Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 6
Fórnarlömbin eru venjulegt fólk sem vill bara lifa sínu daglega lífi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra olafur@frettabladid.is Eftir Covid er efnahagskerfi heims- ins mjög viðkvæmt, verðbólga vaxandi og seðlabönkum vandi á höndum, meðal annars vegna þeirra aðgerða sem þeir gripu til vegna Covid fyrir tveimur árum. Innrás Rússa í Úkraínu getur valdið verðfalli á fasteigna- og skuldabréfamörkuðum víða um lönd, sem getur haft alvarleg áhrif og valdið samdrætti. Líklegt er að seðlabankar haldi að sér höndum með vaxtahækkanir, sem getur enn aukið á verðbólguvandann. Jón Daníelsson, hagfræðiprófess- or við London School of Economics og forstöðumaður rannsóknaseturs um kerfisáhættu í fjármálakerfinu, segir innrás Rússa í Úkraínu hafa bein áhrif á skammtíma- og lang- tímaáhættu á mörkuðum og í efna- hagslífi heimsins. Fyrir sé óeðlilega mikil áhætta vegna verðbólgu, sem stafi af röngum viðbrögðum seðla- banka heimsins við Covid fyrir tveimur árum. „Sú mikla verðbólga sem við sjáum nú í f lestum vestrænum ríkjum hefur þegar valdið mikilli óvissu. Þessi innrás er viðbótaráfall. Þetta viðbótaráfall veldur því að eignaverð mun lækka og getur jafn- vel hrapað í ákveðnum f lokkum. Það veldur aftur erfiðleikum hjá mörgum aðilum á markaði. Þetta veldur truf lun á fram- leiðslumynstri og er þar með mjög truflandi fyrir efnahagslífið í heim- inum, á sama tíma og óvissa er mjög mikil.“ Jón segir þetta auka enn á vanda seðlabanka heimsins, sem þó var ærinn fyrir. Innrásin í Úkraínu valdi því að hagkerfin dragast saman á sama tíma og verðbólga fer vaxandi. „Hvernig er hægt að bregðast við stigvaxandi verðbólgu annars vegar og samdrætti á framleiðslu hins vegar? Í olíukreppunni á áttunda áratugnum kom þessi staða upp, verðbólga og efnahagsleg stöðnun, svonefnd kreppuverðbólga. Ég tel að þessu sé hægt að afstýra nú.“ Jón telur ráðamenn í efnahags- málum þurfa að stíga mjög varlega til jarðar í viðbrögðum sínum. „Ég held að við séum hins vegar reynsl- unni ríkari eftir kreppuverðbólg- una fyrir hálfri öld og getum forðast mistökin sem gerð voru þá. Því er ekki ástæða til að örvænta.“ n Innrásin skekur hagkerfi heimsins Jón Daníelsson, hagfræðipró- fessor við LSE 6 Fréttir 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR Forsætisráðherra segir inn- rás Rússa í Úkraínu órétt- lætanlega. Von er á auknum umsvifum og sýnileika her- afla Atlantshafsbandalagsins á Íslandi vegna átakanna. ingunnlara@frettabladid.is Viðbragðsstaða herliðs NATO hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur eftir innrás Rússa í Úkra- ínu, sem þýðir aukna umferð og viðveru herliðs NATO á herstöðinni í Keflavík, að sögn Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra. „Við gætum orðið vör við meiri liðsf lutninga Atlantshafsbanda- lagsins. Ekki bara Bandaríkja- hers heldur annarra hersveita. Við Íslendingar gætum orðið vör við meiri umferð um varnarsvæðið í Keflavík,“ segir hún. Íslensk stjórnvöld fordæma aðgerðir rússneskra stjórnvalda og hefja efnahagsþvinganir gegn Rússlandi, eins og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópu- sambandsríki. „Þetta er skýrt brot á alþjóða- lögum og á sér enga réttlætingu,“ segir Katrín um aðgerðir rússneskra yfirvalda. Þvingunaraðgerðirnar beinast gegn eftirfarandi aðilum: • 22 háttsettum einstaklingum, þar með töldum varnarmálaráð- herra, og er fjórum fyrirtækjum bætt á lista yfir þá sem skulu sæta fryst- ingu fjármuna og landgöngubanni í tilviki einstaklinga. Hér undir eru ráðherrar og hershöfðingjar, lykil- viðskiptamenn í bankageiranum og bankar og fjármálastofnanir. Þá var þeim 336 meðlimum Dúmunnar sem greiddu atkvæði með þings- ályktun um að viðurkenna sjálfstæði Lúhansk og Donetsk bætt á listann. • Í öðru lagi beinist aðgerðirnar að fjármálaþjónustu í Rússlandi með því að kostir rússneska ríkis- ins og rússneska seðlabankans til að fjármagna sig eru takmarkaðir. • Í þriðja lagi er um að ræða heild- stætt og yfirgripsmikið viðskipta- bann á vörur frá héruðunum tveim- ur Lúhansk og Donetsk. Einnig er bann við útf lutningi á vörum og þjónustu til að þjónusta þessa geira í héruðunum tveimur, þar með talið að hafa milligöngu um flutning og fjármögnun. Samhliða þvingunum gegn Rúss- landi mun Ísland veita Úkraínu milljón evra styrk til mannúðar- aðstoðar. Leiðtogafundur NATO fer fram í dag og Evrópusambandið fundaði í gærkvöldi um frekari aðgerðir gegn Rússlandi. Ríkisstjórnin segir