Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.08.1941, Blaðsíða 12
/
12
úr skítugum ko.Ia- og járnþrælum í fagra og hugs-
andi menn. Hinn úrkynjaði lordalýður og business-
bisar verða sendir til Manareyjar og einangraðir þar
uns þeir deyja út.
Faðir foringjans kyntíst yður þá er þér voruð við
trésmíðanám í Danmörku hér fyr á árum. Hann varð
fyrir djúpum og vanalegum áhrifum af yður; sonur
hans (Foringinn) drakk í sig áhrif yðar., því karl-
inn var sí og æ að segja syninum frá hinum þvölu
kenningum yðar. Þannig á þýska byltingin að rekja
rætur sinar til yðar, þess mun verða minnst síðar,
yður á ógleymanlegan hátt svo og- öllum mannheimi.
Vorsóknin mikla er um það bil að hefjast. Bláeygir,
norrænir víkingar, munu herja á ríki Georgs Engla-
konungs og brjóta það undir sig á fám tímum. Þá
mun andi yðar og Foringjans leika um Norðurálfi og
guðsríki hefjast á jörðu, án sálmasöngs cg bænakvaks.
Að endingu bið ég yður að vera vel á verði gegn
illvættum, alþingismannabósum og forskrúfuðum ætt-
arnafna-senditíkum vissra stórvelda. Ef í harðbakka
slær, þá leitið á náðir ameríska. konsúlsins.
Sjáumst vonandi í lifanda lífi, ef ekki, þá í Val-
höll, þar sem Hindenburg, Egill Skallagrímsson og
Grettir Ásmundarson búa.
Kvaddir kveðju Foringjans,
yðar ævarandi félagi
Dr. Joachim ron Hunderikrojyp
forstjóri Áfengisverslunar Stór-Þýskanalds.
Via
Narvik.