breyting- um Íslandssög- unnar á síðustu öld . Þessi öld hefur ekki síður verið viðburðarík það sem af er og Hannes er enn hamhleypa til verka. Óskalagaþættir fóru illa út úr upp- lýsingatæknibyltingunni og heilu kynslóðirnar eru að missa af þeim mikilvæga uppeldisþætti að þurfa að hafa fyrir lífinu og lögunum sem liggja nú eins og hráviði á streymis- veitum. Sameinað hlaðvarp þátt- anna Lög unga fólksins og Óska- lög sjúklinga gæti bjargað framtíð þjóðarinnar. Að því gefnu auðvitað að biðja þarf um óskalögin með bréfapósti en ekki smáskilaboðum og tölvupósti. n Hlaðvarpsgufan Hlaðvarpsgufan rís við Efstaleiti. Hannes Hólm- steinn Anna Marsibil. 20 Lífið 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.