Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Qupperneq 5

Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Qupperneq 5
5 ar og lyfjafræðingar geta gengið úr skugga um, að efnin í lyfin séu eins og þau eiga að vera. Mun „Stjörnu Apótekið“ einhver fullkomnasta lyfjabúð landsins, hvað þetta snertir. Um reksturinn liggur engin greinargerð fyrir, þar sem ekki hefir enn unnizt tími til að loka reikningunum. Yæri líka fljótfærni að búast við verulegum árangri af rekstri deildarinnar á fyrsta ári. En jafnvel þótt það kunni að reynast svo, að reksturinn gefi engan arð á síðastliðnu ári, þá er óhætt að gefa miklar vonir um góðan árangur í framtíðinni, ef félagsmenn hafa það hugfast að láta félagið, og þar með sjálfa sig, njóta viðskipta sinna. En reynsla síðasta árs hefir sýnt, að töluverður hluti af viðskiptum lyfjabúð- arinnar er við utanfélagsmenn. Þið félagsmenn- irnir hafið aftur á móti ekki svipað því allir látið félagið njóta viðskipta yðar með þessar vörur. Sumum hefir þótt það kynlegt, að kaupfélagið skyldi ekki lækka útsöluverð lyfjanna. Þetta hef- ir ekki verið gert sakir þess, að útsöluverð þeirra er ákveðið með lögum og verður því æfinlega að selja lyf samkvæmt lyfsöluskrá. Hinsvegar getur enginn haft á móti því, að samvinnufélög, sem

x

Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA
https://timarit.is/publication/1661

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.