ljóst að hernaður Rússlands gagnvart Úkraínu kalli á miklu harðari og umfangsmeiri þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins en þær sem þegar hefur verið hrundið í fram- kvæmd „Það er alveg ljóst að þær efna- hagsaðgerðir sem verið er að ræða munu hafa veruleg áhrif á rússneskt samfélag,“ segir Katrín. Úkraína er ekki í NATO og því hafa aðildarríki ákveðið að fara þessa leið, að virkja fjórðu grein Atlants- hafssáttmálans, sem felur í sér að hafa samráð sín á milli um að auka viðbragðsstöðu, telji eitt eða fleiri bandalagsríki öryggi sínu ógnað. Ef ráðist verður inn í aðildarríki NATO, eins og til dæmis Pólland, er litið á það sem árás á allar NATO- þjóðirnar og þá verður vopnavaldi beitt. Katrín segir mikla alþjóðlega samstöðu á bak við þessar aðgerðir. „Þetta er okkar tæki og það er ekki nokkur maður sem vill stríðsátök í Evrópu. Það getur haft í för með sér hræðilegar af leiðingar fyrir óbreytta borgara,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þving- unar aðgerðir nógu hörð viðbrögð segist Katrín vona að Rússar skilji alvarleika þessara aðgerða. „Mín einlæga von er að Rússar sjái að sér og skilji alvarleika þeirra efnahagsaðgerða sem Evrópuríki eru tilbúin að beita og alvarleika þess að eiga frumkvæði að hernaði sem getur valdið ómældum hörm- ungum fyrir venjulegt fólk. Fórnar- lömbin eru venjulegt fólk sem vill bara lifa sínu daglega lífi.“ Spurð hvernig hún haldi að stað- an muni þróast svarar forsætisráð- herra: „Ég held að ég og ekki nokkur geti í raun sagt til um það núna, en okkar krafa og annarra Vesturlanda er alveg skýr.“ n Óréttlætanlegt brot á alþjóðalögum tsh@frettabladid.is Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rúss- lands á Íslandi, hafnar því að mark- mið Rússa sé að innlima Úkraínu. Hann segir markmiðið eingöngu að vernda héruðin Donetsk og Lúhansk sem hafa lýst yfir sjálf- stæði. Þá segir hann að efnahags- þvinganir vestrænna ríkja muni hafa verri áhrif á efnahag Íslands en Rússlands. „Grundvallaratriðið er það að við erum ekki á einhvern hátt að kæfa hagsmuni úkraínsku þjóðarinnar. Mikilvægasti punkturinn er sá að við viljum tryggja hagsmuni rúss- neskra ríkisborgara okkar í Úkraínu og auk þess öryggi sjálfs Rússlands og berjast gegn þeim sem taka Úkraínu í gíslingu og notfæra sér hana í eiginhagsmunaskyni.“ Að sögn Noskov hafa úkraínsk yfirvöld stundað þjóðarmorð á rússneskum ríkisborgurum á Don- bass-svæðinu, sem héruðin Donetsk og Lúhansk tilheyra, undanfarin átta ár. Sendiherrann endurómar þar orð Pútíns sem vísaði meðal annars til meintra þjóðarmorða til að réttlæta ákvörðun sína um að senda herafla inn á svæðið. Engar haldbærar vísbendingar hafa hins vegar fundist sem styðja fullyrðing- ar rússneskra yfirvalda um meint þjóðarmorð og lýsti Olof Scholz, kanslari Þýskalands, ummælum Pútíns sem „fáránlegum“. „Hernaðarlegur stuðningur okkar er afleiðing af yfirgangssemi úkra- ínsku ríkisstjórnarinnar gagnvart rússneskum ríkisborgurum. Þar eru meira en 100.000 rússneskir ríkisborgarar með rússneskt vega- bréf. Þar að auki höfum við séð tvö ávörp þar sem leiðtogar Donetsk og Lúhansk óskuðu eftir hjálp,“ segir Noskov og vísar þar til ákalls leið- toga héraðanna tveggja þar sem þeir biðluðu til Vladímírs Pútíns um hjálp. Sendiherrann ítrekar líka við- vörun Pútíns til erlendra ríkja sem hann undirstrikaði í ræðu sinni á fimmtudagsmorgun. Þar lýsti for- setinn því að lönd sem skiptu sér af aðgerðum Rússa mættu vita að „við- brögð Rússlands verða tafarlaus og munu valda ykkur afleiðingum sem þið hafið aldrei áður staðið and- spænis í sögu ykkar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fordæmt innrás Rússa og sagði að umsvif Rússa í íslenskri efnahagslögsögu hefðu öðlast allt aðra þýðingu í ljósi ástandsins. Noskov segist fullmeð- vitaður um það að Ísland muni taka þátt í efnahagsþvingunum en að það gæti haft neikvæð áhrif á efna- hagstengsl landanna. „Það munu verða afleiðingar en aðallega fyrir Ísland. Afleiðingarnar verða verri fyrir efnahag Íslands en efnahag Rússlands,“ segir hann. n Segir afleiðingar viðskiptaþvingana verða verri fyrir Ísland Mikhaíl V. Nos- kov, sendiherra Rússlands á Íslandi Íslensk stjórnvöld fordæma aðgerðir rússneskra stjórnvalda og hefja efnahagsþvinganir gegn Rússlandi, eins og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsríki. Forsætisráðherra segir að Íslendingar gætu orðið varir við meiri umferð um varnarsvæðið í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.