Fréttablaðið - 25.02.2022, Side 12
Stundum þusa ég í henni
Fjólu minni að þessi texti
sem við erum að hlusta á í
útvarpinu sé nú óttalegt
torf. En þá hnippir hún í
mig og segir að þetta sé nú
raunar eftir mig.
Yndislegi pabbi minn,
ástkær sonur okkar,
bróðir, mágur og frændi,
Gunnar Sigurbjörn
Indriðason
lést þann 16. febrúar 2022.
Ljúfar minningar um ástríkan pabba, son,
kærleiksríkan bróður og frænda, mun ávallt lifa í hjörtum
okkar. Yndislegur, hlýr, hjálpsamur
og umfram allt umhyggjusamur fjölskyldumaður.
Við elskum þig. Góða ferð, elskurinn okkar.
Rakel Mist Gunnarsdóttir
Kolbrún Ævarsdóttir Jón Pétursson
Sigurrós Yrja Jónsdóttir Elmar Þór Björnsson
Ævar Indriðason
Pétur Jónsson
Kara Mist Jónsdóttir Jonas Nørskov
Darri, Máni, Rökkvi, Bastían Björn og Birnir Sölvi
Okkar kæra frænka,
Nanna Franklínsdóttir
sem lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði
föstudaginn 11. febrúar, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 26. febrúar klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast Nönnu er bent á styrktarsjóð við sjúkrahúsið
á Siglufirði, kt. 491213-0860, reikn. 0348-13-300089.
Streymt verður frá athöfninni:
https://www.youtube.com/watch?v=cESUXkgkY7c
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðmundur Albertsson
Óskar Albertsson
Sigurmar Albertsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bertha María Grímsdóttir
Waagfjörð
Ísafold, Strikinu 3, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
laugardaginn 12. febrúar. Útför fer fram
frá Vídalínskirkju mánudaginn 28. febrúar klukkan 13.00.
Kærar þakkir til starfsfólks Ísafoldar fyrir hlýju og góða
umönnun.
Hægt er að nálgast streymið frá athöfninni hér:
https://youtu.be/dYbFwXjyEDk
Halldór Waagfjörð Birna Ben
Kristinn Waagfjörð Hjördís Sigmundsdóttir
Grímur Rúnar Waagfjörð Helga Gunnarsdóttir
Þorsteinn Waagfjörð Sigrún Snædal Logadóttir
Rósa Maria Waagfjörð Einar Ingason
Már Viktor Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur frændi okkar,
Sigfús Brynjólfsson
fv. leigubifreiðastjóri,
áður til heimilis að Skeiðarvogi 20,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholts-
kirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.
F.h. aðstandenda,
Brynja Áslaug Sigurðardóttir
Hörður Fossberg Harðarson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, afi og langafi,
Jóhann Gunnar Friðjónsson
lést á hjúkrunarheimilinu
Eir þann 17. febrúar sl.
Útför hans verður kl. 15.00
í Grafarvogskirkju, þann 2. mars nk.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Ólafía Egilsdóttir og fjölskylda
Þegar dægurlagasaga Íslendinga
er skoðuð má heita svo að Þor
steinn Eggertsson sé þjóðskáld
Íslendinga. Enginn textasmiður
á landinu hefur sett saman jafn
mörg söngkvæði og Suðurnesja
maðurinn síkáti sem fagnar átt
ræðisafmæli í dag.
ser@frettabladid.is
Og hann vílar ekki fyrir sér alla áratug
ina sem eru að baki, heldur ætlar hann
sér að fara mikinn með hljóðnemann
á lofti í Salnum í Kópavogi í kvöld,
svona í tilefni dagsins, en stífar æfingar
hafa farið fram í húsakynnum Félags
íslenskra hljómlistarmanna undan
farna daga, „enda má ekkert klikka
þegar rokkið er annars vegar,“ eins og
hann segir, glaður í bragði og fullur til
hlökkunar.
Fæddur heima hjá afa og ömmu
Hann er fæddur í Túngötu 10 í Kefla
vík 25. febrúar 1942, „í hvorki meira né
minna en miðri heimsstyrjöld,“ eins og
hann orðar það, en Ísland var þá her
numið land af Bretum og síðar Banda
ríkjamönnum.
Túngatan var heimili afa hans og
ömmu, en foreldrar Þorsteins voru þá að
byggja sér hús úti í Garði sem varð leik
völlur kappans frá því á öðru ári fram að
fermingu, en þá flutti fjölskyldan aftur
til Keflavíkur.
