Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.08.1941, Blaðsíða 9
Þegar AJþingið, Jónas Jónsson og Mentamálaráð
ætlaði að troða verðlaunum á H. Kiljan Laxness fyr-
ir að svívirða land sitt og þjóð. En Kiljan hefur að
margra áliti eyðilagt hjartahreinleik þjóðanna með
skrifum sínum og heiöindóms kjaftavaðli í útvarpið
og víðar. Mér hrökk þessi vísa af munni fram:
Lag: Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Mentamálaráðið kvað verðlauna bófa,
sem ljúga og svíkja og múta hér mest.
I haus þeirra hlýtur laus vera skrúfa,
eða þá þorskhausakvörn er þar að sest.
Þeir hljóta að vera geðveikir mjög,
þá upp þarf að bræða sem súreitrað smjör,
og skapa þá upp sva alla að nýju
og gjöra þá betri og vitmeiri menn.
Ort með tíu sinnum meiri hraða en ég get skrifað
Slökkvistöðinni, Reykjavík, 9. febr. 1941.
Dr. Jóh. Kr. Jóhannesson.
N.B. Mentamálaráð Islands eða Alþingi ætti nú á
komandi ári að taka að sér útgáfu ljóða minna og
bréfa, sem mér berast frá flestum valdhöfum og
stjórnendum veraldar vorrar. Það mundi vera til
góðs og blessunar fyrir Island og alla veröldina, sem
ég elska þó að kristniboðshræsnarar segi að maður
eigi ekki að elska heiminn. Það segja þeír vegna hug-
arveilu, því Kristur elskaði syndarana og heiminn.
Reykjavík, 5. apríl 1941.
Jóh. Kr. Jóhannesson.