Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Qupperneq 41
m
39
dal, og kvæntist dóttur hans Sigríði 10. nóv. 1855,
missti hana 13. júní 1859. í annað sinn kvæntist
hann 24. júlí 1861 Ingibjörgu Guðrúnu Jónsdóttur
hreppstjóra á Skeiði Arnasonar Gíslasonar prests
Einarssonar, andaðist hún 11. des. s. á. Síðan dvaldi
^ hann með tengdaforeldrum sínum einhleipur næstu
4 ár. Svo réðst hann að Sveinseyri í Tálknafirði
og kvæntist [)ar í priðja sinn 28. Júlí I865, Krist-
ínu dóttur Bjarna Ingimundssonar hreppstjöra og
óðalsbónda á Sveinseyri 30—40 ár. Langt varð
eigi þetta hjónaband heldur en hin fyrri, pví Krist-
ín Bjarnadóttir andaðist af barnsförum 17. júní
1870. Bjó hann svo ekkjumaður 4 ár með frænd-
stúlku sinni, Ragnheiði Kristínu Gísladóttur frá
^ Hringsdal og kvæntist henni sumarið 1874. Lifir
hún hann ásamt 2 sonum: Jóni Kristjáni bónda á
Kvígyndisfelli og Jóhannesi Kristjáni trésmið, sem
báðir eru kvæntir menn, og dóttur, Þórunni, konu
Kristjáns hreppstjóra Kristjánssonar í Eyrarhús-
um; en elsti sonur peirra hjóna, Gísli Kristján,
kennari og organleikari á Vatneyri og kvæntur
par, fórst með fiskiskipi frá Vatneyri á pessu ári.
Með priðju konunni átti hann tvö börn, sem lifa,
* Ólaf Bjarna verzlunarstjóra á Vatneyri og Þórdísi,
sem gift er í Glouchester í Bandarikjunum. Fyrir
nokkrum árum lét Jóhannes af búskap og fór
ásamt konu sinni til dóttur sinnar Þórunnar og
tengdasonar að Eyrarhúsum; par dvaldi hann til
dauðdadags. — Jóannes Þorsleinsson var um langt
skeið talinn bezti bóndi og nytsemdarmaður í sveit
sinni; hafði stórbú, eftir því par gerist og marm-