Þorsteinn er frumburður foreldra
sinna, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur mat
ráðs á Sjúkrahúsinu í Keflavík og Eggerts
Jónssonar, sjómanns og síðar pípulagn
ingamanns í bænum, en þau áttu síðar
eftir að eignast Guðfinnu og Jón Þorstein
á sama áratug og Þorsteinn er fæddur á,
en löngu seinna kom svo örverpið Guð
rún í heiminn, herrans árið 1961.
Þetta byrjaði með Kananum
Hann minnist æskuáranna með brosi
sem nær ekki síst til augnanna, fjaran
í Garðinum hafi verið besti leikvöllur í
heimi – og svo þegar fjölskyldan flutti
aftur til Keflavíkur hafi rokkið byrjað
með slíkum látum að ekki varð aftur
snúið.
„Þetta byrjaði náttúrlega með Kanan
um sem kom í bæinn á opnum jeppum
og kastaði tyggjóbréfum yfir mannskap
inn sem hafði náttúrlega aldrei upplifað
annað eins,“ segir Þorsteinn og segir
þessa æskuminningu enn þá standa sér
ljóslifandi fyrir augum.
„Svo fór mamma að hækka í útvarp
inu. Hún var ekki nema átján árum
eldri en ég og rokkið hreif hana upp úr
skónum við eldhúsborðið, rétt eins og
mig náttúrlega, litlu yngri gaurinn – og
saman fórum við að syngja hástöfum lög
á borð Come on a my house með Rose
mary Clooney „og guð minn almáttugur
hvað okkur mæðginunum fannst gaman
að taka undir,“ rifjar Þorsteinn upp.
Svo fór að heyrast í hverjum ameríska
rokkaranum af öðrum – og Þorsteinn
minnist sérstaklega grúppunnar The
Deep River Boys en þeir gaurar vöktu
fyrstir manna athygli á hinu ódauðlega
lagi Rock around the Clock sem grúi
rokkara hefur leikið eftir, svo til allar
götur síðan.
Allt breyttist með Ingimari Eydal
„En svo breyttist allt þegar ég kynnt
ist Ingimar Eydal í Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1958, en hann hafði komið
auga á fótstigið píanó í einni kennslu
stofunni – og þá var ekki aftur snúið,“
segir Þorsteinn og segir að þar með hafi
söngferillinn byrjað. Þeir Ingimar hafi
spilað annan hvern laugardag í stofunni
við mikla hrifningu – og stundum bætt
ust svo þeir Gísli Johnsen og Jón Símon
arson við með trompet og trommur „og
það skipti náttúrlega öllu fyrir taktinn,“
segir Þorsteinn og kemst í gamalkunn
an ham.
Harry Belafonte var mikið tekinn í
byrjun „og hann var svo skýrmæltur
að ég gat sungið hann á enskri tungu
svo allir skildu,“ útskýrir Þorsteinn, en
heldur hafi hlutirnir farið að f lækjast
þegar herma hafi átt eftir Elvis Presley
og Little Richard, „en þeir voru svo
óskýrir að ekki heyrðust orða skil,“ bætir
hann við. Og teningunum var þá kastað.
„Ég byrjaði bara að semja mína eigin
texta við lögin þeirra,“ rifjar hann upp
og eftirleikinn þekkir íslenska þjóðin
sem æ síðan hefur sungið texta Þor
steins, sem fyrir langa löngu eru orðnir
sígildir á samkomum fólks.
Man ekki fjölda textanna
Hann man ekkert hvað hann er búinn
að semja marga texta fyrir Hljóma, Trú
brot, Brimkló, Ðe Lónlý Blú Bojs, Þú og
ég og svo óendanlega margar grúppur
aðrar og ótal marga tónlistarmenn, en
„maður hættir að telja þegar textarnir
eru orðnir nokkur hundruð,“ segir hann
af alkunnri hógværð sinni.
„Stundum þusa ég í henni Fjólu
minni,“ segir Þorsteinn og á við heitt
elskaða Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur „að
þessi texti sem við erum að hlusta á
í útvarpinu sé nú óttalegt torf. En þá
hnippir hún í mig og segir að þetta sé
nú raunar eftir mig. Og þá skelli ég bara
upp úr, segi si sona að maður geti nú
ekki munað eftir öllu sem maður hefur
gert,“ segir afmælisbarnið sem á von á
gestum í Safnaðarheimili Kópavogs
kirkju klukkan 16.00 í dag, en tónleik
arnir hefjast svo í Salnum klukkan 20.00
í kvöld. n
Textaskáld Íslands er áttrætt
Þorsteinn Eggertsson á æfingu fyrir tónleika kvöldsins, ásamt ektafrú sinni Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur, en áttræður ætlar hann að
æra Salinn í Kópavogi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sjá einnig síðu 28
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR